Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 38

Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 38
rLLJDLJP náttúrunnar Coloeus monedula er af kráku- ætt. Hann er mjög þýðingarmikill fugl og vitur eftir þvi, og eru til af honum þrjár tegundir í Asíu og Evrópu. Hann er í hópi smærri kráka, eins og áður segir, og er á- lika stór og dúfa. Hann virðist i fyrstu vera algjörlega svartur á lit, en ef betur er að gáð, má sjá gráa slikju á hnakkanum og neðan á fuglinum. Hvitan i augum fuglsins gerir hann forvitnislegan og vak- andi í augnaráði. A Norðurlöndum hefur fugli þessum f jölgað mjög og hefur hann stöðugt verið að færa sig lengra norðurá bóginn. Fuglinn elskarop- ið land, þar sem þó má finna tré á stangli. Hins vegar vill hann alls ekki halda sig í raunverulegum skógum. Fæðu aflar hann aöallega ^ "■'■■■....11— á engjum og ökrum, og þá helzt alls konar smádýra, skordýra og ann- ars állka, og auk þess étur hann eitthvað af berjum. Oft halda fuglar þessir sig i stór- um hópum, og þar er mjög flókin stjórn á hlutunum. Það eru karl- fuglarnir, sem ákveða, hver skuli með stjórnina fara, og þeir sem lægra eru settir i fuglahópnum hlýða skilyrðislaust þeim sem meiri eru taldir. Ef einhver fuglinn i nýlendunni telur sér stafa hættu af einhverju, gefur hann frá sér undarlegt hljóð, og þá koma hinir fuglarnirhonum til hjálpar þegar i stað. Fuglinn verpir gjarnan i göml- um, holóttum trjám, og einnig I kirkjuturnum og öðru álika. Hreiðrið klæðir fuglinn innan með Aðeins einn þessara þriggja fugla hefur valið sér rétta leið heim í fuglakassann. Hver þeirra er það? Gægjugöt Hvað sjáið þið hér i gegn um þessi sex gægjugöt? Horfið vandlega á myndina, og berið svo saman niðurstöður ykkar viö lausnina. Sjá lausn á bls 25 fjöðrum og hári. í hreiðrið verpir kvenfuglinn svo allt að sex eggjum, og ungast þau út á 18 dögum. Báðir foreldrarnir mata ungana. Ungarnir halda sig inávist foreldra sinna jafnvel eftir að þeir eru orðn- ir fleygir. Þrátt fyrir það að fugla- tegund þessi verður ekki kyn- þroska fyrr en tveggja ára velja þeir sér maka strax á fimmta mán- uði. Karlfuglinn veitir kvenfuglin- um mikla eftirtekt og pariö lætur ekkert stia sér i sundur. Villist ungi i burtu frá fuglaný- lendunni flýgur fulloröinn karlfugl þegar i stað á eftir honum og visar honum veginn til baka. Sumir fugl- anna flytja á haustin frá norðan- verðri Skandinaviuog suður á bóg- inn til suðlægari landa I Evrópu., — 38

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.