Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 27
Hormónar Rannsóknir Larssons hafa miðazt aö þvi aö finna hvert sé hlutverk jímissa hor- móna og á hvern hátt þeir vinni meö heilanum. — Oft má draga ályktanir af þvf, hvernig starfsemin i manninum er, eftir aö rannsóknir hafa veriö gerðar á rottum segir Larsson. Rannsóknimar byggjast oft á þvi, aö rottur eru geröar ófrjóar, en siöan er sprautaö í þær hormónum, til þess aö sjá hvemig þær bregöast viö. — Eftir aö rannsóknin hefur farið fram deyöi ég rotturnar með ether. Dýrin sem ég nota, þjást ekki, þvert á móti er mjög vel um þau hugsaö. Þau liða heldur aldrei sársauka segir Knut Larsson. Meöal þess, sem leitt hefur af þessum rannsóknum, er lyf sem dregur lir kyn- hvötinni. Lyf þetta hefur veriönotaö fyrir kynferöisafbrotamenn i Vestur-Þýzka- landi. Mér finnst það nú samt ekki alveg rétt, segir prófessorinn. Lyf Nú sem stendur eru Larsson og aö- stoöarmenn hans aö gera tilraunir meö iyf, sem kallaö er PCPA. Þetta lyf eykur kyngetu rottanna en fram til þessa hefur þaö ekki haft sömu áhrif á menn. En fyrr eöa siöar veröur þaö vandamál einnig leyst, eftir þvi sem Knut Larsson heldur fram. Rannsóknir prófessorsins kosta sænska rikiö um hálfa milljón sænskra króna um áriö eöa um 20 milljónir Isl. Mestur hluti þessarar upphæöar fer i launagreiöslur. Auk þess eru notaöar um eitt þúsund rott- ur árlega viö rannsóknirnar og eru þær sem sagt allar aflifaöar, eftiraö þær hafa gegnt hlutverki sinu i rannsóknunum. — Rotturnar eru ekki dýrar, enda þótt þær séu ræktaðar sérstaklega i þessum tilgangi. Þær kosta aöeins 25 kr. sænskar stykkiö eða um 1000 krónur Isl. Köttur kostar til dæmis tiu sinnum meira. Knut Larsson hefur oft veriö gagnrýnd- ur vegna kynferöisrannsókna sinna og kynlifsrannsókna. Astæöan er oft einfaldlega sú, aö fólki finnst eitthvaö skammarlegt eöa ósiölegt, aö rannsaka hluti sem þessa, aö þvi er hann telur. Hættið rannsóknunum Dýravinafélagiö hefur beitt sér fyrir þvi aö allar rannsóknir sem framkvæmdar eru á dýrum og geta valdiö þeim þjáning- um verði lagðar niður. — Viö viljum helzt að rannsóknum á dýrum veröi algjörlega hætt. Oft má finna aðrar leiöir sem bæöi eru ódýari og betri segirOttoEliasson sem er varaformaður Dýraverundunarfélagsins i Gautaborg. Knut Larsson er þó viss i sinni sök. — Þegar um rannsóknir er aö ræöa er ekkert, sem hægt er aö nota nema þessi dýr. Kristinn Nýja Atlantis Stundirnar hljóðar stiga strendur sem fyrr voru bláhnjúkaröð Að berginu haföldur hniga, hægt eins og aldir i þúsundatröð. Utan af djúpinu engin sigling, örugg og fánaglöð. Þjóðbrot á þjóðsögum lifir, þar eru gullbúin minningavé. örlagaþungi er yfir, undir sú þrá, sem vikur i hlé. Aldingarður er enginn i landi og ekkert skilningstré. Róið er fari um Flóa, fallast á árarnar dvergar i sorg. Niðri i glælogum glóa glæsileg mannvirki, stræti og torg Atlantis svifandi sögudraumur sokkinn með eigin borg, Heiminn af grunni hefja, hreyfa hin miklu sólnadjúp, kraftana starfs að krefja, kasta sérhverjum lygahjúp! Tekur aldaher öfug stökkin áður af timans núp? 27 i

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.