Heimilistíminn - 15.02.1979, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 15.02.1979, Blaðsíða 33
notalegri hvildarstund, og svaraði engu. - L,itja vissi, hver Marteinn var. Marteinn Grímur Hansen var bræðrungur Jóhannesar Hansens, sem lagðist lágt eftir veiziu I Skriðufiröi, en fór hækkandi þar til hann stöðv- aöist i sendiherrastóli. Marteinn Grimur Hansen var og tengdur ráoherranum, sem gisti Skriðuf jörð forðum þann- ig, aö Marteinn eignaðist ekkju hans. Hins végar átti hann ekkert, sem jafnaðist á vio æskuminningar ráðherr- ans úr Flóanum, en f þesssta6 lóðir á Kanarieyjum. Marteinn Hansen seldi sjálf- um sér grásleppuhrogn til Ameriku, þar sem hann átti lagmetisverksmiðju. Húsgögn oggólfábreiðurfluttihann inn, sömuleiðis skellinöðrur. Hann tæmdi ruslamarkaði vestan- hafs og seldi i sjö búðum á Stórreykjavikursvæðinu. Frægir poppmenn snerust þar eins og snældur, þóttust eiga allt saman og drógu að sér framsækna æsku eins og raf- segull. l';ui Iijón áttu sumar- bústað á Kanarieyjum. Og nú spurði Lilja um veðráttu þar syðra. Hera svaraði þvf, að ekki væri verandi hér heima á sumrin, alltaf súld, jafnvel skárra á veturna. ,,Ef ég ættii Wl", sagði Lilja, ,,og hefði Htið fyrir stafni, mundi ég vera á sifelldu hringsóli um landið, eftir þvi, hvernig viðraði I hverjum landshluta. Þá væri ég sólar- megin I lifinu björtustu mán- uðina". „Það leggur enginn þokka- legan bfl i hringveginn", sagði Hera snöggt. En Lilja þoldi ekki, að talað væri niðrandi um hringveginn. „Vinkona min, sem lagði dálitla upphæð I hringveginn og á jeppa- skrjóð, er biiin að bjóða mér með sér til Hornafjarðar. Mig hefur alltaf langað til Horna- fjarðar —"• Lilja eldroðnaði um ieið og hún sleppti orðinu. Þetta var eins og að nefna snöru i hengds manns húsi. En Hera hló dátt. „En hvað þú ert minnug á allt grin frá Skriðufirði. Ekki get ég sagt, að ég hafi steingleymt þvl. En það er nú svo I sjálfri jarðsög- unni, að ný lög hlaðast ofan á þau götnlu, og þau gömlu hafa þá ekkert hlutverk á yfirborð- inu lengur". Lilja varð þvf fegnari en frá verði sagt, að Hera tók þessu svona skemmtilega. Og hún svaraði isamatón: „Stundum finnst mér ég vera orðin dálit- ið gömul, en hingað til hef ég ekki borið mig saman við foinaldarjarölögin. En minn- ingar, sem ekki eru nærri þrftugar enn, hryggja mig og gleðja stundum — einkum gleðja, þvi að það leiðinlega fer i felur ósjálfrátt". Hera vék aftur að ferðalög- um: ,,Ég er ekki að gera Utið úr skemmtiferðum hér heima, þegar vel viðrar, en tjöld get- ur hver sem vili átt fyrir mér. Það eru undarlegar kúnstir, að l.eika frumstæð lífskjör, sem ekki er hægt að hugsa sér að búa við i alvöru". Lilja var að hugsa um að segja henni, að Jdn læknir væri dáinn. En liklega hafði hún séð það i blöðum og ekki þótt það mikil tíðindi. Enn sið- ur mundi húntelja það fiettir, að Lilja var nýbúin að tala við Hjörleif. „Hafa ekki hjúkrunarkonur sæmileg laun núorðið?" spurði Hera. Lilja játaði þvi. „Eg ætla mér samt ekki önnur og meiri ferðalög en hringveginn", bætti hún við. Hera lét þá útrælt um sum- arferðir. „Hvað er dóttir þln orðin gömul?" spurði hdn. ,,Mér skilst, að htin sé nii hækkandi stjarna". Lilju varð ónotalega við. Var Hera að storka henni? Hera hafði gott vit á bók- menntum. Og sizt var hún lik- leg tilaðhlaupa cftir hverjum goluþyt I „stefnum" og „straumum" tizkunnar. Þetta var sjálfsagt iilkvittni I sauö- argæru hreinskilninnar. Margir láta, sem þeim gangi hreinskilni tii, þegar þeir eru að særa aðra að gamni sfnu. Hera ætlaði vist að demba yfir hana einhverjum meinyrðum um kveðskap Unu Heiðu. Og hún svaraði stuttlega: „Hvað gömul, spyrðu, Hún Una Heiða. Nltján ára. Nógu gömul til þess að vera sendi- bréfsfær. En það er hún ekki. Skólarnir leggja blessun sina yfir leirburð, klam og aula- fyndni I skólabiöðunum. Ég hef sagt henni sannleikann um ljóðabuliið hennar. En það er ekki von að ég jafnist :á við heilan menntaskóla I hennar augum. En skáldskap hefði ég getað kennt henni betur". ,,Góða Lilja, á hvaða Fjölnismannaöid lifir þú I þln- um skýjaborgum? Égbersvo- litið skyn á góðan kveðskap, alveg eins og þtí, og eins og Una Heiða gerir s jálfsagt lika. En nii eru nýir timar. Hver veit, nema lnin gæti ort falleg og hugljdf ástarkvæði, eins og Hulda áslnum tiina. En hana hylltu ljdðsniUingarnir korn- unga og buðu henni I sinn hóp. Og ungu stúlkurnar fengu hjartslátt af hrifningu. En þessi dýrð á öll heima i ' fornaldarjarðlögunum. Lilja min. Flestir Ijóðsnillingar eru annaðhvort dánir eða orðnir atskiptalausir og gamlir. Unga fólkið veit varla, hvort þeir eru lifandi eða látnir, hvað þá, að það svipist um eftir nýgræðingi t ljoðagerð. Ung manneskja, sem ætlar að komastáfram lokkar hávaða- mikla mannfélagi, verður að segja það, sem hlustað er á og sýna það, sem einhver nennir aðhorfa á.Þaðerhægt að fara með leirburð, klám og þynnkufyndni frammi fyrir fullu leikhúsi, án þess að blikna. Ég lái hvorki þeim né Unu Heiðu. Það segi ég satt", sagði Hera. Lilju létti miklð við þetta, svoósammála sem hún þrt var þessari lifsspeki. En hiin var þvl fegin, að Hera var ekki að strlða henni, þegar hún minnt- ist á frægð Unu Heiðu. Og hún anzaði glaðlega: „Eg ætia nú samt ao osKa þér tilhamingju með, aðsynir þínir eru ekki frægðarmenn i skemmtiiðnaðinum. Mér skilst, að þeir séu að læra eitt- hvað á verklega sviðinu". „Þeir eru allir I raunvisind- unum. fsg hef lika alltaf tekið hlutina eins og þeir eru". „Svo þU heldur það", hugs- aði Lilja. En upphátt sagði hún: „Égerhrædd um, að ég verði að fara að hypja mig. Það var gaman að hitta þig, Hera, svo ég nU ekki tali um þetta indæla kaffi. Þakka þér fyrir". Hera spratt á fætur. „fcg ek þér'*. Þegarþær gengu fram, virti Lilja salinn betur fyrir sér. Uppi á vegg var málverk af rösklegum, viðfelldnum manni, vel miðaldra. Þessi Flóamannabúð var auðvitað reist fyrir hans atbeina og jafnvel fjárstyrk. „ftg hef heyrt, að hér sé aldrei neitt svail og svinari", sagði hUn við Heru. Hera brosti, einbeitt á svip- inn: „Það vantaði nU bara. Ég ætti lfklega að ráða öðru eins". Þetta urðu þá, eftir allt saman, gdðir endurfundir. 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.