Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 11
lslenzkir iðnaöarmenn i Kaupmanna- höfn kynntust alls konar félagsskap beint og óbeint, meö upplýsingum og þátttöku. Þeir uröu þátttakendur i gildunum, trúfé- lögum og söfnuöum. Þaö bar oft mikið á alls konar áröðursmönnum f gildunum og á vinnustööum, sérstaklega eftir aö bandariskum trúfélögum óx fiskur um hrygg, og þau höföu efni á þvf, aö hafa erindreka i Englandi og á Norðurlöndum. Þetta varö brátt einnig i islenzku þjóölifi, og átti eftir aö hafa nokkur áhrif. 2. Danska rikiö lenti meö Frökkum I Napóleonsstyrjöldunum og haföi þaö i för meö sér efnahagsöngþveiti i Danaveldi. Englendingar hertóku Kaupmannahöfn, án þess aö Danir geröu nokkrar verulegar tilraunir til varna. Eftir þann atburö varö allt efnahagslif Danaveldis i molum og endaði meö gengisfellingu i upphafi ann- ars tugs 19. aldarinnar. Danir áttu i mikl- um erfiðleikum meö utanlandsviöskipti sin og voru mjög háöir Englendingum og þýzku borgrikjunum. Næstu áratugina varð þó talsverö gróska i dönsku efnahagslifi, og var lagður grunnur aö þvi, er siöar óx á sterkum meiöi. En aftur á móti varö á þessum tima, þaö er eftir aö friöur var saminn aö af- stöönum Napóleonsstyrjöldunum i Vinar- borg áriö 1815, mikil gróska i mennta- og menningarlifi Danaveldis. Rómantiska stefnan i bókmenntum náöi þar föstum og traustum áhrifum, og eitt merkasta skáld stefnunnar var einmitt Daninn Oehlen- schlager, sem haföi mikil áhrif á Islenzka námsmenn og islenzka menningu. En jafnhliöa þessu varö Danmörk mjög opiö land fyrir erlendum menningar- straumum, sökum frjálslyndis er leiddi af tengslunum viö frönsku stjórnarbylting- armennina. Þegar bandarisk trúfélög hófu að senda erindreka til Noröurlanda, frá Englandi, náöu þeir fljótlega tals- verðri fótfestu i dönskum borgum og bæj- um. Margir af áhrifamönnum i stjórnmál- um Danmerkur um þetta leyti boðuðu trúfrelsi, og varö þeim mjög ágengt meö stuöningi og boðskap byltinganna miklu áriö 1830 og 1848. Meö setningu grundvall- arlaganna dönsku áriö 1848, varö trúfrelsi i Danmörku, er átti lika aö rikja á tslandi, þó þaö yröi ekki i raun, eins og betur kemur fram siðar I þessu máli. Meö trú- arbragðafrelsinu i Danmörku fengu sér- trúarflokkarnir tækifæri til starfa og út- breiðslu. Þeir létu heldur ekki á sér standa, hófu mikinn áróöur. Þaö jók lika á gildi áróöurs sértrúarflokkanna, aö prentfrelsi komst á i Danmörku, og not- uöu sértrúarflokkarnir mjög prentaö mál til útbreiöslu trú sinni. Áriö 1830 var nýr trúflokkur stofnaöur i Nýju Jórvik I Vesturheimi. Söfnuöur þessi byggöi á nýrri trúarbók, er kennd er viö spámanninn Mormón, og er á stundum kölluö Mormónabók. Oftast var trúflokk- ur þessi kenndur viö sföustu daga heilögu eöa brúði lambsins. En hér á landi hlaut hann nafniö Mormónar, og veröur þvi haldiö hér. Mormónatrúin fékk allgóöan byr á Eng- landi og náöi fljótt furöu mikilli útbreiöslu og árangri. Þetta átti sínar þjóöfélagslegu rætur og stóöu fast I vandamálum samtið- arinnar. Trúarbrögö og trúarskoöanir Mormóna voru öörum mótmælénda trú- arbrögöum þjóöfélagslegri. Þau höföu á- kveöiö takmark, er var fólgiö I þvi, aö koma upp guðsriki á jöröu, þar sem trúin var aöalafl i þjóöfélagsstjórnuninni. Þessi hugsjón átti fyrirmyndir frá miðöldum, og er alþekktfrá timum fyrstu kristni Þaö leiö ekki á löngu, aö Mormónar stofnuöu sitt eigiö riki i Vesturheimi, og sýndu þeir þar ótrúlegan dugnaö og stjórnkænsku. Þeir breyttu eyðimörk á skömmum tima i gósenland og byggöu upp fyrirmyndar- riki, þar sem reglusemi, iöjusemi og hug- vit sat hvarvetna I fyrirrúmi. Margt var nýstárlegt i kenningum Mor- móna. Þeir kenndu til dæmis tvenningu i staö þrenningar. Þeir endurskiröu meö niöurdýfingarskirn og var það algjört sáluhjálparatriði, ásamt margs konar handayfirleggingum og serimónium. Þeir skiröu dauöa til trúar sinnar, og var þaö oft mikiö atriöi og hafði mikla þýöingu. Þeir báru mikla virðingu fyrir forfeörun- um, og var ættfræöi og mannfræöi brátt höfö i hávegum hjá þeim. Þeir leyföu fjöl- kvæni. Konan var ekki viss meö sálu- hjálp, nema hún væri vigö einhverjum n

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.