Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 8
Dr. Kroger sýnir hér með aöstoð skrifstofustúlkunnar Mary Gebhardt á skrifstofu FBI hvernig hann fer að því að dáleiða fólk. A neðri myndinni er Ed Ray aö rifja upp fyrir sér hvað gerðist, þegar bilnum með skólabörnunum var rænt. Kroger dáleiddi hann lika. Kroger, sem er sjötiu og eins árs, dá- leiddi eldritelpunameð þvíaðsegja henni að einbeita huganum að því, að hún væri að ganga niður við strönd, og öldurnar gjálfruðu við fætur hennar og vindurinn gnauðaði. Brátt tókst henni að muna eftir tveimur benslnstöðvum nálægt mexikönsku landamærunum, þar sem mannræningjarnir höfðu komið við á leiö- inni til Mexikó. FBI hafði samband við starfsmenn stöövanna og komst á spor rængingjanna og eftir fáeinar klukku- stundir hafði tekizt að hafa upp á þeim. Það verður stöðugt algengara, að lög- reglan noti dáleiðslu, en upphafsmenn að notkun dáleiðslunnar i þessum tilgangi voru israelska lögreglan og einnig lög- reglan i Los Angeles, sem setti á fót sér- staka dáleiðsludeild árið 1975. Kroger hefur aðstoöað viö aö þjálfa Los Angeles-deildina, og það var hann, sem kallaöur var tíl þess aö dáleiöa Ed Ray, eftir að honum hafði verið rænt og enn- fremur áætlunarbfl fullum af skóla- börnum frá Chowchilla I Kaliforniu. — Ég lét Ray ímynda sér, að allt væri að verða kyrrt, segir Kroger. — Ég sagði lika, að númeraspjöldin á bllum mann- raaiingjanna stækkuöu stöðugt. Smátt og smátt fór Ray að muna meira, og að lok- um mundi hann alltnema siöasta stafinn I bflnúmerunum. Það varð tíl þess að hand- teknir voru þrlr menn, sem grunaðir voru um ránið, og um leið jókst frægð Krogers um allan helming. Undanfarið ár hefur hann setið fundi með lögregludeildum viðs vegarum Bandarikin og aöstoöaö við að afla upplýsinga varðandi , mannrán morð og sitthvað fleira. Þetta er nú ekki beint þaö, sem Kroger hafði hugsað sér i byrjun. — Móöir mín, sem var Gyðingur, sagði : Þú átt að verða læknir, segir Kroger hlæjandi. — Allt var gert til þess að ég læsi frekar liffræði- bækur heldur en hasarblöð. Þegar ég gerði það var mér umbunað með ein- hverju. Hjálpar lögreglu með því að dáleiða vitnin Tveimur telpum var rænt siðastliðið sumar. Þær voru 7 og 15ára og áttu heima I noröanverðri Kaliforniu.en voru fluttar til Mexlkó. Þeim var slöar bjargað, en gðtu þá ekkert munað, sem gat leitt til þess aö hægt væri aö finna og handtaka 8 þann, sem hafði rænt þeim og flutt þær á brott. FBI — bandarlska alrikislögreglan kvaddi þá á vettvang dr. William Kroger. Hann var til skamms kvensjúkdóma- læknir i Los Angeles, en hefur nú snúið sér alfariö að dáieiðsiu. Faöir Krogers, sem átti skinnavöru- verzlun i Chicago dó, þegar hann var 19, ára, og lét honum eftir fjölskyldufyrir- tækið, sem hann átti aö stjórna. En á sama tima stundaði hann nám i North- western Universiy. Þráttfyrir hið mikla

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.