Heimilistíminn - 18.01.1979, Page 9

Heimilistíminn - 18.01.1979, Page 9
metnir af ferö sinni til Utah og höföu mikla þýBingu fyrir útbreiðslu triiar þeirrar siðar á Islandi. Sáning þeirra bar þvi ávöxt siðar i uppfyllingu timans eins og boðskapur Guömundar gullsmiös Guð- mundssonar i Rangárvallasýslu. Hugsjónin um stofnun guðsrikis i Vesturheimi varð mikiö atriöi fyrir mor- móna og varð alger undirstaöa að hinum öra vexti trúflokks þeirra. Þeir náðu góðum árangri viö ræktun i Klettafjöllum við hin erfiðustu skilyrði. Dugnaður þeirra og samheldni varð undirstaða eins mesta farsældarþjóðfélags og menningar 1 Norður-Ameriku. Þegar bandariska stjórnin visaði mor- mónum til landnáms I einum eyðilegasta hluta Norður-Ameriku var þeim ætluð forsending. I Klettafjöllum og eyðimörk- inni þar i grennd var litt byggilegt og síst af öllu fyrir fólk sem komið var sitt úr hverri áttinni og hafði enga þekkingu né reynslu til búskapar við þau skilyrði er þar voru fyrir hendi. Það er mjög liklegt að ráðamenn hafi ætlað að mormónum yrði þar alger tortiming og þeirra biði þar glötunin ein. Þar aö auki herjuðu rauö- skinnar þar mjög á byggðir hvitra marma og var erfitt á stundum aö verjast þeim eins og saga Utah sýnir. En mormónarnir yfirunnu allar þraut- ir. Þeir ræktuðu eyöimörkina, breyttu henn i blómlegt land, frjósamt og arömik- ið. Þeir byggöu upp menningarþjóðfélag sem var um margt frábrugðið öðrum. Þar var fyrstu árin fjölkvæni,en var afnumið 1896. Þar voru reistar miklar byggingar, kirkjur, musteri, menningarstöövar, stjórnsýslubyggingar, skólar og músik- hallir en hljómlist var þar mjög i heiðri höfð og er enn. Rikið varð menningarrlki i orðsins fyllstu merkingu. Menntun 1 mormónarikinu varð sér- staklega góð og raunhæf. Siðferði varð þar á háu stigi og langtum traustara en annars staðar I Vesturheimi. Þáttur kirkjunnar varð lifandi, efldi uppeldi og menntun. Eitt þýðingarmesta atriðið i siðfræði mormóna var bindindið.jafnt á vin, tóbak og aörar skaðlegar nautnir. Mormónar börðust mjög fyrir heilbrigðu og hollu lifi og varð það mikilsvirði fyrir þjóðfélagið. Siöferöislögmál þjóöarinnar var eflt og treyst af launhelgunum sem eru mikils viröi fyrir mormónana enn þann dag i dag. Hið dulda afl launhelganna varö ráð- andi i samfélaginu, og gaf þvi mátt og helgi og varö á þann hátt að miklu gagni. 2 Eins og þegar er getiö var Loftur Jóns- son i Þórlaugargeröi vel efnaöur maöur. Hann átti talsverðar eignir i lausafé og húsum, hlut i bát, sennilega hálfan. En fasteignir átti hann ekkLþvi allar jarðir I Vestmannaeyjum voru konungseign. All- ar eigur Lofts voru látnar á opinbert upp- boð að ósk hans sjálfs og var það haldið vorið 1857. Það þóttu mikil tiöindi. Uppboðið i Þórlaugargerði var mikil nýung I Islensku þjóðlifi. Slikir atburðir urðu siðan alltiðir eftir aö Vesturheims- ferðir urðu almennari. Þegar Loftur Jónsson haföi selt allar eigur sinar við opinbert uppboð var hann albúinn til brottfarar úr landi. Fjölskylda hans og fylgdarlið hafði einnig selt eigur sinar nema þær sem þaö hafði með sér. En vitað er að Islendingar höfðu með sér mikið af Islenskum fatnaði, er kom sér vel þegar kom til Vesturheims. Til dæmis er það vitað að konurnar höfðu mér sér skautbúninga, islenska skautbúninginn forna, var stolt hverrar konu á Islandi i þennan tima sem vildu njóta virðingar og sóma I þjóöfélaginu. Magnús Bjarnason beykir á Helgahjalli seldi lika eigur sinar en hann virðist hafa veriö sæmilega efnaður, eftir þvi sem gerðist i Vestmannaeyjum I þennan tima. Hann var góöur handverksmaður og vel látinn naut virðingar fyrir greind og at-. hygli á ýmsum málum. Það kom fram eftir að hann kom til Vesturheims að hann var sérstaklega vel að sér um ýmislegt og ritaöi hann margt um Islendinga og er það varðveitt meðal mormina. Hann virðist hafa verið hugmyndafræðingur mormóna eftir aö Guðmundur Guð- mundsson gullsmiður fór til Vesturheims. Magnús var mikilsmetinn af mormónum vestra og eru rit hans varöveitt meðal helgidóma I musteri þeirra I Salt Lake City. Þau eru meðal helgirita um íand- nemana fyrstu. Það var sameiginlegt með Lofti og Magnúsi að þeir voru vinsælir, vinmargir og velmetnir borgarar i Vestmannaeyjum og áttu þar að auki mikið af kunningjum, ættingjum og tengdafólki I Rangárvalla-, Skaftafells- og Arnessýslum. Þetta varð þeim til mikillar kjölfestu siðar þegar þeir komu aftur til Islands til trúboðs- starfa. Það er ekki annað að sjá, en viöskilnaður útflytjendanna frá Vest- mannaeyjum sumarið 1857 hafi verið I fullri sátt við ættingja og kunningja á Islandi. Og aö allt hafi farið fram á eölilegan og vinsamlegan hátt. Mörgum hefur eflaust verið söknuður I hug við skilnaðinn, og sumir fóru i Vesturheims- ferðina vegna tryggðar við Loft og Magnús. Alls voru þaö 13 menn, sem lögðu af stað frá Vestmannaeyjum sumariö 1857. ABur hefur verið getið nafna þeirra. Þetta var mikil blóðtaka fyrir ekki stærra þorp en Vestmannaeyjar voru I þennan tima. Og það sem verra var, það átti eftir að draga dilk á eftir sér i uppfyllingu timans. 2 Loftur Jónsson og Magnús Bjarnason fóru meö skipi frá Vestmannaeyjum og sigldi það beint til Liverpool i Englandi. Þaö hefur verið verslunarskip, er komið hefur með vörur til Vestmannaeyja og tekið þar útflutningsvörur i staðinn. Þá var komið algert verslunarfrelsi i landið og máttu Islendingar versla hvar sem þeir vildu. Sjóferöin til Englands gekk vel, eöa að minnsta kosti sæmilega, og er ekki get- ið um neina viðburöi á þeirri ferð. I Liverpool hittu Vestmannaeyingarnir gamlan kunningja, Jóhann Jóhannsson beyki, er kom viö sögu á fyrstu árum mormónskunnar i Vestmannaeyjum. Hann var þarna staddur meö konu og tvö börn, og var i hinum mesta örmóöi. Hann bauðst til að leiöbeina löndum slnum, en brátt urðu þeir þess varir, aö hann reyndi fyrst og fremst til að hafa gott af þeim. Það er ekki vitað, hvað varð af Jóhanni beyki, en lfklegt er, aö hann hafi reynt að komast vestur, en skort til þess fé. En hvergi er getiö, svo mér sé kunnugt, að hann hafi komist til Vesturheims, né hvað af honum varð. Tveir Islendingar slitu félaginu i Liver- pool, og héldu til Danmerkur. Þaö voru konurnar Ingunn Larsdóttir, uppeldis- dóttir Lofts Jónssonar i Þórlaugargeröi, og Karitas Jónsdóttir, vinnukona úr Vest- mannaeyjum. Þær fóru til Kaupmanna- hafnar og fór Ingunn til frændfólks sins þar. Það urðu þvl ellefu Islendingar, sem lögðu á hafiö til Vesturheims með þeim Lofti og Magnúsi. Ferö þeirra vestur yfir Atlantshafiö gekk sæmilega, mun betur en lýst er af Þóröi Diðrikssyni. Skipið náöi heilu og höldnu til Bandarikjanna og eftir talsverða dvöl i hafnarborg, lagði hópur- inn af stað vestur til Utah. Þangað náðu allir heilir á húfi. 4 Eftir komuna til Salt Lake City, var íslendingunum visaö til landnáms i Spanish Fork. Þar námu þeir land, Loftur Jónsson og Magnús Bjarnason, og uröu góöir og nýtir borgarar og i miklu áliti. Loftur Jónsson nam land i Spanish Fork og varð mikill og góður bóndi, dug- mikill og framfarasinnaöur. Hann var einnig góður smiöur, bæði á tré og járn, og naut mjög af störfum I þeim greinum. Hann varð biskup i kirkju mormóna, og varð i miklu áliti. Af honum verður enn sagt. Magnús Bjarnason nam einnig land i Spanish Fork, og varð þar bóndi, en stundaöi aðallega smlðar og varð mikils- metinn af mormónum þar i landi. Hann ritaði talsvert, þar á meðal ævisögu sina, og er hún varðveitt meðal helgirita mormóna og er talin af þeim hið merk- asta rit, jafnt frá sjónarmiði trúarinnar og sannfræði, en þeir leggja mikið upp úr sögu og ættfræði, sem kunnugt er. Guöný Erasmusdóttir, ekkja Arna Hafliöasonar frá Mandal i Vestmannaeyj- um, kom sér vel fyrir i Utah. Sfðar fluttust til hennar börn hennar frá Vestmannaeyj- um og varö hiö nýtasta fólk i Vesturheimi i mormónarikinu I Utah. Guðný kom þvi af stað, að fólk hennar skráði ýmislegt um 9

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.