Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 21

Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 21
— Við Marvin urðum eiginlega ekkert hrifin hvort af öðru, fyrr en við vorum hálfbúin að vinna fyrstu plötuna, sem við ætluðum að setja á markaðinn i samein- ingu, segir Cole. — Eitt kvöldið sagði hann svo við mig: — nú þegar vinnan er búin, vil ég að þú vitir, að ég er hrifinn af þér. Þaö, sem þessi nýi plötuframleiðandi hennar og kærasti sagði henni ekki, var, að hann væri þar að auki baptista-prestur. Cole, sem tilheyrt hafði biskupakirkjunni, hefur nú snúizt til baptistatrúar fyrir áhrif frá Yancy. En brátt hættu þau að vera saman. — Við bárum einhverjar tilfinningar i brjösti hvort til annars, en við gátum ekki útskýrt þær, heldur Cole áfram. — Samt tókst okkur ekki að ná saman. Eftir að þau höfðu verið að taka saman og skilja til skiptis i nokkra mánuöi, fór svo að Natalie fór að vera með einum úr hljóm- sveitinni, og þau opinberuöu. Marvin ráð- gerði einnig að kvænast annarri. Þá kom Natalie aftur til skjalanna. Hún sleit trúlofun sinni, án þess að Yancy vissi, og flaug til Chicago, þar sem hún i fyrstu samþykkti, að þau skyldu halda áfram að vera saman, þrátt fyrir það að hann kvæntist. Bráðlega snerist henni hugur, og hún sagöi Yancy frá þvi. Þaö nægöi til þess, að hann hætti við að ganga I hjóna- bandiö. Yancy segir um þetta kalda strfð, sem stóö á milli þeirra, áður en þau giftu sig, að Natalie hafi komið fram i sjónvarpi og sungiö lögin hans, og hann hafi verið svo ástfanginn af henni, að hann hafi alls ekki getað horft á hana. Þaö, sem gerði málið enn flóknara fyrir þau var, að fyrrverandi unnusta Yancys var ófrisk. Marvin segir: — Ég neitaði þvi aldrei, að ég ætti barniö, en guði sé lof, að Natalie stóð með mér. — Ég varð oft að bíta á vör mér, segir hún, en ég sagöi hon- um, að ég mundi alltaf standa meö hon- um, hvernig sem allt veltist. Barnið var dæmt Yancy, og hann hefur gengizt inn á aö greiöa meölag meö syni sinum, sem nú er á öðru ári. I júli 1976 giftust þau. Vigslan fór fram i bil þegar Marvin var á leiö til jaröarfar- ar, og Natalie var að flýta sér út á flugvöll til þess að ná i flugvél til Los Angeles. Já giftingin fór fram i bil, og presturinn, vin- ur þeirra, framkvæmdi hana á meöan eiginkona hans ók bilnum. Tónlistarlegt samband þeirra blómstr- aði um þessar mundir. Fyrsta plata Cole, This Will Be, sem á voru lög eftir Yancy og félaga hans Chuck Jackson, hafði tekizt mjög vel, og endaöi meö aö færa þeim gullplötu. Næstu fjögur albúm henn- ar þóttu lika takast einstaklega vel. Natalie, sem er ein af fimm börnum Nat King Cole, ólst upp I Hanocock Park I Los Angeles. Meðal vina fjölskyldunnar voru Count Basie, Ella Fitzgerald og Harry Belafonte. Hún stundaöi siöar nám viö Massachusetts háskóla og lauk prófi I sálarfræöi. Yancy, annar I röö átta barna baptista- prests og sálmasöngkonu, átti erfiðara uppdráttar, enda var hann frá Chicago. — Ég gerði það, sem nauðsyn krafði, til þess aö komast af, segir hann, — en ég ber þess þó ekki merki. Ég átti auövelt með aö fela mig, ef á þurfti að halda. Hann gekk I skóla, sem nefnist Moody Bible and Chicago Baptist Institutes, og aö námi loknu hvarf hann aftur inn i svertingjahverfi Chicago-borgar og fór að predika árið 1969. Hann hélt þó áfram að hugsa um tónlistina. — Þaö er I rauninni enginn munur á pop-tónlist og sálmasöng, segir hann. I október fyrir ári eignuöust þau Natalie son, Robert Adam. Natalie hefur soninn með sér, ef hún þarf að fara eitthvaö. — Hann er bara hluti af farangrinum. Aö- eins ein taska I viðbót! Þegar hún er ekki á söngferðalögum, eru þau ýmist I Los Angeles, Chicago eða á Manhattan. Marvin fer til Chicago á hverjum sunnu- degi til þess að messa og er um þessar mundir að leita að stærri byggingu, þar sem ört vaxandi söfnuður hans getur komizt fyrir. Hann segir þó, aö hann ætli sér ekki að færa söfnuðinn út úr svertingjahverfinu. — Þú verður aö predika, þar sem þú varst alinn upp. Framhald á bls. 25 ► Cole og Yancy ganga eftir La Salle Street I Chicago, þar sem hann hefur fvrirtæki sitt. Þetta er hans borg, Los Angeies er hennar borg. Robert Adam (Robert eftir föður Marvins og Adam eftir Nat Cole) hefur komið þvi til leiðar að móðir hans er nú aðeins sex vikur á ferðalagi og tekur sér svo þriggja vikna frl á milli. 21

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.