Heimilistíminn - 15.02.1979, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 15.02.1979, Blaðsíða 37
þurft að bæta við ofnum til upphitunar, rafmagnsinnstungum og slökkvurum, og raf magnsleiöslum, og svo þarf oft á tiðum aö gera eitthvað við gólfin. Einangrun i loftum getur lika verið ábótavant og þarf þa áð leita upplýsinga hjá byggingafróðum mönnum, til þess að fá sem bezta einangrun svo hitunar- kostaaðurinn verði ekkióheyrilega mikill. Bandarisku hýbýlafræðingarnir telja aö lofthæðin undir mæni þurfi að vera 6 1/2 til 7 fet, eða ca 200 til 210 cm til þess að borgi sig að gera eitthvaö á háaloftinu. Nú gætuð þið brugðið ykkur upp á loft og kannaö hvernig hæðin reynist hjá ykkur. Of t er birta vandamál á hááloftinu, en úr þvi vandamáli má bæta með þvi að koma fyrir glugga f göflum. Einnig má að sjálfsögðu setja kvisti á þök ef heimild fæst fyrir sliku eða jafnvel lyfta heilu þökunum ef lofthæðin hefur ekki reynzt þaömikil aö þaðborgi sig að útbúa vistar- verur uppi á háaloftinu. A haaloftinu mætti útbua blómastofur: þar gætu lfka verið sjónvarps- eða nokkurskonar fjölskylduherbergi og ekki er óliklegt að unglingarnir i f jölskyldunni yrðu ólmir að fá háaloftið fyrir sig. Ætli endirinn verði ekki sá að f jölskyldan rifst um það hver fái að njóta háaloftsins, þeg- ar loks hefur verið ráðizt i aö gera eitt- .hvað þar uppi. Nauösynlegt er að huga að brunaút- gangi þegar háaloftíð er tekiö i notkun á þennan hátt. Sennilega væri rétt að koma þar fyrir reykskynjara og brunastiga, ef erfitt er aö komast upp og niður f flýti. Fyllsta öryggis verður að gæta á þessu sviði Hérfylgja meö tværmyndir af háalofti, sem tveir bandariskir innanhússarkitekt- ar hafa farið höndum um. Fyrir innan gaflgluggann á annarri myndinni hefur verið komið fyrir mörgum glerhillum undir blóm. Þar er nóg af þægilegum sæt- um, og án efa er gaman að sitja þarna uppi og njrtta blómanna sinna. A hinni myndinni er gólfrýmið meira, að þvi er manni sýnist. Þar hefur verið komið fyrir léttum bambushúsgögnum, og reyndar líka nokkru af blómum. fb Blóö er þykkara en vatn. og það sýður fyrr. Anægjan er rétt eins og líf- trygging. Þvf eldri sem maður er þeim mun dýrari verður hún. Ef þú vilt/ að yf irmaðurinn veiti þér einum athygli/ þá skaltu gera einhverja vit- leysu. Góður forstjóri á konu, sem segir honum, hvað gera skal... og einkaritara, sem gerir það. Sérfræðingur er læknir, sem kennir sjúklingum sínum að vera eingöngu veikir á viðtalstimum. Littu á lifið eins og leikhús- verk. Njdttu þess, en vertu ekki að sökkva þér of djúpt niður í það. Allir sterkir menn eru vel byggðir.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.