Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 6
1 wr \
ý. t I / J
Erb-fjölskyldan býr sig undir aö boröa
nýbakaö brauö. Frá vinstri Ruth, James,
Christina, sem heldur hér á hvolpi, sem
hún er nýbúin aö fá og heitir Muffy, og aö
lokum Zak. A myndina vantar Paul
David.
ar fjölskyldan ekki kjöt nema tvisvar i
viku núoröiö, ogfrú Erbreynir að komast
hjá þviaöborga meira en einn dollar (um
260 krónur) fyrir pundiö, hvaöa kjöt, sem
hún kaupir.
— Já, þú getur svo sannarlega fundið
kjöt fyrir minna en doUar pundiö. Meira
aðsegjahamborgara.Það getur vel verið,
að þaö sé végna þess að það hafi veriö
lækkað, en það er til. Ein verzlun hér á
það til að laekka hvaða kjöttegund sem er
— svinakjöt, kálfakjöt, nautakjöt, og selja
það fyrir hálfvirði. Þá birgi ég mig upp.
Með þvi aö birgja sig upp, segist hún
eiga við, að hún kaupikjöt fyrir þetta 5 til
6 dollara (1300 til 1600 krónur) i einu, og
þá setur hún birgöirnar I frystihólfiö I is-
skápnum sinum, en hún á bara venjuleg-
an Isskáp meö litlu frystihólfi, enga
frystikistu. Kjúklingalifur, nautanyru og
kjúklingar eru liöir á matseðli Erb-fjöl-
skyldunnar.
— A þessum árstíma (greinin var skrif-
uö i júli) kaupi ég meira af niðursoönu
grænmeti heldur en nýju, og ef ég finn
ekki þriggja daga gamalt brauö i búöinni
fer ég heldur heim og baka brauö sjálf,
segir hún.
Hún leitar að majónesi, ekta eöa gervi,
þar til hún finnur eins litra dollur á 89
cent og alls ekki meira. Þegar hún finnur
egg á 55 cent (um 130 krónur) tylftina
kaupir hún nokkrartylftir og leggur eggin
i pækil.
Ekki notar Ruth neinar sérstakar upp-
skriftir, heldur fer eftir þvi, hvað hún á til
hverju sinni, og hvaöa afganga hún þarf
að nýta.
Fjölskyldan borðar alltaf morgunverð,
og frá mánudegi til föstudags er haft ó-
soðið haframjöl meö mjólk ( — Zak borð-
ar ekki soðið haframjöl, segir Ruth). Á
laugardögum eru annaö hvort þykkar
pönnukökur, vöfflur eöa Egg Papa.
— Egg Papa, segir Jamés Erb, sem er
52 ára, eru nokkurs konar hrærð steikt
egg, og út i er ef til vill bætt ofurlitlu af
vermouth, thyme eöa oregano. James
Erb er tónlistarkennari við University of
Richmond.
Á sunnudögum er borðað kornfleks eöa
eitthvaöálika. Börnin veljasér oftast það,
sem kallað er Fruit Loops eöa Apple
Jakcs.
1 hádegismat eru oftast samlokur með
osti og einhverri niðursneiddri pylsu á
Þetta er úrklippa frá árinu 1963, þegar^
Ruth Erb skrifaöi lesendadálki Bostonr
Globe og ráðlagöi fólki aö spara meö þvi
aö kasta aldrei neinu ætilegu. Þessi skrif
hennar vöktu þá geysilega athygli og um-
tal, og enn er Ruth I fréttunum hjá Boston
Globe, vegna þess hve hagsýn húsmóöir
hún er.
milli, og svo ávöxtur á eftir. Fyrir kemur
aðhún blandar saman haframjöli, kókos-
mjöli, rúsinum og einhverju þvi um liku,
og er þetta haft til aö narta i til tilbreyt-
ingar.
Frú Erb segir, að þar sem fjölskyldan
sé mjög önnum kafinsé ekki mikill timi til
þess að taka á móti gestum. Allir I fjöl-
skyldunni spila annað hvort á violu, fiðlu,
cello eða eru I kór, og þurfa þvi að æfa
mikiö. En ef svo vill til, að gestir koma til
kvöldverðar leitar hún gjarnan að ein-
hverjum skemmtilegum igjpskriftum i
timaritum eins og Gourmet Living.
— Ég bý eitthvað gott til, en hled mig
samt innan ákveöinna marka. Ég er ekki
með kavfar eða þvi um likt. Kannski hef
ég kjöt i potti og heimabakað brauð. Það
fer allt eftir þvi hvert tilefniö er, segir
hún.
Christina segir, að þegar hún bjóði vin-
um sinum til kvöldverðar, segi hún bara
aö þeir skuli ekki búast viö þvi að þeir fái
sams konar mat og þeir eru vanir heima
hjá sér.
Frú Erb kaupir gosdrykki, ef hún held-
ur veizlur, — og viö skulum vona, að eitt-
hvað sé eftir af þeim. Við höfum ekki átt
kók i tvo mánuöi.
Hún segir, að sparsemi hennar hafi
komiö til sögunnar fyrir 45 árum, þegar
hún sjálf fæddist i Evrópu. Hún er frá
Mainz I Þýzkalandi, dóttir austurriskra
foreldra, og hún heldur áfram: —
Evrópubúar henda engu.
Faðir hennar var tónlistarmaöur,
Victor Urbancic, kaþólskur og af júgó-
slavneskum uppruna, og móöir hennar
Melitta, þýzkur Gyöingur. Þau flúöu með
fjölskyldu sina til Islands árið 1938.
Ruth hitti Jim Erb, þegar þau stunduðu
bæði tónlistamám i Vinarborg. Þau giftu
sig á tslandi og fluttust svo til Bandarikj-
anna árið 1952. Þauhafa búiö I Richmond
frá 1954, að undanskildum þeim þremur
ámm, sem þau bjuggu i Winchester, á
meðan Jim var viö Harvard.
Ruth segir, að sparsemi þeirra standi
u me for helP
1 aSuTeet but I
j íee(j
* “
úfdren’ ! tl3.50 a
6