Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 23
klukkuna niðri i ganginum slá. Ellefu. Tólf. Eitt. Ég reyndi stöðugt að vera ekki að velta þvi fyrir mér, hver það hefði verið, sem kom i veg fyrir að frænka kæmist til min. Slag, hafði Paul sagt. Min vegna og barnsins vegna varð ég að trúa þvi sem hann sagði. Ég vildi svo gjarnan trúa þvi, að svona hefði verið. Allt i einu stirðnaði ég i rúminu. 1 herberginu fyrir neðan mig, þar sem frænka hafði búið, datt eitthvað og ég heyrði dauft hljóðið um leið. Ég lyfti höfðinu og hlustaði. í nokkrar minútur var allt hijótt. Það eina, sem ég heyrði var blóðið, sem þaut um æðar minar og suðaði fyrir eyrunum. Svo heyrði ég dauft urg. Efsta skúffan i mahonykommóðunni þarna niðri hafði verið dregin út. Einhver var þarna niðri, einhver, sem var að leita i herberginu, þar sem frænka hafði búið og þar á undan Julia Fonsell. Ég steig fram úr rúminu með varkárni og gekk yfir að gluggan- um. Yfir malarstíginn lá ljósgeisli. Greinilegt var, að rifa var á gluggatjöldunum fyrir franska glugganum niðri. Ég stóð grafkyrr, og gerði mér ekki grein fyrir næturkuldanum, sem þrengdi sér i gegnum þunnan náttkjólinn, og ég reyndi að sjá eitthvað. Nú heyrði ég nýtt hljóð en það var ekki eins sterkt og fyrr. Lokið á kinversku kistunni? Og svo kom skerandi hljóð, eins og einhver væri að róta i öskunni i arninum i leit að hálfbrenndum pappir. Fyrstu tónar lagstúfs og svo varð skyndilega algjör þögn. Ég sá fyrir mér, hvernig þessi óþekkti gestur stóð með höndina á spiladósinni, og hlustaði eins spenntur og ég gerði sjálf hér uppi. Ljósröndin breytti um form. Greinilegt var, að glugginn var opinn, og gardinurnar bærðust i vindinum. Svo hvarf geislinn og allt var hulið myrkri á nýjan leik. Hjartað barðist i brjósti mér, og ég flýtti mér upp i rúmið aftur og lagð- ist út af. Ég sneri bakinu að dyrunum og blund- aði. Ef einhver kæmi og læddist að dyrum min- um og opnaði, yrði ég að láta sem ég svæfi. Ég heyrði ekkert nema minn eigin. hjart- slátt. Eftir dálitla stund varð mér ljóst, að eng- inn var niðri i herbergi frænku lengur. Var það maður eða kona, sem hafði læðzt inn i húsið óséð og inn i herbergi frænku minnar? Mér datt fyrst i hug frú Burlow, sem alltaf gekk svo hljóðlega um, og ég sá hana fyrir mér i brúna baðsloppnum á leiðinni aftur til her- bergis sins. Eða hin háa, granna Ruth? Eða.... Næsta dag átti ég að fá að fara á fætur, að þvi er Paul hafði sagt. Ég klæddi mig klukkan eitt og fór út úr herberginu hljóð og varkár og gekk niður á neðri hæðina. Mér tókst að komast inn i herbergi frænku minnar, án þess að nokkur tæki eftir mér. Þegar ég hafði lokað dyrunum á eftir mér, sá ég, að þykkar gardinurnar voru dregnar fyrir og hreyfðust i vindinum. Glugg- inn hlaut þvi að vera opinn enn. í fyrsta skipti datt mér i hug, að sá, sem hafði verið hér kvöldið áður, hlaut að vera einhver, sem ekki bjó i húsinu. Hver sem var hefði getað komizt inn um gluggann og siðan horfið hljóðlaust eftir grasflötinni, sem malarstigurinn lá um. Ég reyndi að draga gardinurnar frá, án þess að i heyrðist og svo lokaði ég glugganum. Þeg- ar ég sneri mér við og leit i kringum mig var herbergið baðað dagsbirtunni. Það lá við, að ég færi að gráta. Þetta var i fyrsta skipti, siðan Elizabeth frænka dó, sem ég hafði komið inn i herbergiðhennar. Allt hér minnti mig svo mik- ið á hana, og mér leið illa. Ég reyndi að herða mig upp og bita á jaxlinn. Ekkert virtist hafa verið hreyft i herberginu. Jú, eitt. Skemillinn, sem átti að standa fyrir framanhægindastólinn fyrir framan arininn, stóð nú við klæðaskáp- inn. Já, auðvitað, hugsaði ég. Askjan með kert- unum. Frænka hafði þurft að standa uppi á skemlinum til þess að ná upp á hilluna i skápn- um, þar sem Ruth hafði lagt kertin. Ég opnaði þungar dyrnar á klæðaskápnum. Kjólar frænku minnar voru öðrum megin i skápnum. Hins vegar var litil hornhilla lengst inni i skápnum. Ég sá, að ég varð lika að stiga upp á skemil- inn, og kom honum fyrir á grófum gólfborðun- um inni i skápnum og steig svo upp á hann. Sið- an þreifaði ég eftir hillunni þar til ég rakst á öskjuna. Ég stóð kyrr á skemlinum, á meðan ég var að athuga öskjuna. Já, þarna lágu fall- egu kertin, sem ég mundi svo vel eftir frá öll- um afmælisdögunum, sem ég hafði átt með frænku... Égreyndiaf miklum ákafa að koma i veg fyrir að tárin brytust fram. Ég lokaði öskj- unni og lagði hana aftur þar, sem frænka hlaut að hafa lagt hana, og steig niður hægra megin við skemilinn. Með skerandi hljóði færðist til góíborðið, sem ég hafði stigið á, og lyftist upp við vegginn i klæðaskápnum. Ég færði mig til hliðar. Svo gerði ég nákvæmlega það, sem frænka hlaut að hafa gert. Ég ýtti skemlinum út úr skápnum, lagðist á hnén og þrýsti hendinni að lausu borð- inu, sem lyftist upp að veggnum með svolitlu 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.