Heimilistíminn - 15.02.1979, Síða 11

Heimilistíminn - 15.02.1979, Síða 11
I tvítug superstjarna Fyrir svo sem einu ári vlssi enginn hver Kate Bush var. Svo kom aö þvi að lesendur enskra blaöa fengu aö sjá andlit hennar á siöum blaöanna og rödd hennar barst tll þeirra á öldum Ijösvakans. Ástæöan var hin stárkost- lega plata „Wuthering Heights”, fyrsta plata hennar, sem byggö er á sögu Emily Bronté, Fýkur yfir hæöir. Meö skerandi en einnig nokkuö aölaö- andi rödd tókst henni aö ná til áheyr- endanna og hún varö súperstjarna á einni nóttu. Hún er aöeins 19 ára göm- ul. Kate var farin aö leika á pianó þegar hún var 11 ára gömul. Þegar hún var 15 ára samdi hún sitt fyrsta lag. Þá haföi hana alls ekki dreymt um aö veröa listamaöur, né hvaö þá heims- fræg. Hún var bara skólastúlka sem haföi gaman af aö leika á pianó. Ekki haföi hún heldur látiö sér detta i hug, aö hún ætti eftir aö veröa söngvari vegna þess aö henni fannst röddin skerandi og óþægileg og þaö fannst bæöi foreldrum hennar og söng- kennaranum. Svo geröist þaö aö gitarleikarinn i hinum þekkta hóp Pink Floyd, Dave Gilmour, frétti af henni og lét gera til- raunaupptöku meö henni. Nokkur plötuútgáfufyrirtæki höfnuöu Kate og sögöu aö plötur meö henni myndu ekki seljast. Gilmour greiddi þvi sjálfur kostnaöinn af plötuútgáfunni og þegar platan var komin á markaöinn fóru aörir plötuútgefendur aö fá áhuga. Kate haföi tekizt aö breyta rödd sinni svo aö hún skar ekki lengur I eyr- un. Fólk tók aö leggja viö eyrun og mörgum varö ljóst aö platan var ekki sem verst. Platan Wuthering Heights náöi strax toppnum og fljótlega fylgdi á eftir önnur plata The Kick Inside og ekki var hún af verri endanum. Kate semur lög um ástina, manneskjurnar, samband þeirra og um lifiö sjálft. Og allt er þetta samiö á mjög hreinskilnislegan og ærlegan hátt. — Eg reyni aö gera allt á sem já- kvæöastan hátt. Ef málefniö er nei- kvætt breyti ég þvl ekki, en ég reyni aö finna eitthvaö gott viö hvaöeina. Þaö er takmarkiö hjá mér. A heldur skömmum tlma hefur Kate Bush nú sent frá sér tvær stórar plöt- ur. Sú seinni er Lionheart, sem kom út fyrir jólin og enn einu sinni vakti Kate Bush athygli en nú spyrja sumir: Kom velgengnin of fljótt? — Aö sjálfsögöu hefur flest breytzt I kringum mig, segir Kate. — Og ég hef breytzt sjálf en þó ekki til hins verra, aö mlnu áliti. Þaö er stórkostlegt aö hafa vakiö athygli. Hér áöur fyrr var aöalatriöiö fyrir mig aö sitja viö planóiö og láta fingurna leika um nóturnar. Nú er þetta oröiö aö eins konar atvinnu. Eitt sinn hélt ég, aö hugmyndirnar kæmu aöeins þegar vel liggur á manni. Nú veit ég, aö þær koma aöeins eftir mikla vinnu og mik- iö erfiöi. Framtföin brosir viö Kate Bush. Hún ætlar aö leggja upp 1 söngferöalag um Evrópu og hver veit hvert hún á eftir aö koma viö. Popp-kornið KATE BUSH n I

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.