NT - 21.05.1984, Page 24
LT
Mánudagur 21. maí 1984 24
Uftl<
Vetnisbílar:
Engin mengun - bara gufa
VYuerenlingcn-Keuter.
■ Svisslendingar kynntu fyrir
nokkrum döguni vörubíl scm
notar vetni sem eldsneytis í stað
olíu. I útblæstri hans er engin
mengun, aðeins vatsngufa.
Bíllinn var hannaður við
Kjarnorkurannsóknarstofnun
Sviss. Starfsmenn þar segja að
hann sé fyrsta farartækið sem
gangi eingöngu fyrir vetni og
ætlað sé til fjöldaframleiðslu.
Kostnaður við rekstur vöru-
bílsins er áætlaður eilítið lægri
en kostnaður við rekstur svip-
aðra bifreiða sem nota bensín
sem eldsneyti miðað við núver-
andi eldsneytisverð.
Aðalókosturinn við vetnis-
bíla er hvað eldsneytiskerfi er
fyrirferðarmikið. Svisslending-
ar segjast því ekki búast við því
að venjulegir einkabílar muni
nota vetni fyrir eldsneyti í ná-
inni framtíð en þeir eru von-
góðir um að flutningabílar verði
margir hverjir vetnisknúnir á
næstunni. Embættismennirnir,
sem kynntu vetnisbílinn segjast
vonast til að um fimmtungur
allra stærri farartækja í Sviss
muni nota vetni í framtíðinni.
■ Mengun vegna úfblásturs bfla er nú orðið mikið vandamál í flestum löndum. Kannski eiga
vetnisbílar eftir að leysa hluta af því vandtmjáHmiíútblæstri þeirra er aðeins vatnsgufa.
■ Á MIÐVIKUDAGINN
kemur mun fara fram á sameig-
inlegum fundi beggja deilda
þingsins í Bpnn kosning for-
seta ríkisins næstu fimm ár.
Stjórnarflokkarnir hafa þar ör-
uggan meirihluta og var því
vitanlegt hver næsti forseti yrði
strax og þeir höfðu komið sér
saman um það, en það gerðist
á síðastliðnu hausti.
Strax eftir að vitað var um,
hvert forsetaefni stjórnar-
flokkanna yrði, var lýst yfir
því af hálfu aðalstjórnarand-
stöðuflokksins, sósíademó-
krata, að þeir myndu ekki tefla
fram mótframbjóðanda. Það
þótti því líklegast, að næsti
forseti yrði sjálfkjörinn.
Svo verður þó ekki. Græni
flokkurinn hefur ákveðið að
tefla fram aldraðri konu, sem
tekið hefur verulegan þátt í
friðarhreyfingunni. Hún mun
ekki fá nema atkvæði Græn-
ingja. Sósíalistar ntunu senni-
lega skila auðu.
ÞAÐ MÁ því næstum segja,
að hinn nýi forscti Vestur-
Þýzkalands, Richard von
Weizsácker, verði kosinn ein-
róma. Það er glöggt merki um
vinsældir hans og álit það, sem
hann nýtur.
Richard von Weisácker er
fæddur 15. apríl 1920 í
Stuttgart, kominn af þekktum
1969. Þar hefur hann átt sæti
síðan. Hann var um skeið
varaforseti á sameiginlegum
þingflokksfundum kristilegu
flokkanna.
Weizsácker hefur átt sæti í
mörgum meiriháttar nefndum,
sem fjallað hafa um lögfræði-
leg málefni, m.a. stjórnar-
skrármál.
Weizsácker er sagður bæði
virðulegur og viðfelldinn í
framgöngu. Hann er kvæntur
og eiga þau hjón fjögur börn.
Weizsácker hefur jafnan lagt
áherzlu á nánara samstarf
þýzku ríkjanna, einkum á sviði
menningarmála, vísinda og
efnahagsmála. í bók, sem fjall-
ar um þetta efni og kom út
síðastl. haust, skrifar Weizs-
ácker formálann og kemst m.a.
svo að orði, að efst á dagskrá
utanríkismála sé að vinna að
bættri sambúð við Sovétríkin.
Geta má þess, að afi Weizs-
áckers var forsætisráðherra í
Wúrttemberg 1906-1918. Faðir
hans var í utanríkisþjónust-
unni á valdaárum nazista og
dróst því inn í réttarhöldin
1949. Hann vardæmdurí7ára
fangelsi, en var náðaður ári
síðar. Weizsácker var einn af
verjendum hans, en það segir
nokkuð um ástand máia í
Þýzkalandi þá, að Weizsácker
fór á milli Stuttgart og
Núrnberg, þar sem réttarhöld-
■ Richard von Weizsácker var frambjoðandi gegn Walter Scheel
í forsetakosningunum 1974, en nú er kosning hans örugg.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
Hlutur þeirra átti þó eftir að
versna. Á næsta ári varð upp-
víst um mikið hneykslismál,
sem borgarstjóranum var
kennt um beint og óbeint.
Hann varð ekki aðeins að segja
af sér, heldur varð að efna til
borgarstjórnarkosninga tveim-
urárumfyrrenella. Kosninga-
dagurinn var 10. maí.
Helmut Schmidt ákvað að
grípa til þess ráðs, sem væn-
legast þótti til að bjarga
flokknum í Vestur-Berlín.
Vinsælasti maður flokksins,
Hans Jochen-Vogel
dómsmálaráðherra, var látinn
segja af sér og sendur til Vest-
ur-Berlínar, þar sem hann tók
við borgarstjóraembættinu.
Hann reyndi í borgarstjórnar-
kosningunum að bjarga því,
sem bjargað varð.
Þetta dugði þó ekki. At-
kvæðatala sósíaldemókrata
Sósíaldemókratar bjóða ekki
fram gegn nýja forsetanum
Weizsácker vill bæta sambúð austurs og vesturs
ættum í Wúrttemberg, þar sem
ættfeður hans hötðu flestir
hverjir verið lögfræðingar eða
guðfræðingar, sem höfðu tekið
mikinn þátt í kirkjustarfi .
mótmælenda. Weizsácker hefur
erft barónstitil frá forfeðrum
sínum og notar hann að sjálf-
sögðu eins og góðum Þjóð-
verja sæmir.
Hann var 18 ára gamall,
þegar hann var kvaddur í
herinn og gegndi hann her-
þjónustu öll stríðsárin. Að
þeim loknum stundaði hann
laganám og sögunám og starf-
aði síðan við ýmis fyrirtæki,
þar sem hann gegndi stjórnar-
störfum. Eftir 1965 vann hann
aðallega sem lögfræðilegur
ráðunautur ýmissafyrirtækja.
Weizsácker fyigdi því for-
dæmi forfeðra sinna að ganga í
þjónustu mótrpælendakirkj-
unnar og hófst hann þar
fljótt til trúnaðarstarfa. A ár-
unum 1964-1970 gegndi hann
formennsku í samtökum
mótmælenda í Vestur-Þýzka-
landi. Hann var kjörinn í
stjórn Alþjóðakirkjuráðsins
(World Council of Churches)
1968.
Weizsácker gekk eftir síðari
heimsstyrjöldina í flokk kristi-
legra demókrata og var kosinn
á Sambandsþingið í Bonn
in fóru fram, á hjóli og gerði
það stundum daglega.
ÞÓTT Weizsácker eigi orðið
alllangan og merkan feril að
baki, eins og rakið er hér á
undan, varð hann þó ekki
verulega þekktur í Vestur-
Þýzkalandi fyrr en 1979, en þá
var hann sendur af flokki sín-
um til Vestur-Berlínar og lát-
inn taka við forustu hans þar,
en sósíaldemókratar höfðu far-
ið með stjörn borgarinnar frá
stríðslokum, fyrst einsantlir en
síðan með stuðningi frjálsra
demókrata.
Úrslit borgarstjórnarkosn-
inganna í Vestur-Berlín 1979
bentu til þess, að það hefði
verið vel ráðið af kristilegum
demókrötum að senda Weizs-
ácker þangað. Kristilegir dem-
ókratar urðu þá stærri flokkur |
en sósíaldemókratar. Þeir
fengu 63 borgarfulltrúa kosna,
en sósíaldemókratar 61.
Frjálslyndi flokkurinn fékk 11
fulltrúa kjörna og nægði það til
að tryggja samstjórn hans og
sósíaldemókrata áfram.
Margt var það, sem studdi
að þessum ósigri sósíaldemó-
krata, en þó sennilega mest
það, að þeir voru búnir að fara
lengi með stjórn og nær öll
óánægja bitnaði á þeim.
■ Fráfarandi forseti Vestur-Þýzkalands, Karl Carstens, vann
sér það til frægðar í forsetatíð sinni að fara gangandi þvert og
endilangt um landið.
lækkaði í 38.4% úr 42:7% í
kosningunum 1979. Frjáls-
lyndir biðu ekki minni ósigur,
en atkvæðatala þeirra lækkaði
í 5.6% úr 8.1%.
Sósíaldemókratar og frjáls-
lyndir misstu þannig meirihlut-
ann í borgarstjórninni.'Kristi-
legi flokkurinn græddi þó ekki
nema takmarkað á ósigri
þeirra. Fylgi hans jókst úr
44.4% í 47.9%. Hann náði því
ekki hreinum meirihluta. Það
var flokkur eins konar græn-
ingja, sem fékk oddastöðuna.
Hann fékk 7.2% og 9 fulltrúa
kjörna.
Samvinna við Græningja-
flokkinn þótti útilokuð. Frjáls-
lyndir höfðu því ekki nema tvo
kosti. Annar var samvinna við
kristilega demókrata. Hinn var
að efna til nýrra kosninga, sem
litlu eða engu hefðu breytt.
Frjálslyndir völdu fyrri
kostinn.
Flestum kemur saman um,
að Weizsácker hafi unnið sér
traust sem borgarstjóri. Hann
hefur þótt stefnufastur, en
jafnframt leitað samvinnu við
andstæðinga sína. Skoðunum
hans hefur verið lýst þannig,
að hann væri íhaldssamur
miðjumaður, sem ætti auðvelt
með að skilja skoðanir annarra
og taka tillit til þeirra.
Stjórnmáladeilur hafa
minnkað að mun í Vestur-
Berlín síðan hann varð borgar-
stjóri.
Honduras:
Óttast
stríð
við Nic-
aragua
Tegucigalpa-Reuter
■ Vaxandi óánægju gætir
nú í Tegucigalpa, höfuð-
borg Honduras, með veru
bandarískra hermanna í
landinu. Óttast borgarbúar
að vera hermannanna dragi
Honduras inn í vopnuð
átök við Nicaragua, ná-
grenni Honduras.
Síðastliðið eitt og hálft ár
hafa herir Bandaríkjanna og
Honduras staðið að sameigin-
legum heræfingum, og einnig
hefur keðja bandarískra her-
stöðva verið reist í Honduras.
Síðan stjórn Reagans tók við
völdum, hefur hernaðaraðstoð
við Honduras aukist mjög, eða
frá tæpum fjórum milljónum
dollara 1981 í fjörtíu og eina
milljón dollara í ár. Segja frétta-
skýrendur að þetta sé liður í
þeirri ætlan Reagans að „draga
línu“ gegn kommúnisma í Mið-
Ameríku.
En það sent margir Hondur-
as-búar óttast mest er starfsemi
CIA í Honduras. Samkvæmt
heimildum styrkir CIA fjár-
hagslega, útbýr og þjálfar
skæruliða sem hafa búðir í
Honduras en berjast gegn stjórn
Sandanista í Nicaragua. Hefur
skæruliðahreyfingu þessari vax-
ið mjög fiskur um hrygg og telur
nú um tíu þúsund menn.
Þá þykir ýmsum íbúum
Honduras, svo og ferða-
mönnum, að bandarísku her-
mennirnir setji um of svip sinn
á mannlíf í Honduras. „Kanarn-'
ir stoppuðu okkur og heimtuðu
skilríki, þeir haga sér eins og
þeireigi HondurasT' sagði vöru-
bílstjóri, sem stoppaður var af
bandarískum hermönnum á
meðan á heræfingum stóð.
í Honduras er komin upp sú
sérstaða að bæði vinstrimenn og
íhaldsmenn sameinast í and-
stöðunni gegn veru bandaríska
hersins. í auglýsingu sem birtist
í blöðunum, á sama tíma og
þingslit fóru fram, bað vinstri
sinnað verkalýðsfélag þing-
menn að leiða Honduras ekki
inn í sláturhús. „Þetta er ekki
kvikmynd, þar sem Reagan er
góði kallinn," sagði í auglýsing-
unni.
Honduras er fátækasta land á
Vesturhveli jarðar, ef Haiti er
undanskilið. Segja fréttamenn
að mestur hluti landsmanna láti
sig hernaðarbröltið litlu skipta.