Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 32
15
Sagan um Tóta
og systkin hans
klóraði sér á kviðnum. Litlu húnarnir léku sér
allt i kringum hana. Þeir stóðu upp á afturfæt-
urna og flugust á, alveg eins og strákar(gera.
Svo duttu þeir og kútveltust hvor um annan
þveran.
Þegar birnan hafði hvilt sig um stund, velti
hún sér á bakið og rumdi. Hættu þá litlu hún-
arnir samstundis að leika sér, hlupu til
mömmu sinnar og tóku að sjúga hana af mikl-
um ákafa. Stóri húnninn var hins vegar hinn
rólegasti skammtfrá, oghámaði i sig það, sem
eftir var af fiskinum sinum.
Gamli maðurinn borsti.
,,Þessi sýn fáið þið ekki tækifæri til að sjá oft
um ykkar daga,” sagði hann lágt.
,,Já, þvi gæti ég trúað,” hvislaði Tóti. „Ég
vissi ekki að stórir húnar fylgdu mæðrum sin-
um svona lengi”.
„Jú, sú er nú einmitt raunin ” sagði gamli
maðurinn. „Afkvæmi villidýranna þurfa lika á
umönnun að halda, eins og aðrir brjóstmylk-
ingar, og þeir þurfa að fá sina tilsögn, til þess
að geta bjargað sér sem bezt.”
Eftir stundarkorn höfðu húnarnir drukkið
nægju sina. Þeir bröltu burt frá mömmu sinni,
og annar þeirra lagðist útaf i lyngið og vildi fá
sér blund.
En nú var birnan orðið óróleg. Hún starði
upp eftir, þar sem þeir sátu, gamli maðurinn
og drengirnir, þefaði út i loftið og vaggaði höfð-
inu.
„Vindáttin hefur breyzt litið eitt,” hvislai
Gamli-Jón.
32
„Hefur hún séð okkur?” hvislaði Litli-Jón.
„Ég veit það ekki með vissu, — en verið al-
veg rólegir,” svaraði afi hans lágt. Hann sat
sjálfur alveg hreyfingarlaus, og drengirnir
þrýstu sér niður i móann. Tóti gat ekki varizt
hræðslu. Hvað áttu eir að gera, ef birnan kæmi
allt i einu kjagandi i áttina til þeirra? Mundi
Gamli-Jón geta hrætt hana burt?
En hafði birnan fundið þefinn af einhverju
grunsamlegu, valdi hún a.m.k. þann kostinn að
halda burt, fremur en að berjast við einhvern
óþekktan óvin. Hún rumdi litið eitt og sneri sér
við. Þvi næst gekk hún til húnsins, sem sofnað-
ur var, beit i hnakkadrembið á honum og bar
hann þannig yfir ána.
Innan skamms lagði stærsti húnninn af stað
á eftir henni, og sá siðasti varð einn eftir.
I fyrstu reyndi hann að elta þau hin. Hann óð
spölkorn út i ána, þar serii hún var grynnst, og
brölti siðan upp á næsta stein. En þegar hann
ætlaði að halda áfram, treysti hann sér ekki til
þess. Hann þorði ekki að stökkva yfir á næsta
stein og ekki heldur að vaða, þvi að áin dýpkaði
eftir þvi sem utar dró og varð straumþyngri.
Hann gerði þvi það eina, sem ungur húnn get-
ur gert, þegar þannig er ástatt: Hann rak trýn-
ið sitt litla upp i loftið og kallaði á mömmu sina
með þvi að góla hátt og aumkvunarlega.
Birnan, sem nú var komin yfir ána, sleppti
húninum, sem hún bar i kjaftinum.
„Ntí kemur hún áreiðanlega og sækir hinn,”
hvislaði Litli-Jón. En það gerði hún reyndar
ekki. Hún beið, þangað til stóri húnninn var
kominn yfir. Þá sneri hún sér að honum, rumdi
hátt, fitjaði upp á trýnið og sló þéttingsfast til
hans með öðrum hramminum. Þetta varð til
þess, að stóri húnninn hrökk við og ýlfraði, en
sneri siðan við og brölti aftur út i ána. Þvi næst
óð hann alla leið að anganum litla, sem sat á
steininum, beit i hnakkadrembið á honum eins
og hann hafði séð mótur sina gera, og innan
skamms hafði hann lagt hann i lyngið við hlið-
ina á birnunni.
Tóti og Litli-Jón göptu af undrun, og það
sama mátti segja um gamla manninn.
„Éghef aldrei nokkurn tima séð þetta fyrr”
tautaði hann i skeggið.
„Heldurðu, að birnan hafði sagt þeim stóra,
að hann ætti lika að bera hinn yfir?” spurði
Tóti.