Heimilistíminn - 18.01.1979, Side 24

Heimilistíminn - 18.01.1979, Side 24
marri. Naglarnir höfðu verið teknir i burtu, þar sem ég gat auðveldlega lyft upp borðinu og lagt það á gólfið við hlið mér. Ég horfði niður i þessa mjóu rifu i gólfinu, sem ég hafði þannig opnað. Greinilegt var, að skápurinn hafði ekki verið færður til i áraraðir, enda var þarna mikið ryk, nema á einum stað. í miðjunni var ferhyrningur, sem ekkert ryk var á. Eitthvað hafði legið þarna, falið undir lausa borðinu. Hafði frænka lagt það þarna, hvað svo sem það nú var? Eða hafði hún fundið það af tilviljun rétt eins og ég? Og hvar var þá þessi hlutur núna? Hafði frænka falið hann einhvers staðar annars staðar i herberginu? Ég fann til hræðslu, þegar ég velti þvi fyrir mér, hvort næturgesturinn hefði verið að leita að þvi sama og ég? Ég kom borðinu fyrir aftur á sinum stað og á sama augnabliki sló klukkan tvö. Fljótlega myndi Paul koma, og ég fór að leita af miklum ákafa i skúffunum i kinversku kistunni, og ég lyfti meira að segja lokinu á spiladósinni, en ekkert fann ég þrátt fyrir leitina. Hvað var þetta undarlega leyndarmál, sem legið hafði falið undir gólfborðinu i skápnum og hvergi fannst? Hálftima siðar settist ég niður með Paul inni i stofunni og fór að segja honum frá þessum dularfullu hljóðum, sem ég hafði heyrt um nóttina, og hvernig ég hafði sjálf leitað i her- bergi frænku minnar. Á meðan ég var að segja honum frá þessu, sá ég svip hans breytast, Honum likaði þetta greinilega siður en svo vel. — Irene, ég bað þig um að fara varlega, sagði hann. — Hefur þú eiginlega ekki hugsað út i það, að hver sem er i húsinu hefur rétt til þess að fara inn i herbergi frænku þinnar? Hann brosti litið eitt. — Frú Burlow er mjög forvitin, eins og þú veizt, og Ruth, hver veit hvað bærist i huga vesalings stúlkunnar? — Heldur þú, að þetta hafi 'verið eitthvert þeirra? spurði ég með öndina i hálsinum. — Er það ekki liklegast? Trúlega hefur Ephraim verið sofandi og verið að sofa úr sér vimuna eftir þvi sem bezt við vitum. Og ég get varla hugsað mér, að Jason hafi haft nokkurn áhuga á að snuðra i eigum frænku þinnar. Vel gat verið, að hann byggist við, að eitt- hvað, sem kæmi honum illa fyndist i herbergi frænku minnar, hugsaði ég með sjálfri mér. Upphátt sagði ég: — Einn glugginn var opinn, svo einhver hefði getað komið þá leiðina. 24 — Hver gæti það svo sem hafa verið? Hann brosti aftur og brosviprur mynduðust i kring um augu hans. — Kannski ég? Ég brosti til hans, í fyrsta skipti i langan tima fannst mér ég gæti brosað. — Nei, sagði ég bliðlega. — Ekki þú, Paul. Ég var að hugsa um Annabelle Clysson. Hann horfði rannsakandi á mig. Svo hristi hann höfuðið, og honum virtist næstum skemmt. — Paul, sagði ég allt i einu, einhver hlýtur að hafa drepið Juliu Fonsell fyrir tiu árum, og hafi það ekki verið þessi vesalings geðveiki maður, þá hlýtur það að hafa verið einhver, sem stóð i tengslum við þetta hús! Ég hallaði mér fram eins og til þess að sannfæra hann. Skilur þú það ekki? Hugsaðu þér, ef frænka hefur nú rekizt á eitthvað þarna undir gólf- borðinu, eitthvað, sem skýrði hvers vegna Julia Fonsell lét lifið! Hugsaðu þér, ef ein- hverjum hefur dottið þetta i hug og.... — Ef einhverjum hefur dottið þetta i hug? Hvernig þá? — Ekki veit ég það. Ég veit aðeins, að frænka var hrædd og æst þetta kvöld, rétt áður en snæða átti afmæliskvöldverðinn. Hann hugsaði sig um eitt augnablik. — Hún getur vel hafa fundið á sér, að ný heilablæðing var i aðsigi, og af þeim sökum hefur hún án efa verið hrædd. Hún skildi, að ró og hvild voru henni fyrir beztu, og vildi.heldur ekki gera aðra órólega. Hann rétti óvænt út höndina og strauk yfir mina, hratt en vingjarn- lega. Og svo sagði hann: — Veiztu hvað ég held, að frænka þin hafi geymt þarna undir gólfborðinu? Gömul ástarbréf! Þegar hún hélt að dauðinn nálgaðist, tók hún þau fram, kannski til þess að brenna þau. Ég horfði i hlýleg augu hans og hugsaði um frænku. Hafði litla frænka min, Elizabeth, elskað einhvern á laun? Það gat svo sem vel verið. Ég fann, að þessi hugsun snart mig djúpt. Ef til vill höfðu hennar siðustu orð komið frá sjúkum heila, eins og Paul hafði minnzt á. Hún hafði séð áraáarmann, sem hafði raun- verulega ekki verið til... — Þú srt stórkostlegur, sagði ég lágt. — Nú er ég ekki hrædd lengur. Mér fannst öryggistilfinning hafa tekið sér bólfestu i mér, en kannski var það aðeins til- hugsunin um fæðingu barnsins, sem réði af- stöðu minni. Samband mitt og Jasons var siður en svo gott. Við töluðum næstum aldrei saman,

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.