Heimilistíminn - 15.02.1979, Blaðsíða 4
Noor al-Hussein drottning I Jordaniu.
HEF EKKERT
Á MÓTI ÞVÍ
AÐ ALA MANNI
MÍNUM BARN,
segir Ljós Husseins
— Mér finnst ég ekki vera
neitt sérstök, segir Noor
al-Hussein drottning (Nafnið
þýðir Ljós Husseins). Hún er
fjórða kona konungsins i
Jordaniu. — Mér finnst erfitt
að gera mér grein fyrir þvi að
ég skuli vera komin i þá að-
stöðu að fólki þyki ég merki-
leg.
Hvað sem þessu Höur, þá veröur ekki
fram hjá þvi komizt aö þessi 27 ára gamla
stulka, eina drottning heimsins.sem er
fæddur Bandarikjamaöur er i einstæðri
aðstöðu. Hún hét áöur Lisa Halaby og er
dóttir fyrrverandi stjórnarformanns Pan
Am. Og hvernig skyldi henni nú liöa að-
eins tæpu ári eftir aðhún giftist Jordanlu-
konungi. Hún er arkitekt með próf frá
Princeton háskóla frá árinu 1974 og þar
var hun bæði álitin gáfuð og töluvert mikil
kvenréttindakona. Nú býr hún i konungs-
höll í Jordaniu.
— Ekkierhægtaðsegja.að viðlifum að
vestrænum hætti i miðri arabisku eyði-
mörkinni, segir hún. Þaö þýðir þó ekki aö
Lisa sé alveg búin að leggja á hilluna
áhyggjulausan lifsmata sinn frá fyrri
dögum. Umhverfis sundlaug konungs-
hallarinnar má sjá liggjandi plötualbúm
með Saturday Night Fever og Frank
Sinatra. Þess ber þö að geta að Frank
Sinatra er yfirleitt algjörlega bannaður
alls staðar I Araba-löndunum, vegna þess
að þar er litið á hann sem stuðningsmann
Israelsbua og Gyðinga yfirleitt.
Þegar Lisa þarf að taka á móti gestum
klæöist hún þjóöarbúningi arabiskra
kvenna, madragh, en á daginn, þegar
ekkerterumaöveravalsar hún um á blá-
um gallabuxum, og það meira að segja af
„þessari góðu gömlu amerísku gerö,
Levis", sem við meira að segja þekkjum
hér á íslandi.
Þetta gerðist allt mjög skjótt. Þaö
byrjaði með leynisambandi Husseins og
hennar. Svo fór hiin að vinna hjá jór-
danska flugfélaginu Amman og hún
viöurkennir: — Hugmyndin kom eigin-
lega ekki upp i hug mér fyrr en á þvl
augnabliki sem hann baö mih. Konungur-
inn bryddaöi á þessu þegar viö vorum tvö
ein og sátum að snæöingi I höllinni. Þeg-
ar konungurinn hikaði kom Lisa honum á