Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 27
/ Þennan laugardag hafði Kolla boðið Sollu að dveljast yfir helgina heima hjá sér. Það átti að halda dansleik þá um kvöldið, og hafði Kolla mik- inn áhuga á að vera þar viðstödd og f ara á dansleik- inn, af því að hún var trúlof uð einum úr hljómsveit- inni, sem átti að leika fyrir dansinum. Solla beið eftir bílnum, sem hún átti von á, á hverri stundu. 2. kafli. Þetta var dásamleg helgi. Solla og Kolla fóru á ballíð og skemmtu sér konunglega, og áður en varði var helgin liðin. Jólafríið var komið, og Solla ætlaði heim með flugvélinni, sem átti að fara norður í dag. Margt fólk var á f lugstöðinni, aðallega skólafólk, sem ætl- aði heim um jólin. Það var kallað í hátalarann: — Farþegar, sem ætla til Fögruvíkur, gjörið svo vel að ganga út í f lugvélina. Solia tók tösku sína og gekk út í flugvélina. Jólafríið var fljótt að líða, með heimsóknum og veizlum. Jólin höfðu alltaf verið eins frá því hún mundi fyrst eftir sér. Farið var til kirkju á jóladag, og á annan var alltaf glatt á hjalla. Þá komu ná- grannarnir í heimsókn, og það var spilað og sungið og dansað um kvöldið. Solla hafði frétt að Geiri hefði komið heim, og ætlaði að vera heima yfir hátíðarnar, en hann átti heima í næstu sveit, og því hitti Soila hann ekki nema á samkomum. Hún gat ekki gleymt honum. Hún sá hann fyrir sér, háan og dökkhærðan með tinnudökk augu, sem fengu hjarta hennar til að slá hraðar þegar hann horfði á hana. Það var gamlársdagur og Solla var að þvo gólf in. — Solla! Mamma hennar kallaði neðan úr eld- húsi. — Ertu ekki að verða búin? Það er kominn gestur. — Jú, mamma, ég er að verða búin. Hún f lýtti sér að Ijúka gólfþvottinum, gekk frá fötunni og hljóp niður. Rúna vinkona hennar frá Hóli sat hjá móður hennar og drakk kaffi. — Sæl, elskan, sagði Rúna og margkyssti hana. — Mikið er gaman að sjá þig. Rúna hafði verið hjá unnusta sínum úr næstu sveit um jólin. — Sæl, sagði Solla. — Það er langt siðan ég hef séð þig. Hvenær komstu? — Við komum seint í gærkvöldi. Við ætluðum varla að komast. Það var allt að verða ófært, en heflarnir fóru frá Fögruvík í morgun, og ætla að ryðja veginn, enda mál til komið, ef maður á að komast á ballið. Ætlar þú, Solla? — Ja, ég veit það ekki. — Jú, blessuð góða f arðu, sagði mamma hennar. — Þú hefur bara gott af því. — Þú kemur. Það verða allir gömlu félagarnir, Gauja, Sigga, Þórarinn, Halli, Helga og svo Geiri Jóns. Hann er kominn heim, og ætlar að vera á ball- inu. Þú hefðir átt að sjá hann. Hann er orðinn svo finn, enda orðinn erindreki. Það stóð bunan út úr Rúnu. Hún hafði svo gaman af að tala, að Solla komst ekki að. Þegar Rúna nefndi Geira, tók hjarta hennar að slá hraðar. — /Etlar þú ekki að koma, Solla? sagði Rúna. — Jú, ætli það ekki, sagði Solla. — Jæja, ég verð að drífa mig heim. Ég þakka þér fyrir kaffið Svanfríður mín. Solla! Eigum við ekki að taka þig með okkur i kvöld? Við leggjum af stað um níuleytið. Það veitir ekki af því. Þetta er klukkutíma akstur. — Jú, þakka þér fyrir, sagði Solla. — Við sjáumst þá í kvöld. Verið þið sælar. — Blessuð, og þakka þér fyrir komuna. Það var margt fólk á ballinu, en allt var þetta ungt, lífsglatt fólk, sem naut þess að skemmta sér. Solla, Rúna og Svenni, kærasti hennar, settust við eitt borðið, sem fylltist f Ijótt af gömlum vinum, og allir höfðu nóg að segja. Þarna var Þórarinn með unnustu sína. Þau sýndust vera mjög hamingjusöm og horfðust stöóugt í augu. Gauja frænka hennar var þarna einnig með sínum kærasta. Þau voru ný- búinaðsetja upp hringana. Já, flestir hennar kunn- ingjar voru giftir eða trúlofaðir. — Gott kvöld, gott fólk, sagði dimm karlmanns- rödd. Solla sneri sér við, og þar var kominn Ásgeir Jónsson. — Komdu sæll, sagði Rúna og heilsaði honum. — Blessuð. Nei ert þú þarna, sagði hann við Sollu. — Komdu sæl og blessuð, og þakka þér fyrir síðast. Hann tók í hönd hennar, sem hvarf alveg í hina stóru karlmannshönd. Hann þrýsti hönd hennar og horfði í augu hennar. Hún dró að sér höndina. Nei, það haf ði vist enginn tekið eftir þessu af því að allir voru farnir að dansa eftir f jörugu lagi. Hljómsveitin var frá Fögruvík, anzi góð. — Viltu dansa? segir Geiri, og snýr sér að henni. — Jú, takk. Þau ganga út á dansgólf ið. Hún er sem i sæluvimu og veit hvorki í þennan heim né ann- an. Eftir rokklagið kom hægur tangó. Hann tók fast utan um hana, og þrýsti henni að sér, og hvíslaði i eyra hennar: — Það er langt síðan við höfum sézt. — Já, ekki siðan í fyrravor, sagði Solla. — Já, var það ekki dásamlegt kvöld, sagði Geiri. — Veiztu það Solla, ég hef hugsað til þín síðan. Ég gat ekki vikið þér úr huga mínum, og vildi það ekki. Solla! Hvað hefur þú verið að gera síðan í fyrra- sumar? — Ég fór í kennaranámíð, og er að hugsa um að Ijúka því. Mér gengur alveg sæmilega. — Ég hélt að þú ætlaðir að hætta og fara í hjúkr- un? — Já, en það gat ekki orðið. Pabbi vildi endilega, að ég héldi áf ram kennaranáminu, og ég lét tilleið- ast. — Og hvenær verðurðu svo búin? — Ætli það verði ekki vorið '78. — Svo langt, sagði Geiri og þrýsti henni f astar að sér. — Solla, má ég ekki f ylgja þér heim á eftir. Ég er á nýjum bil. Ég seldi þann gamla. Hann var orðinn svo lélegur. — Ég veit það ekki, sagði Solla. — Ég er með Rúnu og Svenna. — Það hlýtur að vera allt í lagi, eða er þér svona bölvanlega við mig, eða treystirðu mér ekki? 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.