Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 14
BrúOarslör I vasa fang og þistla. Lyng getur lika orðiö fallegt i skreytingum, þar sem ein- göngu eru notaðar þurrkaðar jurtir. En ef við litum þá á garðblómin, sem hæfa vel til þurrkunar, má þar nefna fræpoka af mörgum jurtum t.d. gullbergsóleyju (clematis tangutica), bláþyrnikolli (echinops ritro) mána- sjoði (lunaria annua eða Judasar- peningum) skrautfrúnni eða jóm- frúnni ihaganum (nigella) og fleiri og fleiri. Þá er ekki dónalegt að ná sér i stöngul með fræpoka af risavalmúa. Þurrkuð blóm bæði villt og ræktuð Senn tekur að hausta, og blómin úti i garði fara að fölna og falla. Áður en þau hafa fölnað um of ættuð þið að lita út og athuga, hvort þig getið ekki tekið eitthvað inn af þessum fallegu blóm- um, þurrkað þau og notað i skreytingar i vetur. Á veturna, og þá sér i lagi þegar tekur að nálgast jól, fyllast blómaverzlanir oft af þurrkuðum blómum og stráum alls konar. Þau eru seld dýrum dómum bæði i búntum, og svo i skreyting- um. Nú gætuð þið kannski sparað ykkur að kaupa þurrkuðu blómin með þvi að þurrka blóm sjálf. Puntustrá og fífur hafa alltaf verið i uppáhaldi hér á landi, og margir hafa gert sér það til dundurs.að tina þessar jurtir á sumrin til þess að hafa I vasa inni hjá sér. Þó sér maður ekki viða puntustrá nú orðið. Þau geta verið býsna falleg og margvisleg, ef vel er að gáð. Fifan fer mjög vel i vasa, en trúlega er orðið heldur liðið á sumarið til þess að hægt sé aö fá fallega fifu. Þið verðið aö láta það biöa til næsta sumars. Það er hægt að tina margt annað en puntu- strá og fifu úti i náttúrunni. Til dæmis er hægt að finna þar vallhumal, regn- Hann er bæði grófur og stór og fer vel i stórum vasa. Stundum sjáum við strá og annað þvi um likt, sem úðað hefur veriðmeðsilfur-eöa gulllitu bronsi, og gæti ég trúað aö risavalmúinn myndi sóma sér vel I „gylltri hempu”. Þótt við höfum talið hér upp nokkur blóm og bent &, að þau séu hentug til þess að klippa og þurrka, þá er þetta enginn endanlegur listi. Þiö getið sem bezt farið út, og klippt sitt litið af hverri plöntu, þurrkað það og séð, hver árangurinn verður, og þegar þvi er lokið má fara út aftur, ef ekki er orðið of áliðið hausts að þessu sinni, og fá sér meira af þeim tegundum, sem auðsýnilega hæfa bezt til þurrkunar. Eilifðarblóm eru svo þau blóm, sem iengst hafa verið þurrkuö og mörgum þykja hvaö fallegust. Þau eru til I mörgum litum, og halda litnum, enda þótt þau séu þurrkuö. Sumir segja meira að segja að ilmurinn fylgi þeim langt fram eftir vetri. Brúðarslör er einnig mjög skemmtilegt þurrt, og fer það vel eitt sér eöa meö öörum jurtum I vasa. Nú kann vel aö vera, að I haust finnið þið fá blóm úti i garði, sem hæfa til þurrkunar. Þá skuliö þið spyrja um nðfn þurrkuöu blómanna, sem þið eig- ið eftir aö sjá birtast i verzlununum i 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.