Heimilistíminn - 15.02.1979, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 15.02.1979, Blaðsíða 32
Bemhard Stokke 3 STROKUDRENGIRNIR Þýðing: SIGURÐUR GUNNARSSON stað og biða. Hann horfði meðal annars á flóa- bátinn sem brunaði út fjörðinn og eyðilagði spegilmyndina af kirkjunni i vatninu. Hópur hrossa kom nú út úr hesthúsinu. Það skrölti i aktygjum og hófadynur heyrðist. Þarna komu Sokki, Brúnn, Bleikur, Stjarna og allir hinir. Einn af vinnumönnunum brosti hug- hreystandi til Halla þegar lestin fór fram hjá. Halla þótti vænt um það og honum hlýnaði um hjartarætur. Skömmu seinna gekk hann inn á eftir for- otjóranum. Forstjórinn settist i skrifstofustól sinn en Halli staðnæmdist við dyrnar og stóð þar. „Já,Haraldur við höfðum ekki búizt við þvi að fá þig aftur með þessum hætti". Halli þagði. „Það höfðu horfið hundrað krónur frá Nielsi bónda". Tár tóku að streyma niður kinnar Halla. „Já, en ég hef ekki tekið þær". „Við eigum lika erfitt með að trúa þvi her, þvi að við hófum aldrei kynnzt neinu sliku i fari þinu. Þú hefur alltaf verið reglulega vænn piltur, sem okkur hefur öllum þótt vænt um. Við höfum alltaf treyst þér fullkomlega". Tár drengsins mynduðu dökka depla á gólf- dúknum. „En það er eitthvað dularfullt með þessa peninga. Þú hafðir verið sendur fram I eldhús til að sækja eitthvað". „Já, ég átti að sækja hnif". „Og peningarnir höfðu horfið úr jakka sem hékk þar frammi". „Já, þau sögðu það". „En hver heldurðu þá, að hafi tekið þá?" „Það veit ég alls ekkert um. Ég sótti bara hnifinn eins og ég var beðinn að gera og um kvöldið var ég svo sakaður um að hafa tekið peningana". 32 Forstöðumaðurinn leit út um gluggann. Hann var augsýnilega á báðum áttum og það var einnig harla ljóst að honum þótti þetta mjög leiðinlegt. . Ein vinnustúlkan kom nú inn með bréf og blöð sem pósturinn hafði komið með,en for- stöðumaðurinn horfði enn á trén úti i garðin- um. Loksins sneri hann sér við og mælti: „Já, ég á erfitt með að trúa að þú hafir tekið þessa peninga, Haraldur. Og ef þú kemur hér fram eins og þú hef ur gert verð ég enn þá sann- færðari um, að þú sért saklaus. Ég get ekki hugsað mér að samvizka þin leyfi þér að ljúga að mér, enda mundi það aðeins gera illt verra. En i sumar verður tæpast um neinn nýjan stað að ræða... Komu nú með mér drengur minn og fáðu þér kaffisopa", sagði hann svo og stóð upp. Þeir gengu út á svalirnar og niður í garðinn. Þar sat fjölskylda forstöðumannsins ásamt nokkrum gestum og neytti góðgerða. Fjölskyldan kom nú alls ekki fram við hann á sama hátt og fyrr,þegar hann hjó i eldinn fyrir frúna eða hjálpaði til i garðinum. Nú virtust þau lita á hann sem ókunnugan pilt og honum var fært kaffi i bolla ásamt kökum á diski i svalatröppurnar. í rauninni var alls ekkert ánægjulegt fyrir hann að sitja hér einn.þegar þau höfðu gesti. Honum var ofaukið,enginn virtist veita honum athygli. Þetta var alit öðru visi en áður, á þvi lék enginn vafi... Og nú komu allt i einu fram i huga hans orð Villa með aukn- um krafti og fengu þar fyrst hljómgrunn: að strjuka burt frá þessu öllu saman. Þegar hann þakkaði fyrir kaffið og stóð upp til þess að fara til vinnu sinnar,urðu þau öll hljóð við borðið og það var ekki fyrr en hann var kominn spölkorn burt að þau fóru að tala lágt saman á ný.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.