Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 13
Popp-kornið Bad Company Fjórir þekktir hljómlistarmenn Menn spáðu þeim miklum frama og frægð fyrir mörg- um árum. Þeir kölluðu sig Bad Company, og einu sinni voru þeir svo sannarlega á toppnum, langt fyrir ofan alla aðra. Frægð þeir ra og vinsældir voru geysimiklar og hver platan af annarri kom á markaðinn frá þeim. Frægöin kom strax meö fyrsta lag- inu Can’t Get Enough, og ekki vakti al- búmiö Bad Co minni athygli. Fólk var mjög hrifiö af fjórmenning- unum, sem voru i Bad Company. Þeir voru allir orönir frægir áöur en þeir ákváöu aö taka saman, og fara aö koma fram opinberlega sameiginlega. PaulRodgers,söngvari og gitarleikari kom úr hljómsveitinni Free. Sömu sögu er aö segja um trommuleikarann Simon Kirke. Sólógitarleikarinn Mick Ralphs kom úr hljómsveitinni Mott The Hoople, sem einnig var vel þekkt, og bassagitarleikarinn Boz Burrell haföi áöur veriö meö King Crimson. ÞeirBadCompany-menn voru sjálf- ir ekkert hissa á þvi, aö þeir skyldu veröa vinsælir þegar í staö. Þeir vissu sjálfir hversu góöir þeir voru, og voru einnig vissir um, aö samvinna þeirra gæti leitt eitthvaö gott af sér fyrir þá og áheyrendur og aödáendur þeirra. Þeirunnu lika til þriggja platinu-verö- launa fyrir þrjár breiöskifur, sem má kallast nokkuö gott. Fyrstu þrjú al- búmin, sem Bad Company sendi frá sér hafa þegar veriö seldi upplögum sem hafa áunniö þeim silfur, gull, demant og platinuverölaun bæöi i Bretlandi og Bandarikjunum. Albúm- in heita: Bad Co, Straightshooter og Run With The Pack. Fjórða albúmiö þeirra kom i vor og heitir Burnin’ Sky. Fjórmenningarnir lögöu mikla vinnu i þessa plötu. Þetta er sögö ágæt plata, en ef til vill ekki einsgóö, og menn heföu getaö reiknaö meö frá þeirra hendi. Gagnrýnendum finnst platan svolitiö bragölaus, og ekki nægilegt lif i tónlistinni. ÞeirPaul Rodgers, Mick Ralphs og stundum einnig Simon Kirke semja venjulega textana fyrir hópinn, og hafaþeirveriðóaöfinnanlegir til þess, en I þetta skipti eru þeir ekki sagöir eins góðir og þeir gætu veriö. Bad Company er þekkt nafn i Evr- ópu, en flesta áhangendur eiga þeir fé- lagar I Bad Company þó i Bandarikj- unum. Þar njótaþeir mestra vinsælda og koma oftast fram opinberlega.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.