Heimilistíminn - 15.02.1979, Blaðsíða 10
son, sföar konunglegur stjörnuskoöari.
Þessi nefnd hlaut nafnið Landsnefndin
fyrri.
Nefndarmenn feröuöust um landiö
sumarið 1770 og sömdu itarlega skyrslu
og gerðu ákveðnar tillögur um atvinnu- og
fjármál. Sérstök skrifstofa var stofnuö i
Kaupmannahöfn árið 1773 til aö f jalla um
þessi mál, ásamt þeim sömu fyrir Færey-
inga og Grænland. Skrifstofan var undir
stjórn Jóns Eirlkssonar konferensráos.
Sama ár var stofnaður fyrir tilstyrk-
nefndarinnar Framfarasjóður tslands
(Mjölbótasjóðurinn).
Arið 1774 fékk general-kammer i Kaup-
mannihöfn umboö til aö hefja fram-
kvæmdir til endurreisnar á íslandi, sam-
kvæmt tillögum landsnefndarinnar, eftir
þvi, sem henta þótti, einkum átti aö snúa
sér aö sjávarutvegs- og heilbrigðismál-
um, jarðyrkju og strandmælingum. Til-
skipun um utrymingu fjárkláðans kom
árið 1772 og geröi mikið gagn.
Störf landsnefndarinnar fyrri eru ein-
hver þýðingarmestu opinber störf er unn-
in voru flandinuum margar aldir.. Ahrif-
in af störfum hennar urðu mikil I atvinnu-
málum þjóðarinnar almennt, samgöngu-
máhim, póstmálum ogfrihöndlun og yfir-
leitt má rekja margar af framförum
landsins til hennar. t þennan tima var
rikjandi óvenjulegt frjálslyndi i Dana-
veldi, þýskur maður réði mestu og voru
ráðin fundin og fest undir rekkjutjaldi
drottningar. Ævintýramaðurinn
Struensen var þar að verki, og sýndi I
verki hvað var hægt að gera, ef þröngsýni
ogafturhaldssemi var látin vlkja úr sessi.
Fyrst I stað hélt Eyjólfur Jónsson
stjarnfræðingur áfram mælingarstörfum
sínum, en vegna ritarastarfa landsnefnd-
arinnar, vannst honum litill timi til
þeirra. En áformað var að koma á fót
fastri athugunarstöð á tslandi, og átti
Eyjólfur að veita henni forstöðu. En hans
naut skamma stund, þvi hann dó árið
1775.
Eyjólfur Jónsson var fæddur 1735 á
Háafellif HvItórsíðu.Foreldrarhans voru
hjónin: Jón VigfUsson eldri bóndi þar og
konahans, Ingibjörg Stefánsdóttir prests
á Stað i Grindavik Hallkelssonar. Hann
varö stúdent i Skálholtsskóla 1757. Dr.
Finnur Jónsson Skálholtsbiskup telur
hann frábærangáfumann. Hann var mik-
ill hugvits- og hagleiksmaður og vann
meðal annars að gerð og smiði steinhús-
anna á Bessastöðum og Nesi við Seltjörn.
Hann sigldi til Kaupmannahafnarháskóla
og varð þaðan guðfræðingur 1766. Hann
vann siöan viö stjörnuturninn i Kaup-
mannahöfn. Hann varð skipaður ritari
landsnefndarinnar, eins og fyrr greinir,
en fékk jafnhliða vonarbréf fyrir Staðar-
stað, en það var tekið aftur 1774, og fékk
hann leigulausan bústað á Lambhusum á
Alftanesi. Hann hof byggingu stjörnu-
turns f Lambhúsum. Hann dó 21. juli
1775.
Eftir fráfall Eyjólfs Jónssonar tók viö
l>ú veizt það George, við spilltum
stúlkunni me& eftirlæti.
M5^_^vvW^:
Ekki skaltu rifast viA Sigga, ég
held hann sé að bifta tækifæris til
þess aft slást.
Afsakið lögregluþiénn. I>að er
innhrotsþjófur I niimer 21. Hvern-
ig vitift þér þaft? — Jú, fyrst hélt
ég að þarna væru á ferð nokkrir
menn frá flutningafyrirtækinu, en
þegar ég sá hversu handfijótir
þeir voru, sá ég aft svo gat ekki
verift.
starfi hans Rasmus Lievog, og vann hann
viðathuganir til ársins 1805, erhann flutt-
ist úr landi. Stjörnuathugunin og fleira i
sambandi við hana, varð ekki að eins
miklu gagni og efni stoðu til, og virðist
stjórnin hafa verið fremur áhugalaus um
framganghennar. Var hún mjög naum á
fjárveitingar til hennar eins og fleiri þarf-
legra mála á þessum tima á fslandi.
En önnur framkvæmd var hafin er
inikla þýöingu hafði á komandi árum, en
það var að stjórnin hóf strandmælingar
árið 1776. Var þaðframkvæmt á skipuleg-
an hátt. Varð það undirstaða þess að haf-
ist var að prenta nothæf sjókort af strönd-
um tslands og miðunum.
Skúli MagnUsson Iandfógeti lagði mál-
inu lið af dugnaði og krafti og munað um
minna. Hannlagðiáherslu á, hve það var
þýðingarmikið fyrir siglingar til og frá
landinu að fullkomin sjókort væru fyrir
hendi. En undirstaðan að þvi voru mæl-
ingar frakka, er fyrr gat ég, og er þjóöin I
mikilli þakkarskuld við þá fyrir þá fram-
kvæmd og framtakið sem bak við er.
Eftir að frihöndlunin varð og siglingar
jukust til landsins kom fljótlega i ljös, að
til voru nothæf sjókort af islausum höfn-
um hér á landi og bjargaði það talsverðu I
sambandi við siglingar til og frá landinu.
Framhald.
10
1. Hvaða málara tengið þið bók-
inni og kvikmyndinni Raufta
myllan?
2. Hvar á áin Rin upptök sfn?
3. Úr hverju er raunverulegur
panamahattur búinn til?
4. Cr hverju er romm búið til?
5. t hvaða landi er Nyerere
forseti?
6. Hvaft hét siftasti keisari
Þýzkalands?
7. Hvaða starfi gegndi Arni
Gunnarsson áftur en hann
varft alþingismaður?
8. Hvað heitir skipasmiðastöðin
á Akureyri?
9. ViO BergstaOastræti i Reykja-
vik er hótel. Hvað heitir það?
10. HvaO nefnast þrjú mestu haf-
svæOi heimsins?
Lausnin er á bls. 39