Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 21

Heimilistíminn - 18.01.1979, Blaðsíða 21
siðar. Einmitt þess vegna var eytt svo miklu af filmum, að nægja ætti i tvær myndir, ef menn einhvern timu ákveða, að ekki sé ein mynd nóg af hetjunni. Ekki eru framleiðendurnir allt of vissir um að tekjurnar af miðasölunni nægi til þess að endurgreiða kostnaðinn, hvað þá færa þeim eitthvað i aðra hönd. Til þess að afla f jár hafa þeir ákveðið að hrinda af stað geysilegri auglýsingaherferð og segja sumir, að hún verði enn umfangs- meiri en auglýsingaherferðin sem farin var vegna kvikmyndarinnar Grease. Nú verður ekki hægt aö þverfóta fyrir alls konar Superman-skyrtum, sápum, ilm- vötnum, plötum, klukkum, beltum og brúöum. Þá er tryggt að jafnvel börnin muni verða virkir þátttakendur i þessari bandarisku super-menningu. Allir þeir, sem hafa aðeins óljósa hug- mynd um getu og dugnað Supermans, sem t.d. flýgur um loftin blá á kápu sinni, lyftir án nokkurs erfiðis heilum skýja- klúfum og lætur höfin færa sig úr stað, geta nú fengið gleggri mynd af hetjunni. Það þarf vist töluvert til þess að gera kvikmyndahúsgestum til hæfis eftir að hafa boðið þeim upp á glæsimyndir eins og Star Wars, sem einmitt var sýnd i Reykjavík I vetur, en Superman-myndiin mun þó jafnvel slá þeirri fyrrnefndu við. Upphaf Supermanns En hvernig er svo sagan um Superman? man á flugi yfir New York Hin mikla pláneta Krypton er dæmd úr leik. Jor-El, visindamaðurinn og upp- finningamaðurinn, fer aftur og aftur yfir útreikninga sina og kannar öll sin tæki, en þessu verður ekki breytt. Plánetan var I þann veginn að springa I loft upp, en undanfarnar vikur hafði Krypton skolfið af undarlegum jarðskálftum og sprungur voru farnar að koma 1 ljós á götum höfuð- borgarinnar Kryptonopolis. Jor- el varð að taka snögga ákvörðun og flýtti sér til Vizkuhallarinnar þar sem visindaráðið beið hans. Þar ávarpaöi hann viðstadda: — Visindamenn og félagar. Krypton er dæmd. Það er augljóst, og áður en langt um liður mun plánetan springa i loft upp. Visindamennirnir hlógu hátt og lengi. Jor-El reyndi að yfirgnæfa hávaðann, en árangurslaust. Hann sagði, aö menn yrðu að snúa sér að geimferðaáætluninni sem fyrir löngu hefði verið lögð til hliðar....það yrði að byggja mikla geim- örk til þess að flytja ibúana til annars heims — til Jarðarinnar! Visinda- mennirnir hlógu enn hærra, þegar þeir heyrðu Jörðina nefnda. Rannsóknir höfðu sýnt, að kæmu Krypton-búar til jarðar- innar reyndust þeir búa þar yfir yfir- náttúrulegum kröftum, langt umfram ibúa Jarðarinnar sjálfrar. Jor-El sneri heim á leið og hitti hina fallegu, dökkhærðu konu sina Löru meö litla barnið þeirra, Kal-El, i örmunum. Tár tóku að streyma niöur kinnar hennar, þegar hún sá, hvað framundan myndi vera. — Þeir trúa þér ekki enn, sagði hún og þrýsti barninu fastar að sér. Þau horföust I augu, og vissu bæði hvað þau yrðu aö gera. Jor-El vann eins og vitlaus maður viö að smiða litla geimörk sem gæti borði Kal, son hans til jarðarinnar. Krypton tók að skjálfa er hann var að leggja siöustu hönd á verkið. Byggingarnar steyptust um koll og vegirnir tættust i sund- ur.Orlagastundin var runnin upp. framhald á bls. 3 7. Christopher Reeve I hlutverki Clark Kent. Christopher Reeve, gleraugnalaus, i- klæddur Supermanbúningnum 21

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.