Heimilistíminn - 17.08.1978, Síða 18

Heimilistíminn - 17.08.1978, Síða 18
RÆKJU- OG RAUÐSPRETTUPÆ 1 pæið eru notuð rauð- sprettuflök og rækjur auk þess sem talað er um sveppakrem. Það hef ég nú ekki rekist á hér i búðum, en þess i stað mætti gjaman nota sveppasúpu úr dós, eða jafnvel Maggi-Farm sveppasúpu úr pakka. Sú súpa er mjög sterk og bragðgóð og töluvert af sveppum i henni. Rétt er að búa ekki til jafning nema úr hluta af pakkanum fyrst til þess að hann verði ekki allt of bragðmikill. Það má alltaf bæta út i, en verra er að taka af þvi, sem búið hefur verið til. Ef þið notið pakka- súpuna, skuluð þið laga hana með aðeins litlu af mjólk eða þá rjóma, ef þið viljið hafa mikið við, og hún á sem sagt að vera mun þykkari heldur en venjuleg súpa, — þ.e. vera einna likust þykkri sósu. Og hér er svo uppskriftin: Pædeigiö: 4 dl hveiti, 200 gr. smjör eöa - smjörliki, 4-6 msk vatn. Fylling: 500 gr. ný rauösprettuflök. Ef ekki er til rauöspretta notiö þiö einhvern annan fisk i staöinn, salt, 95 grömm af áöurnefndu sveppakremi, eöa þess i staö sveppasúpu úr dós eöa úr pakka. Sósa: 1 1/2 msk. smjör, 1 1/2 msk. hveiti, ofurlitiö fisksoö, 200 grömm af sveppum i dós, 2 eggjarauöur, 1/2 dl rjómi, 200 grömm af rækjum. Pensliö yfir pæiö meö eggi- Myljiö saman hveiti og smjörliki og bætiö vatni út I og hnoöiö svo og fletjiö út pædeigiö i hæfilega þykka skel sem sett er innan i eldfast form. Saltiö rauðsprettuflökin litillega, helliö sveppasósunni, sem viö ræddum um i upphafi, yfir flökin og vefjiö þau upp. Raöiö svo flökunum þétt saman i lágan pott. Hellið yfir flökin vatni, og blandiö súpudufti eða teningi út i þaö. Látiö fisk- inn sjóöa i ca 5 minútur. Setjið saman á pönnu smjöriö og hveit- ið, ofurlitið fisksoö og svo er rjómanum og eggjarauðunum bætt út i og aö lokum rækjunum og sveppunum. Fiskrúllurnar eru lagöar á pæbotninn og sósunni hellt yfir. Leggiö pælokið yfir alltsaman. Stingiögat á þaö. Pensliö meö egginu. Bakið pæiö i 225stiga heitum ofni i 35 minútur. Rétt er aö draga úr hitanum eftir 15 til 20 minútur og hafa hann eftir það ekki meira en 200 st. Best er að bera fram pæið beint úr ofninum meö grænmetissalati. ■»' l 111

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.