Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 24
— Ég er mjög upptekinn i dag, sagði hann stuttaralega. — Þetta er mjög þýðingarmikið, hélt hún áfram. — Ég er nú þegar orðinn of seinn i viðtal. Ég kom bara til þess að fá mér kaffisopa. — Ég verð að tala við einhvern, Jennie er veik. — Jennie? Hvar er hún? Barbara sagði honum, að Jennie hefði komið til baka, en ekki verið fær um að mæta i vinn- una. Hún sagði, að herbergið hennar hefði verið svo óvistlegt, að hún hefði farið með hana heim i ibúðina sina, og þar lægi hún nú i rúm- inu. Hann var orðinn óþolinmóður á svipinn. — Hvers vegna sendir þú hana ekki á spitalann? Hvað gerðir þú? Gerðir þú bara það, sem þú taldir rétt fyrir hana? Hann var hæðnislegur i röddinni. Þetta var sá John Davidson, sem henni féll ekki við. Stuttaralegur og óaðgengilegur. — Liklega hef ég gert rangt i þvi að vera nokkuð að ónáða þig. Barbara stóð upp. Hann hristi höfuðið óþolinmóður. — Þú ættir að vera búin að vera það lengi hér i námunda við sjúkrahúsið til þess að vita, að jafnvel litil- fjörlegasta kvef, sem ekki er brugðist rétt við getur orðið alvarlegt. Ég þarf að fara i viðtal, enégskalkoma og lita á Jennie seinna.... segj- um klukkan hálf átta. Barbara þakkaði honum fyrir, en hún var þó bæði reið og sár. Jennie var sterkbyggð og heilbrigð stúlka. Ef til vill hafði hún skemmt sér einum of mikið um jólin. Nú var hún örþreytt og hafði þá fengið kvef. Barbara var samt ekki róleg, þegar hún kom aftur til ibúðarinnar um kvöldið. Hún opnaði hurðina og ávitaði sjálfa sig i huganum fyrir að vera svona óróleg. — Jennie? kallaði hún. Ekkert svar. — Jennie! Hún kastaði frá sér kápunni á sóf- ann i stofunni og flýtti sér svo inn i svefnher- bergið. — Hvernig liður þér, Jennie? Hún settist nið- ur á rúmið — við hlið stúlkunnar, og kom við vanga hennar. Hún var með mikinn sótthita. — Mér liður Voðalega illa, sagði Jannie veik- um rómi. — Ég hef reynt að fara fram úr, en allt hringsnýst fyrir augunum á mér. Mig svimar svo mikið að ég sé ekki, ungfrú Benson. Barbara leit á klukkuna á náttborðinu. Hún var sex. Hún gæti i fyrsta lagi búist við John 24 Davidson eftir einn og hálfan klukkutima. Bara að Hugh hefði verið hérna. Ekkert nema dauðinn hefði haldið honum i burtu, ef hún hefði þarfnast hans. Hún lokaði svefnherbergisdyrunum á eftir sér og fór að hringja á spitalann. Það var ekki hægt að ná i dr. Davidson. — Við getum náð i doktor Lane, sagði stúlkan i simanum. — Ég sá hann hérna i anddyrinu fyrir augnabliki. Á ég að kalla i hann? Hún vildi nú siður fá dr. Lane, en hún sagði samt stúlkunni að senda hann heim til sin. Hann kom tuttugu minútum siðar. Hann gekk inn og horfði svolitla stund á stúlkuna, áður en hánn sagði nokkuð. — Er nokkur leið, að þú getir fengið David- son hingað? spurði hann. — Hann kemur klukkan hálf átta. Hann skýrði þetta ekki frekar, en fór að rannsaka Jennie. Hann kannaði viðbrögð hennar, augun, eyrun og hálsinn. — Ertu stif i hálsinum? spurði hann, og Jennie opnaði stóru, drungalegu augun og sagði: — Já, dálitið. Læknirinn leit til Barböru. Hún fékk sting i hjartað. — Ég ætla að athuga, hvort ég get náð i dr. Davidson. — Ég vildi gjarnan fá álit hans á þessu, sagði hann,. Hann fór fram og Barbara heyrði hann segja eitthvað á ákveðnum tón i simann. Hún reyndi að byrgja ljósið við rúmið, og fór svo fram á eftir unga lækninum. — Hún er mikið veik, er það ekki? —Ég er hræddur um það. Hann gekk fram og aftur um herbergið og leit annað slagið út um gluggann. — Ég vil ekkert gera fyrr en ég er búinn að tala við Davidson. Hann hafði orðið var við ótta hennar, og hann reyndi að tala róandi. Hún stóð þarna og sneri bakinu i svefnherbergisdymar og reyndi að berjast við tárin, sem vildu brjótast fram, og reyndi að láta ekki sjást, hversu hrædd hún var. Myndi John Davidson ekki koma? Hún hljóp á móti honum, þegar hún heyrði fótatak hans fyrir utan og reif upp dyrnar. Hvað sem dr. Lane hafði sagt i simann, þá hafði það vakið athygli hans. — Hvar er hún? spurði hann snöggt, og var kominn þvert yfir stofugólfið og að dyrunum á augabragði og ýtti Barböru þar til hliðar. Dr. Lane fylgdi fast á eftir honum. I

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.