Heimilistíminn - 15.02.1979, Blaðsíða 27
fyrir unga stUlku. Éghef þó ekki reynt að
hafa nokkur áhrif á manninn minn, enda
segi ég honum aldrei fyrir verkum.
Allen, sem vinnur á rafstöð, en er lika
varaslökkviliðsmaöur oghefur veriö það i
eitt ár, sagði: — Ég kvartaði undan þvi,
að aðstaða væri ekki nógu góð fyrir kven-
mann á slökkvistöðinni. Það er ekki svo
auðvelt að stinga allt I einu inn einni
stUlku með 13 karlmönnum. Svo fór það
lika i taugarnar á mér, aðekki skyldihafa
verið haft samráð við okkur um þetta
mál, ekki sízt þar sem flestir mennirnir
voru & móti ráðningunni.
Likar vinnan vel
UngfrU Ackerman, sem reyndar rekur
eigin fataverzlun, en er nú oröin vara-
maður i slökkviliðinu, var eitt sinn kjörin
fegurðardrottning i Pill. Hún segist vera
viss um, að enginn segi i reyndinni upp
starfinu, aöeins vegna þess að hún hefur
nú verið ráðin. — Éghefaldrei notað bað-
ið á slökkvistöðinni, einfaldlega vegna
þessað móðir mlnbýr þarna InæstahUsi,
og ég f er bara til hennar. Ég hef gaman af
að berjast við eld, og mig langar til þess
að halda áfram þessu starfi.
— Allir virðast ánægðir, og ég nýt
starfsins I rikum mæli. Ég neita þvi alveg,
að ég hafi þurft að fara úr öllu nema
brjósthaldaranum og buxunum fyrir
framan félaga mina. Ég fer bara i bruna-
liðsfötin utan yfir, það sem ég er í, þegar
ég kem á stöðina.
Ackerman segir, að svo virðist, að
félagar hennar hafi reynt að taka vel á
móti henni, og láta henni liða vel en vel
geti verið að eitthvað það sé sagt, þegar
hún ekki heyrir til, sem bendi til óánægju
meðal þeirra.
Móðir hennar bætti við: Marylyn er
mjög ánægð i vinnunni. Og hUn vinnur
verkið eins vel og hUn getur, og samt er
verið að hnýta f hana fyrir þetta. Hvað svo
sem því liður, þá hefði hún ekki verið ráð-
in, ef hún hefði ekki vérið hæf til þess að
gegna starfinu. Ekkert hefði verið
einfaldara en að visa henni á bug.
Ekki um annað að ræða
Frederick Ponsford varaslökkviliðs-
stjóri sagði: — Ég held ekki að stulkan
hafi orsakað uppþot i liðinu. Hun hafði
alla þá kosti til að bera, sem karlmenn-
irnir meðai umsækjenda höföu og staðan
hafði veriö auglýst laus. HUn stóöst próf
og þjálfunina, sem höfð var til undirbUn-
ings starfinu. Þess vegna gátuin við ekki
hafnaðhenni, enda ekki svo auðvelt vegna
laganna um mismunun kynjanna.
Einn slökkviliðsmaður hefur þó sýnt
Ackerman stuðning. Hann sagði hrein-
skilningslega: — HUn vinnur verk sitt vel,
og við litum aðeins á hana, sem einn af
hópnum, þegar á hólminn er komiö.
þfb
DENNI
DÆMALAUSI
Nei, Jói, ég fékk ekki
hestinn, en ég fékk samt
sitt af hverju sem vel má
notast við.
27