Heimilistíminn - 17.08.1978, Page 12

Heimilistíminn - 17.08.1978, Page 12
manni. betta var algjörlega nýtt sakra- menti i kristindóminum, og hafði tals- verða þýöingu fyrir trúarstefnu þeirra. Sakramenti kvöldmáltiðarinnar var al- veg sérstætt og er það eins enn hjá Mor- mónum. Þeir notuðu vatn I stað vins, þvi algert bindindi var trúaratriði hjá þeim. Við kvöldmáltiðina neyttu þeir brauðsins af lyst og vild hvers og eins, og var þetta mjög til aö hæna fátæklinga borganna að Mormónatrúnni, þvi þar áttu þeir visa saðningu, en fátækt var oft mikil og skort- ur, svo fólk svalt heilu og hálfu hungri i stórborgum landa Evrópu um miðbik 19. aldar. Eins og þegar er sagt, hafði konan al- gera sérstöðu hjá Mormónum. Hún gat ekki oröiö hluttakandi i gæöum komandi heims, nema hún væfi innsigluö manni i sakramenti hjónabandsins. Fjölkvænið hafði talsverða þýöingu fyrir Mormóna fyrstu áratugina. Þeir færöu fyrir þvi skir og föst rök, er byggð voru á staðreyndum bibliunnar og leyfi Lúthers til tvikvænis Filippusar af Hessen. Þeir tileinkuöu sér mjög lútherskar kennisetningar, og pre- dikuöu þannig, að aöalforustumenn og kennendur mótmælenda hefðu veriö sannir Mormónar. Með þessu náðu þeir mjög til fólksins. 011 framsetning þeirra var alþýðleg og látlaus, flutt á hreinu og óþvinguðu máli alþýðunnar. Eins og aðrir trúarbragðahöfundar urðu brautryðjendur Mormóna að þola of- sóknir og pislir. Sumir þeirra voru ákærð- ir og hnepptir í varðhald En harövitugir og traustir fylgjendur þeirra ruddust i fangelsin og leystu vini sina úr haldi. Þetta hafði mikil áhrif og efldi samstöð- una, og jók baráttukjark þeirra og fram- sækni. Sennilegt er, að engin sértrúarhreyfing i löndum mótmælenda, hafi náð eins skjótri útbreiðslu og mormónahreyfingin. Þeim var greiöur gangur að hug fátæka fólksins og undirokuðum i þjóðfélögunum, og uröu þeim fyrirheit og draumsýn um betri heim og betra riki. Bækur þeirra og bæklingar urðu kært lesefni alþýðunnar, og jók baráttu hennar fyrir auknum rétti, ekki aöeins trúarlegum, heldur jafnframt til aukinna þjóðfélagslegra réttinda al- mennt. Bindindi og reglusemi var ein- kenni þeirra. Um leið og fólk gekk i söfnuð þeirra varð það að ganga i bindindi. Skipulag þeirra varð til festu fyrir félag- ana og skóp þeim öryggi með reglusemi og sjálfsafneitun. Þetta kom greinilega fram hjá fyrstu Mormónunum hér á landi. Guðsþjónustur Mormóna voru einfaldar og fóru fram með sálmasöng og predikun. Kvöldmáltiðarinnar var óspart neytt, vatniö og brauöið varð þeim sönn næring, jafnt andlega og likamlega. En auk þess hafa Mormónar miklar launhelganir og iaunsiöi, og hefur það oft verið notað gegn þeim, án þess, að slikir gagnrýnendur hafi haft hugmynd um það, hvað þeir voru að ræða um. 12 3. A fjórða og fimmta áratug 19. aldar risu miklar þjóðfélagshræringar eöa byltingar um gjörvalla Norðurálfu. Júnibyltingin i Frakklandi hafði geysileg áhrif og vakti margt úr læðingi. 1 kjölfar hennar komu margar þjóðfélagsumbætur, og aukið frelsi varð i brúki. Alþýða landanna efld- istaf kjarki, og krafðist réttar sins i aukn- um mæli. Trúfrelsi og prentfrelsi var langþráö. Fólkið fór að efast um mátt og réttsýni hinna visu kirkju- og landsfeðra. Arið 1848 reið ný byltingaralda yfir Norðurheim. Febrúarbyltingin átti enn dýpri rætur i félagslegum undirstöðum landanna. Þá varð það i fyrsta sinni, að öldur byltinga Norðurheims náðu strönd- um íslands i raunverulegum aðgerðum á sviði félags- og stjórnmála. En i hrifum mikilla breytinga, urðu lika atburðir i fá- mennu og einangruðu sjávarplássi hér á landi, er teygði rætur sinar lengra en til hugsjóna almennings i stórborgum næstu landa. Af þeim veröur sagt hér. Ekkert hérað eða pláss á öllu Islandi, var eins einangraö i þennan mund og Vestmannaeyjar. Samgöngur og sam- band við fasta landið var sáralitið, nema i upphafi vertiðar og um lokin. Fábreyttir og úreltir atvinnuhættir réðu þar öllu. Verzlun og póstgöngur voru ekki einu sinni viö fastalandið, heldur langtum fremur við Kaupmannahöfn. Ibúar eyj- anna voru i sifelldum ótta við það, að sjó- ræningjar kæmu af hafi og rændu fólki og fé og flutti það til fjarlægra stranda. Slikt hafði orðið i raun, og var hryllilegur at- burður. Vestmannaeyjar höfðu beint samband við kóngsins Kaupmannahöfn. Þaðan bárust fersk og hrein áhrif, óvenjuleg og fjarræn við fyrstu kynni. Það var boð- skapur um að fólkið ætti að endurskirast til nýrrar trúar, i niðurdýfingarskirn, sverjast i nýtt bræðralag og stofna i Eyj- unum riki guðs, þar sem undirokuðum var tryggður fullur réttur i guðsrikisleg- um framkvæmdum, nýju skipulagi. Þetta féll i furðu góðan jarðveg i Vestmanna- eyjum fyrst i staö, áður en valdsmenn geistlega og veraldlega valdsins skárust i leikinn. Mormónahreyfingin var sprottin úr þessum nýja og breytta hugarheimi Norð- urálfunnar. Alþýðufólkið, iðnaðarmenn og verkamenn urðu áhangendur hennar. Hún verkaði þvi á vissan hátt gegn þjóð- félagslegri félagshyggju i stjórnmálum. Mormónar stofnuðu sitt eigið riki i Bandarikjunum, er stóð opið öllum er fylktu sér i hreyfinguna. Þar var komið á fót guðsriki á jörðu eftir hugmyndum Mormóna, hugsjónamönnum þeirra Jó- sepsSmith og Brighams Young. Skipulag rikisins var frumlegt og hagrænt. Margir áhangendur Mormóna á Norðurlöndum þráðu ekkert meira, en komast þangað. Trúarflokkur Mormóna á Norður- löndum stóð saman af alþýðu fólki, fá- tæku og hjálparvana, traustu og dug- miklu. Það kaus sitt skipulag i athvarfi trúarinnar. En við trúskiptin óx þvi ásmegin, svo það lagði út i að breyta lif- erni sinu og lifsvenjum. Fólkið taldi sig fært i allan sjó eftir að það hafði öðlazt skilning og lifsfyllingu nýju trúarinnar. 1 allsleysi og örbirgð lagði það i ferðalag til fjarlægrar heims- álfu. Það gengur ólikindum næst, að sum- ir innflytjendurnir til Mormónarikisins i Utha, skyldi ná þangað. En eftir margs konar þrengingar og þrautir byggði það heimili á ný i fjarlægu landi, urðu þátttak- endur i þvi að móta fyrirmyndarriki langt inn i landi fjarlægðarinnar, þar sem ekk- ert gat orðið til nema við starf og um- hyggju hinna framandi landnema, er bor- ist höfðu langan veg yfir heimshafið og yf- ir fjöll og firnindi hins mikla og ókunna lands lengst i vestri. Frumherjar islenzku Mormónanna komust i föst og ákveðin tengsl við einn af aðalbrautryðjendum Mormóna á Eng- landi, og varð það þeim til mikillar ham- ingju siðar eins og betur verður sagt frá. Framhald. 1. Hvað heitir skærasta stjarna himinsins? 2. Hvaða einkennisstafi ber nýjasta Boeing-fíugvfelin, sem hafin er framleiðsla á? 3. t hvaða stjörnumerki finnið þið stjörnuna í fyrstu spurningu? 4. Hvaö heitir á Islenzku bómaættkvislin Geranium? 5.1 hvaða listasafni er málverk- ið af Monu Lisu geymt? 6.1 hvaða málmi er bauxit aðal- hráef nið? 7. Hver varð skattakóngur Reykjavíkur? 8. Hvað heitir forsætisráöherra fraels? 9. Hvað er það sem Idaglegu tali er kallað tréspiritus? 10. Fyrir hvað varð Jonas Salk þekktur? Lausnin er á bls. 39

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.