Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 15
KÓLUSINN fallegastur i góðri birtu % hirtn Coleus — kólus — nefnist á lslenzku álfamöttull. Plantan er upprunnin á Java I Astralíu og afbrigöi af henni eru frá Ceylon. Kólusinn er ótrúlega litrfk planta. Blööin geta veriö grœn, gul, rauö og bleik og fallegastir veröa litirnir ef kólusinn fær næga birtu. Hann getur vel staöiöviö suöurglugga. Blómin á kolusnum eru ekkert til þess aö hrópa hilrra fyrir. Þau eru litil, hvit eöa blá og eru I piramidalagaöri þyrpingu.Margir hafa þaöaö venjuaö klipaþauaf jafnóöum og þau koma til þess aö plantan sjálf vaxi betur og leggi ekki eins mikiö i blómamyndun- ina. Kólusinn þarf mikla vökvun en eftir au vöyturinn er komii..' vel á veg aö vorinu getur veriö gott aö halda plöntunni nokkuö þurri i eina til tvær vikur. Viö þaö eiga litir hennar aö koma enn betur fram, þegar aftur er tekiö til viö vökvun og áburöargjöf. A meöan kólusplönturnar eru litlar mega þær vera þar sem hitinn fer niöur fyrir 18 stig en eftir aö þær eru orönar stórar þola þær aö hitinn falli allt niöur i 12 gráöm. Sumir segja aö erfitt sé aö láta kólusinnlifa af veturinn. Þaö á þó ekki aö vera ef hann stendur á svölum en nægilegabjörtum staö, t.d. i svefnher- bergis,- eldhúss- eöa kjallaraglugga. Þaö mun þó erfiöara aö láta gamlar plöntur lifá yfir vetur en nýjar og smá- vaxnar, þær gömlu vilja frekar spira og veröa óásjálegar. Þess vegna getur veriö gott aö taka græölinga af gömlu kólusunum i ágúst eöa einhvern tima haustsins og geyma þá svo, eftir aö þeim hefur veriö komiö til og þeir látnir niöur i potta. Þegar vorar aö nýju getiö þiö áreiöanlega veriö stolt af kólusunum ykkar. Upphaflega var þaö The Royal Horticultural Society I Englandi sem kom meö kólusinn á markaö og var þaö áriö 1866. Þýzkur garöyrkjumaöur hafi unniö mikiö starf viö aö vixl- frjógva kólusana og fengiö fram sér- lega falleg afbrigöi. Hins vegar yar þaöportúgalskur jesúita-munkur Juan Loureiro sem fyrstur hugöi aö kolusættinni og lýsti henni i riti áriö 1790. i

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.