Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 17.08.1978, Blaðsíða 22
FRAMHALDSSAGAN 14 Hún lokaði dyrunum á eftir sér og hallaði sér augnablik upp að hurðinni, og reyndi að berjast gegn lönguninni til þess að s já hann fljótt aftur. Þetta var upphafið að einhverju gjöróliku öllu öðru sem hún hafði lifað til þessa. Þegar hann kyssti hana hafði hún fundið til samblands af ótta, spenningi og skelfingu. John Davidson hugsaði um fátt annað en sjálfan sig, og hann var fullur metnaðareirni. Hann hafði látið i það skina, að hann þarfnaðist hennar. En á hvern hátt þarfnaðist hann henn- ar? Til hvers að losa hann úr viðjum hins reglubundna lifs sins, eða hvað? Um leið og hún kveikti ljósið tók hún eftir blómakassa, sem var rétt fyrir innan dyrnar. Þar var miði, með rithönd Hughs: Mér þykir fyrir þvi, að ég skyldi ekki ná i þig vina min. Ég hafði ekki nema klukkutima til þess að koma mér af stað i flugvélina, en kom hér við á leiðinni út á flugvöll. Gleðileg jól. Ég elska þig alltaf. Vertu hamingjusöm. Læknir Hugh. Það komu tár i augu hennar, þegar hún las þetta. Elsku Hugh. Hún vissi hvað i kassanum var áður en hún opnaði hann. Hugh sendi henni alltaf rauðar rósir á jólunum. fyrir / Barböru Hann bauð henni góða nótt þegar þau voru komin að dyrunum heima hjá henni og hann hélt i hönd hennar eitt augnablik, en gekk siðan i burtu eftir snæviþöktu strætinu. Hún heyrði urgið i bilnum hans, þegar hann setti hann i gang aftur. Niundi kafli Vikan milli jóla og nýárs var leiðinleg. Það rigndi mikið og snjórinn skolaðist allur i burtu. Nú hafði brotist út inflúensufaraldur, og það var allt yfirfullt á sjúkrahúsinu. Það var kominn nýr læknir i stað Hughs Harding. Þetta var ungur, hressilegur maður, Joe Lane, sem þegar i stað reyndi að gera hos- ur sinar grænar fyrir Barböru en hún lét hann samstundis vita hvernig hann ætti að koma fram við hana. Hún hafði ekki tima til þess að sinna ungum, frökkum mönnum á borð við Joe Lane. Hann myndi liklega falla fyrir Jennie, þegar hún kæmi aftur til baka úr friinu. Jennie vissi hvernig hún átti að koma fram við þá sem voru nýkomnir eins og hann. Vel gat verið að hann væri eins vel að sér i læknisfræðinni og Hugh en hann hafði ekki til að bera hina þægilegu fram- 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.