Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 16
Þessir mjúku og fallegu skór geta hæft hvaða barnsfæti sem er, og á hvaða aldri sem er. Þið þurfið aðeins að velja eitthvert fallegt efni i skóna. Skórnir, sem þið sjáið myndina af hér eru úr loðnu efni, en hvernig væri að fá sér gæruskinns- afganga og klippa skó út úr þeim. Þeir væru þó liklega betri handa stærri börnum, þar sem þeir gætu verið of stífir fyrir þau yngri. Þa6 þurfið CA 20x50 cm af efninu, sem þið ætlið að hafa i skóna og svo 60 cm af skábandi eða einhvers konar borða, sem þið stingið á skóna og notið einnig fyrir bandið. Byrjið á þvi að teikna upp fótinn. Látið bamið standa á papplrsblaði, og strikið i kring um fótinn. Bætið siðan einum sentimetra við til hliðanna og tveimur cm framan við tærnar, til þess að skórinn verði áreiðanlega nóg rúmur. Nú eruð þið búnar að teikna skósólann. Næst teiknið þiö upp sniö númer 2 á teikningunni sem fylgir hér með. Mælið sólann frá A til B og teikningu 2 frá C til D. Sniðið nr. 2 á að vera tveimur cm lengra og vegna saumsins að aftan og brotsins framan á tánni. Klippið nú efnið eftir sniðunum, og klippið tvöfalt efnið. Gert er ráð fyrir 1/2 cm i saumfarið. Saumið nú saman á hælnum, og þvi næst er sólinn saumaður við á röngunni. Látið efnið hafast ofurlitið við á tánni. Snúið skónum við. Saumið skábandið eða það, sem þið ætlið að hafa i kantinn og hafið það nægilega langt tíl þess aö hægtsé aðbinda skóinn á fót barnsins. Ef þið eruð hræddar um, að efnið, sem þið hafið valið i skóinn sé ekki nægilega sterkt i sóla getið þiö fengið ykkur mjúkt skinn i hann, eða eitthvað annaðálika, sem endist sæmilega vel. Það er syndað láta barnið ganga niður úr skónum löngu áður en yfirstykkið er orðið slitið eða skórinn of litill. 16 V á

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.