Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 33
,,Já, það litur út fyrir það,” savaraði Gamli- Jn og kinkaði kolli. „Aldrei hefði mér dottið i hug, að birnirnir væru svona vitrir”. Drengirnir þögðu báðir. Það var ekki þægi- legt að tala saman, eins og á stóð. Eftir skamma stund yrðu skógarbirnirnir horfnir sýnum, og Tóti hugsaði með sjálfum sér: ,,Ég ætla að muna vel allt það, sem ég hef séð i þessari ferð, svo að ég geti sagt rétt frá þvi, þegar ég kem heim. Sem betur fer, eru þeir hinir með i ferðinni, annars mundi liklega eng- inn hafa trúað mér. Allt i einu datt honum nokkuð i hug. ,,Gæti ekki hugsazt, að birnirnir færu nú heim að selinu,”hvislaði hann. ,,Nei, það gerir hún ekki,” sagði Gamli-Jón. ,,Birna með húna vill engin samskipti hafa við menn.” Svo virtist sem gamli maðurinn hefði rétt . fyrir sér, þvi að nú beygði birnan einmitt i átt- ina upp að Vindbelg, sem var i gagnstæðri átt við selið. Húnarnir þrir kjöguðu þunglamalega spölkorn á eftir henni. Eftir stundarkorn hurfu þau öll á bak við hæð nokkra. Litli-Jón stóð upp. ,,Mig hefði langað mikið til að eiga annan litla húninn,” sagði hann. ,,Og þá hefðirðu þurft að hafa hann i fjósinu hjá kúnum” sagði afi hans glettnislega... „Mömmu þinni hefði áreiðanlega þótt vænt um það, — eða heldurðu það ekki?” „En þeir eru ákaflega fallegir, á meðan þeir eru litlir,” sagði Litli-Jón. „Já, það eru þeir vissulega,” svarðaði gamli maðurinn og kinkaði kolli. „En skógarbirna með hún er ekkert lamb að leika sér við. Ef við hefðum reitt hana til reiði og hún ráðist á okkur vopnlausa, hefði enginn okkar sagt frá tiðind- um.” Það fór hrollur um Tóta. „Ef við hefðum ver- ið hér einir á ferð, Litli-Jón og ég, þá hefðum við áreiðanlega ekki séð hana.” „Þá var gott, að ég skyldi vera með ykkur,” sagði gamli maðurinn brosandi. Hálfri klukkustundu siðar voru þeir komnir niður að Bárðarbæjarselinu. Þá hittistsvo vel á, að afi var nýkominn þangað upp eftir til að sækja Mariu litlu. Og nú fengu þau öll að heyra söguna um skógarbirnuna og húnana hennar. Amma var ekki ánægð með þessar fréttir. Hún vildi alls ekki hafa björninn svona nærri. En afi og Gamli-Jón sögðu báðir hughreyst- andi, að hér væri engin hætta á ferðum, — birna neð húna forðaðist fólk svo að segja undantekningarlaust. Auk þess mundi dugleg vinnukona neðan úr sveit koma hingað einhvern næstu daga og vera hjá ömmu, það sem eftir væri sumars. „Og svo hefurðu Pilu hjá þér,” sagði Tóti. „Hún lætur þig vita, ef björninn nálgast.” Já, Pila litla var mikið þarfaþing. Hún sótti alltaf kýrnar og geiturnar á kvöldin og var frábærlega öruggur varðhundur. Tóti og Litli- Jón voru úti og tóku á móti henni og dýrunum þegar þau komu. Og Pila dansaði af miklu fjöri og fögnuði i kringum Tóta. Hún var svo glöð yfir þvi, að hann skyldi vera kominn til þeirra. Hreindýrin þeirra þrjú voru lika þarna upp frá. Þytur og Fjallarós komu strax heim á túnið, með kálfinn á milli sin þegar þau gerðu sér grein fyrir, að Tóti var kominn. Sóllilja hafði stækkað töluvert, og Maria litla var mjög hreykin af henni. „Hreindýrið mitt fær bráðum horn,” sagði hún. Ekki gat Tóti séð nein horn á kálfinum, enda var engin von til þess, hann var svo ungur. En ef til vill mótaði fyrir ofurlitlum hnúðum á koll- inum, þar sem þau mundu koma seinna, — en horn voru það alls ekki. Engu að siður hrósaði hann kálfinum mikið, vegna Mariu litlu, og vissulega mátti gera það, þvi að hann var mjög fallegur og sprækur. Þeir gistu allir i selinu um nóttina. Tóti svaf hvergi eins vel og hér, eða það fannst honum að minnsta kosti. Súr angan, sem hér var alltaf, bæði úti og inni, hafði svo góð áhrif á hann. Blómaanganin var hvergi eins sterk og hér upp frá, og i selinu var loftið þrungið angan frá ostum og nýstrokkuðu smjöri. Piltarnir og amma sátu um strund við hlóð- irnar og spjölluðu saman, eftir að börnin voru háttuð. í fyrstu reyndi Tóti að fylgjast með samræðum þeirra, jafnframt þvi sem hann hugsaði um allt það, sem hann hafði séð i dag, — dauðu hreindýrin, fjallaernina og skógar- birnuna með húnana. En innan skamms tók hann að dotta þvi að nú fann hann vel, hve ógnarþreyttur hann var orðinn eftir þessa löngu fjallaferð. Og nú heyrði hann glöggt nið- inn i læknum litla fyrir utan. Hann hljómaði i eyrum hans eins og hreimfagurt vöggulag, — og fyrr en varði var Tóti steinsofnaður.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.