Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 13
Popp-kornið % áhangendur þessa trúflokks fóru a5 nefna sig rastafarians eða bara rastas. Margir hvitir tónlistarmenn, t.d. George Harrison, Eric Clapton og Keith Richard hafa veriö undir áhrif- um af reggae-tónlistinni, enda hafa þeir mikiö hlustað á Bob Marley og þá tónlist, sem hann flytur. Reggae-tón- listin náði i upphafi meiri vinsældum i Evrópu en á Jamaica, og mun þaö vera m.a. vegna þess að hún var aldrei leikin þar i útvarpi, og á útvarp- iö hlustuöu aöeins þeir ríku. bessi tón- list var þvi þekktust meöal hinna fá- tækari i landinu. Reggae-tónlistin er uppreisnar- sinnuöbaráttutónlist, og Marley segir, aö menn hafi ekki viljað láta fólkiö heyra hana af þeim sökum. Ekki segist Bob hafa áhuga á aö spila annars konar tónlist. Þó segir hann að sumir af ástarsöngvum hans hljómi ef til vill dálitib ööru visi, en þeir séu þó i raun reggae-tónlist. Ekki segir Reggae-kóngurinn rastas vera pólitiskt hugsandi. Hann segir aö þeir syngi um rastas og um guð, frels-. ara sinn, og það sem þeir syngi um, komi beint frá hjarta þeirra. Reggae er tónlist sem hreinsar mennina af öllu þvi illa, sem i þeim er... Reggaetónlistin er einstæö og ólik öllum öðrum afbrigðum tónlistar- innar. Hún mun ekki breytast aö sögn Marleys, enda er hún þaö, sem allir hafa beöiö eftir. Til eru margar plötur meö Bob Mar- ley, en margir telja Live vera þá bestu, en á henni eru m.a. lög eins og No Woman No Cry og I Shot the Sher- iff. Hann heitir Bob Marley og er 34 ára gamall reggae-kóngur. En hvað er það. Orðið reggae varð fyrst til árið 1968 á plötu með Toots and The May- tals, Do the Reggay. Fredrick „Toots” Hibbert samdi lagið, en hann man ekki hvaðan hann fékk orðiö „reggae”. Liklegt er þó að það komi frá orðinu „Regga” sem er nafn á þjóðflokki i Tanganyika. Mun ljósara er þó, hvað- an tónlistin á rætur að rekja. 1 lok fimmta áratugsins fóru tónlistarmenn á Jamaica að blanda saman calypso tónunum frá Trinidad og eftirstriðs- áratónlistinni. i dag er reggae-tónlist- in sambland af ýmsu, m.a. annars rokki og þvi sem kallað er „soul”. Marley tilheyrir trúflokki, sem kallast rastas, en hann er upprunnin á Jamaica i lok þriðja áratugsins. Trúin byggist á opinberun Jóhannesar i Bibliunni, og trúa menn þvi, að svert- ingjarnir i Bandarikjunum hafi verið einn þjóðflokkanna sem upprunnir voru i Israel og að Amerika hafi verið þeirra Babylon. Svartur konungur átti að koma og færa þá aftur til Afriku, Trúðu menn þvi, að Haile Silassie konungur i Eþiópiu væri þessi svarti konungur. Hann hét Ras Tafari og

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.