Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 5
unum. Þrátt fyrir allar tilraunir hennar, var Fuller dáinn um sólarupprás. Nú stóö hún ein uppi, þessi 29 ára gamla listakona, og haföi ekki mikla von um björgun, enda lá viö sjálft, aö hún gæfist upp. — Hugsunin um dauöann var ekki óþægileg, það lá við að hún væri slævandi, segir hún nú. En hún sá fyrir sér móður sina og vin sinn, Jim Fizdale, þar sem þau voru að syrgja hana, og þessi hugsun varð til þess að sannfæra hana um að það væri „tillitslaust” af sér að deyja. Nú klifraði Lauren upp á tindinn. Að baki hennar var þéttur frumskógurinn. Framundan á um það bil 20 kilómetra svæði var ekkert nema klettar og is, en siðan Owens. dalurinn, og þar gaf aö lita fáeina smábæi á stangli. Hún lét sig nú siga fram af klettasnösinni. 26. apríl i fyrra tveimur árum eftir slys- iö, kom út bók, sem nefnist And I Alone Survived (Ég ein komst af), og segir þar frá björgun Lauren. Frásagan af þvi, hvernig hún þumlungaði sig áfram niður fjallshliðina, meö þvi aö höggva smáholur i isvegginn meö stlgvélahælnum, er ógn- vekjandi. Hún átti erfitt með að halda sér uppi, enda var handleggurinn brotinn og mikiö blæddi úr fætinum. 1 36 klukku- stundir hvorki svaf hún né mataðist, og hún var aö lokum farin að sjá ofsjónir. Ekki auðveldaöi þaö henni heldur að komast áfram, aö hún er mjög nærsýn, og gleraugun höfðu brotnaö í slysinu. Hún imyndaði sér, að hún sæi bændur meö sjöl um axlir, (nýveriö hafði hún farið I ferða- lag til Mexíkó), og einnig sá hún konu, sem var að tina ávexti og aöra, sem kom út úr húsi til þess aö hengja upp þvottinn sinn. Myndir þessar breyttust i steina, þegar hún kom nær. Hún var meira aö Ein af myndum Lauren I flokknum, Sýnir frá fjaliinu, sést hér bak við iistakonuna. segja handviss um, að hún hefði heyrt barnaraddir. Um sólsetur var Elder komin niður i dalinn og hóf nú göngu sina I átt til mannabústaöa. Um klukkan 11 um kvöld- iö skjögraði hún berfætt inn i bæinn Independence, en ibúar bæjarins eru 950 talsins. Hún var rekin út úr tveimur mótelum, vegna þess að hún var blóöug og aö þvi er virtist viti sinu f jær, og það var ekki fyrr en lögreglumaður rakst á hana, aö henni var borgiö. Hann flýtti sér með hana á sjúkrahús I um 20 km fjarlægð, og þar féll hún algjörlega sam- an. I tiu sólarhringa sá hún fyrir sér Full- er og Noller standa við fótagaflinn á rúm- inu. En svo fór hún smátt og smátt að hressast. Nú er Elder með gervitennur, stáiplötu I handleggnum og stórt ör á fætinum, auk þess sem eina tána kól i frostinu á fjallinu. Hún er viss um, aö aginn, sem listamaö- urinn verður aö beita sig, og hæfileikinn til þess að sjá fyrir sér fullunniö verk, hafði oröið til þess aö henni tókst aö ein- beita sér að þvi að bjarga lifinu. Lauren er um 175 cm á hæð og um 60 kg á þyngd. Hún var i góöri likamlegri þjálfun, enda hafði hún unniö til brúna beltisins I karate, og hefur þetta oyöið tii þess að gera björgun hennar auöveldari.hún gerði sér heldur engan veginn ljóst, hve von- laust þaö virtist að komast til byggða á meðan á þvi ferðalagi hennar stóð. Þaö sá hún eiginlega ekki fyrr en hún kom aftur á slysstaöinn þremur mánuöum siðar. — Þegar hún var á leiöinni niöur fjaliið fannst henni þetta siður en svo óeðlilegt, og hún hugsaöi um það eitt að geta komizt i sima og hringt I Jimmie vin sinn og sagt — þú trúir aldrei þvl, sem ég lenti i I dag. En það eru fleiri en hann sem finnst sag an ótrúleg og hafa áhuga á að heyra hana. Bókin, sem hún skrifaði I samvinnu viö Framhald á næstu siðu — Drottinn minn dýri, var þetta svona bratt? hugsaði Lauren meö sér, þegar hún kom á slysstaðinn þremur mánuðum eftir slysið. Fiugvélarflakið fannst nokkru eftir að hún hafði yfirgefiö siysstaðinn. k Hér takast þau Lauren og Jim Fizdale á á ströndinni I nánd við Golden Gate brúna. Lauren hefur nú náð sér fuilkomiega. Hún er hér i einum ieikbúninganna, sem hún hefur teiknað fyrir Bay Area leikhúsið. 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.