Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 8
Endurskírn i vatni og hugsjónum nýrrar aldar 18. grein Brautryðjendur aukínna mannréttínda á íslandi hverfa úr landi tii Vesturheims Loftur Jónsson sáttasemjari i Þór- laugargeröi og Magnús Bjarnason beykir á Helgahjalli i Vestmannaeyjum voru fullbúnir aö hverfa úr landi sumariö 1857. Þeir höföu ákveöiö aö fara til Vestur- heims til fyrirheitna landsins i Utah fyrir löngu og höföu undirbúiö för sina I laumi. En auövitaö þurfti talsveröan tíma til þess aö taka sig upp úr landi^selja eignir sinar og ganga frá ýmsum málum. Þeir voru báöir velmetnir borgarar i byggöarlagi sinu jafnt af dugnaöi,fram- taki og atorku. En langtum fremst var Loftur mikilsmetinn maöur af störfum sinum i félagsmálum og alls konar aöstoö viö nágranna sina. Hann var hjálpsamur meö afbrigöum og góögjarn. Þaö var þvi mikill skaöi og sjónarsviptir fyrir hiö fá- menna samfélag Eyjanna aö missa þessa menn úr landi. Þaö voru miklir umbrota- og byltingar- timar I Noröurálfunni allt frá júnibylting- unni i Frakklandi áriö 1830 og framyfir þjóöfundinn á Islandi áriö 1851. A þessum tima bárust margs konar menningar- straumar og byltingakenndar hugsjónir til Islands. Þegar danski konungurinn af- salaöi sér einveldi breyttust mjög viö- horfin i þessum efnum. Menn uröu ákveönari i skoöunum og unnu hiklausara aö þvi, er þeim þótti rétt og framkvæman- legt i þjóömálum. Raunverulegar hugsjónir undirokaöra manna I Noröurheimi bárust ekki til ís- lands fyrr en löngu siöar. 1 stjórnmálum uröu þær þjóöerniskenndar og uröu i raun málefni hópa,en stjórnmálaflokkar uröu ekki til fyrr en löngu siöar. Mormóna- hreyfingin i Vestmannaeyjum var angi af hreyfingum þessa timabils en trúar- hreyfingar, sértrúarflokkar.uröu mjög i brúki i Noröurheimi um miöbik siöustu aldar. Trúfrelsi var oröiö i mörgum lönd- um og gjörbreytti þaö sjónarmiöunum i þessum efnum. Mormónarnir i Vest- mannaeyjum kröföust i raun rétrri auk- inna mannréttinda trúfrelsis. Þeir vildu ráöa þvi sjálfir hvaöa trú þeir játuöu og hvernig þeir framkvæmdu trúariökanir slnar. Þetta þykir okkur á liöandi stund sjálfsögö réttindi. Trúarbarátta mormóna I Vestmanna- eyjum, sem er rakin hér i blaöinu sýnir hve hóflegir þeir voru i öllum málflutningi og eru andstæöa þess er siöar varö um sértrúarflokka hér á landi. Þegar þeir lentu í kasti viö yfirvöldin létu þeir undan en héldu sinu fram óhindraöir á eftir og jafnvel meö enn þá meiri stefnufestu en áöur. Þetta var starfsaöferö þeirra og byggöist aö nokkru á hugsjón þeirra aö þeir létu aldrei reiöi né neinar geös- hræringar hafa áhrif á sig. En jafnframt þörfinni fyrir trú sina uröu þeir vitandi um andstæöurnar i þjóö- félaginu, andstæöur I uppbyggingu þess, aröráni konungs, kaupmanna og presta. En þetta var þeim ekkert aöalatriöi þvi þeir áttu athvarf þessa heims I nýstofnuöu riki vestur i Utah I Vesturheimi, þar sem stjórnaö var eftir guös vilja, þar var sælu- riki þessa heims, guösriki eins og boöaö var I Mormónabók og bibliunni. Þangaö hlaut leiö hvers réttláts mormóna aö liggja. Hugmyndir fyrstu mormónanna á Is- landi féllu vel aö hugmyndum fátæks fólks um Vesturlönd og ekki siöur á Is- landi um miöbik siöustu aldar. Þetta bar lika góöan og mikinn ávöxt I Vestmanna- eyjum og varö af þvi uppskera siöar um Rangárþing og Skaftafellssýslu. Þaö var örsnautt fólk sem uröu mormónar aö frá- teknum Lofti Jónssyni og Magnúsi beyki Bjarnasyni. Þeir uröu foringjar stærsta útflytendahópsins,er fór tii Utah á sjötta tug siöustu aldar. Þeir sýndu I för sinni til Utah mikinn kjark, forsjálni og hyggindi og uröu jafnvel dugmeiri en þeir er siöar fóru viö betri skilyröi. Þaö er alveg öruggt aö þeir Loftur og Magnús uröu hjá mormónum mikils- 8

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.