Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 4
HÚN KOMST EIN NIÐUR SNAR- BRATTA Elder setur hér á sviö flugslysiö. Hún setur á sig húfuna.sem hún var meö á höfOinu, þegar slysiö varO.Bak viö eru háir fjaligaröar Kaliforniu. Lauren Elder var að stilla fjarlægðina á Nikon-myndavél- inni sinni og reyna að taka mynd- ir af Sierra-skógunum i Kaliforníu, sem teygðu sig fyrir neðan hana, undir þykkri snjó- breiðu vorsins. Cessna-vélin suð- aði og titraði á meðan Lauren var önnum kaf in við að taka myndir út um afturgluggann. Flugmað- urinn kallaði til hennar, svo hátt að hann yfirgnæfði hávaðann i þessum eina hreyfli vélarinnar: — Vertu viðbúin, nú færðu að sjá fallegt útsýni, þegar við erum komin yfir fjallshrygginn fram- undan — hinum megin er eyði- merkurdalur. Ailt í einu greip niðurstreymi vélina. Elder sneri sér við og sá granítvegginn beint fyrir framan þau. — Hann var eitilharður að sjá, og þarna sást enginn himinn. Ég sá æðarnar í klettunum, segir hún nú, þegar hún rif jar upp þennan atburð. Þegar hún raknaöi viö stuttu siöar, komst hún aö raun um, aö hún var hand- leggsbrotin, og meö stóran skurö á öörum fætinum, rétt fyrir neöan hnéö. Brotnar tennurnar voru eins og möl uppi I munnin- um á henni. Fyrir framan hana sat flug- maöur meö „hræöilega grimu” blóös á andlitinu. Hann hét Jay Fuller, dýralækn- ir frá Berkeley. Viö hliö hans sat vin- stúlka hans, Jean Noller, hreyfingarlaus. Flugmaöurinn var meö fullri meövitund. Elder var i ullarpilsi og jakka, en I há- hæluöum stigvélum (þremenningarnir höföu ætlaö aö fara I smáferöalag til Death Valley — dauðadalsins). Hún klifr- aöi nú út úr flakinu og greip andann á lofti, þegar hún kom út i frostið, sem þarna var. Hún hugsaöi meö sér: — Viö komumst vist ekki heim fyrir kvöldmat- inn. Flugvélin haföi brotlent utan i snar- brattri hllð Bradley-fjallsins, sem er 12.360 feta hátt, en vélin lá nú aðeins 15 fet frá toppinum. Þaö fóru krampateygjur um likama Jean Noller, og þau Elder og Fuller lyftu henni út úr flakinu og reyndu aö breiöa yf- ir hana yfirhafnir sinar. Hún stundi. Hljóöin minntu Lauren á hljóöiö I kanin- um, þegar veriö er aö slátra þeim. Fuller hélt Jean uppi I tvær klukkustundir, en þá var hann sjálfur oröinn svo máttfarinn vegna innvortis meiösla, aö hann varö aö sleppa af henni takinu, og hún steyptist yfir klettabrún og féll 120 fet niöur fjalliö, þar sem hún beiö bana. Um kvöldið kveikti Lauren eld, og not- aði til þess oliuna úr Cessnunni, sem var tekin aö leka úr tanki vélarinnar. Hún hit- aöi steina og bar þá aö flugvélarstélinu, þar sem þau Fuller höföu leitaö sér skjóls. Viö þetta brenndi hún sig töluvert á hönd-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.