Heimilistíminn - 15.02.1979, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 15.02.1979, Blaðsíða 11
Popp-kornið KATE BUSH tvítug superstjarna Fyrir svo sem eiuu ári vissi eiiginn hver Kate Bush var. Svo kom aft þvl ao lesendur enskra blaöa fengu aö sjá andiit hennar á siftum blaftanna og rödd hennar barst til þeirra á ðldum ljósvakans. Astœöan var hin stórkost- lega plata „Wuthering Heights", fyrsta piata hennar, sem byggft er á sögu Emily Bronté, Fýkur yfir hæftir. Meft skerandi en einnig nokkuft aftlaft- andi rftdd tókst henni aft ná til áheyr- endanna og hún varft súperstjarna á einni nóttu. Hún er aðeins 19 ára gðm- ul. Kate var farin aö leika á planó þegar hún var 11 ára gömul. Þegar hún var 15 ára samdi hún sitt fyrsta lag. Þá hafði hana alls ekki dreymt um aft verfta listamaður, né hvaft þá heims- frœg. Hún var bara skólastúlka sem haffti gaman af að leika á pianó. Ekki hafði hún heldur látið sér detta i hug, að hún ætti eftir að verða söngvari vegna þess að henni fannst röddin skerandi og óþægileg og það fannst bæði foreldrum hennar og söng- kennaranum. Svo gerðist það að gitarleikarinn I hinum þekkta hóp Pink Floyd, Dave Gilmour, frétti af henni og lét gera til- raunaupptöku með henni. Nokkur plötuútgáfufyrirtæki höfnuðu Kate og sögðu að plötur með henni myndu ekki seljast. Gilmour greiddi þvl sjálfur kostnaðinn af plötuútgáfunni og þegar platan var komin á markaðinn fóru aðrir plötuútgefendur að fá áhuga. Kate hafði tekizt að breyta rödd sinni svo að hún skar ekki lengur I eyr- un. Fólk tók að leggja við eyrun og mörgum varð ljóst að platan var ekki sem verst. Platan Wuthering Heights náði strax toppnum og fljótlega fylgdi á eftir önnur plata The Kick Inside og ekki var hún af verri endanum. Kate semur lög um ástina, manneskjurnar, samband þeirra og um lifið sjálft. Og allt er þetta samið á mjög hreinskilnislegan og ærlegan hátt. — Ég reyni að gera allt á sem já- kvæðastan hátt. Ef málefnið er nei- kvætt breyti ég þvi ekki, en ég reyni að finna eitthvað gott við hvaðeina. Það er takmarkið hjá mér. Á heldur skðmmum tima hefur Kate Bush nú sent frá sér tvær stórar plðt- ur. Sú seinni er Lionheart, sem kom út fyrir jólin og enn einu sinni vakti Kate Bush athygli en nú spyrja sumir: Kom velgengnin of fljótt? — Að sjálfsögðu hefur flest breytzt i kringum mig, segir Kate. — Og ég hef breytzt sjálf en þo ekki til hins verra, að minu áliti. Það er stórkostlegt að hafa vakiö athygli. Hér áöur fyrr var aðalatriðið fyrir mig að sitja við planóið og láta fingurna leika um nóturnar. Nú er þetta orðið að eins konar atvinnu. Eitt sinn hélt ég, að hugmyndirnar kæmu aðeins þegar vel liggur á manni. Nú veit ég, að þær koma aðeins eftir mikla vinnu og mik- iö erfiði. Framtfðin brosir við Kate Bush. Hún ætlar að leggja upp i söngferðalag um Evrópu og hver veit hvert hún á eftir að koma við. 11

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.