Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 22
hann bar mig upp tröppurnar hrópaði hann yfir
öxl sér:
—Frú Burlow, sjáið til þess, að kallað verði i
doktor Ronsard!
Skömmu siðar, þegar ég hafði grátið þar til
ég var næstum örmagna, kom Paul. Hann
sendi Ruth út úr herberginu, en hún hafði setið
þarna hjá mér. Svo settist hann við hlið mér.
—Það er einhver, sem drap hana, sagði ég.
—Paul, hún var myrt.
—Hún var ekki myrt. Hann lagði hand-
leggina um axlir minar og neyddi mig til þess
að leggjast niður.
—Frænka þin fékk slag.
—Nei, nei það var einhver sem....
—Irene! Röddin var næstum kuldaleg og um
leið ákveðin og skýr, grá augun voru áhyggju-
full. —Ég get sagt til um það, hvort einhver
hefur fengið slag. Þar við bættist svo, að hún
datt og hálsbrotnaði. Það var hin raunverulega
dánarorsök, en þetta hefur allt saman gerzt
vegna þess að hún fékk slag ...Hún hlýtur að
hafa hrasað og steypzt yfir handriðið..
—En hún sagði, að einhver hefði hrint sér. Og
—Reyndu þá, að hugsa ekki meira um þetta.
Ég skal gefa þér vægt svefnmeðal.
Ég fylgdist með þvi, þegar hann opnaði
svarta læknatöskuna, og velti þvi fyrir mér,
sem hann hafði sagt. Ef til vill hafði frænka i
raun og veru fengið heilablæðingu. En ég var
samt viss um, að eitthvað hafði orðið þess
valdandi. Eða einhver, sem hafði legið i leyni
og hrópað á hana, á meðan hún var á leiðinni
upp i herbergið sitt. Miss Haverly! Ég verð að
tala við yður..Einhver hafði flýtt sér upp
stigann á eftir henni, lagt höndina yfir munn
hennar til þess að kæfa ópið, lyft grönnum,
smágerðum likamanum hátt upp yfir hand-
riðið og..
—Irene. Paul hafði lagt hlýja, styrka hönd
sina yfir mina.
—Taktu þetta nú inn. Hlýðin tók ég inn það,
sem hann hafði rétt mér.
Ég lá i rúminu i heila viku og reyndi að gera
mér grein fyrir þvi, sem gerzt hafði. Ég fékk
einnu sinnni að fara á fætur þegar jarðarförin
fór fram, og það gerði það að verkum, að þetta
varð allt ennþá óraunverulegra. Frú Burlow
| FRAMHALDSSAGAN | ©
Fonsell-hússins
Paul, hún sagði London. Frá London, skýrt og
greinilega.
-^Sjúklihgur eins og hún getur sagt hvað
sem er, útskýrði hann róandi röddu.
—Það verður nokkurs konar sprenging i heil-
anum, skilurðu það? Hlustaðu nú á mig Irene.
Hann var mjög alvarlegur.
—Frænka þin er dáin, viltu missa barnið sem
þú átt von á lika?
Ég sagði nei með vörunum, en ekkert hljóð
heyrðist þó.
22
sagði, að kirkjan hefði verið full af fólki. Ef til
vill var þetta fólk þarna aðeins af forvitni,
vegna þess að fólk hafði mikinn áhuga á
Fonsell-ættinni og að aftur skyldi þar hafa átt
sér stað óskýranlegt dauðsfall. En flestir höfðu
áreiðanlega verið þarna til þess að kveðja
ágæta konu, sem þeir báru virðingu fyrir, og
það var mér til huggunar i sorgum minum.
Kvöldið eftir jarðarförina fékk ég í fyrsta
sinn eftir að frænka dó ekkert svefnmeðal. Ég
lá glaðvakandi i myrkrinu og heyrði stóru