NT - 31.08.1984, Side 2

NT - 31.08.1984, Side 2
CD ■ Frá Stéttarsambandsfundinum á ísafirði. Ingi Tryggvason formaður sambandsins í ræðustól en aðrir í forsæti eru Gunnar Guðbjartsson lengst til vinstri og Jón Helgason landbúnaðarráðherra. NT-mynd Finnbogi Bændur funda á ísafirði: Óánægðir með fjölmiðlana ■ Megn óánægja með um- fjöllun fjölmiðla um málefni bænda kom fram á aðalfundi Stéttarsambandsins sem haldinn er á ísafirði þessa daga. Þá var ennfremur hart deilt á þá sam- keppni sem afurðasölufyrir- tækjum landbúnaðarins hefur verið veitt með afskiptum einkaaðila af kartöiluinnfiutn- ingi og beinni afurðasölu frá bændum. Ennfremur komu skipulagsmál Stéttarsambands- ins til umræðu en þar hefur lengi verið óánægja meðal ýmissa sér- greinasambanda sem ekki telja hag sínum nægilega vel borgið innan Stéttarsambandsins. A fundinum höfðu fulltrúar 8 sérgreina af 11, fulltrúa sinn en þeir hafa þar málfrelsi og til- lögurétt. Stóðu umræður um þessi mál enn yfir í gærkvöldi. Annað umræðumál gærdagsins var eins og fyrr segir samkeppni við innlenda aðila sem keppa við Grænmetisverslun ríkisins. í ræðu sem landbúnaðarráð- herra hélt deildi hann mjög hart á þessa aðila og sagði meðal annars: „Við hljótum að dást að glöggskyggni hins fræga rithöf- undar á mætti múgsefjunarinnar í sögu hans um nýju fötin keisar- ans, þegar kaupmaður getur í dag fengið fjölda manns til að tyggja eftir sér að kartöflur, sem hann hefur hellt úr poka í trog úti í horni verslunar sinnar, séu frjálsar. Það er haldið uppi látlausum rógi og svívirðingum um þá, sem vilja vinna að hag- kvæmni og skipulagningu á þessu sviði. Það hlýtur að vakna spurning um það, hvernig er háttað hugarástandi þeirra, sem senda frá sér og birta auglýsingu með spurningunni „ertu með réttu ráði eða framleiðsluráði?“ Getur fjölmiðill gengið lengra með svívirðingu um heila stétt með ummælum um stofnun sem lögum samkvæmt byggist á heildarsamtökum hennar, eða hvernig er sá dómur, sem þessir aðalfundur Stéttarsambands bænda fær...“ í framhaldi af þessu hvatti Jón bændur til sam- stöðu og nefndi í því sambandi að frelsi kartöflubænda yxi ekki við það að hver bóndi keyrði sínar kartöflur sjálfur milli verslana og að þeir byðu vöruna niður hver fyrir öðrum. Aðalfundurinn stendur alla helgina og er búist við miklum umræðum um framtíðarskipu- lag landbúnaðarins í kjölfar til- lagna sjö manna nefndar sem nýlega voru kynntar. Sagði Guðmundur Stefánsson, starfs- maður Stéttarsambandsins, með- al annars í samtali við blaða- mann NT þar vestra að slíkt væri nauðsynlegt til þess að tryggja bændum og samtökum þeirra starfsfrið og létta af þeirri óvissu sem nú er þegar menn tala meðal annars um að kippa útflutningsbótum burt í einu vetfangi. Fjörutíu fulltrúar eru á fundinum, 39 karlar og ein kona, Halldóra Ját varðsdóttir frá Miðjanesi í Reykhólasveit. Þá hafa makar fundarfuiltrúa fjölmennt á fundinn og skipa ásamt öðrum gestum um fimm- tíu manna hóp. Fundurinn fer fram í húsnæði Menntaskólans á Isafirði. Föstudagur 31. ágúst 1984 2 Fagmenn brjótast inn í vídeóleigu: Hirtu 70 spólur ogsjovideotæki! ■ „Þetta er rosalegur pening- ur, 40 þúsund hvert tæki og svo að minnsta kosti 60 til 70 vídeó- spólur sem þeir tóku“, sagði Þórarinn Jónasson eigandi Myndbandalagsins í Mosfells- sveit en í fyrrinótt var brotist þar inn og tekin sjö vídeótæki og vídeóspólur. Alls mun tjónið nema hundruðum þúsunda króna. „Þetta voru greinilega fag- menn að verki og það var ekkert um skemmdarverk. Lögreglan var líka að tala um það og að hér hefði verið að verki grúppa úr bænum sem þeir hafa ekki ennþá getað haft uppá“, sagði Þórarinn ennfremur. Við inn- brotið var farið inn í vörugeymslu Kaupfélagsins sem er sambyggð húsi vídeóleigunnar bakatil og rofinn milliveggur á mjög snyrti- legan hátt. Myndbandalagið var stofnað um síðustu áramót og kvað Þórarinn reksturinn hafa gengið mjög vel til þessa. ■ Sólfari í ísafjarðarhöfn í gærdag. NT-mynd: Finnbogi. Óhappið á Sólfara: Boxaloksfesting losnaði og lestin fylltist af sjó ■ Orsakir óhappsins er Sólfari AK var hætt kominn út af Horni í fyrradag, voru þær, að lest bátsins fylltist af sjó. Kom þetta fram í sjóprófum, sem haldin voru á ísafirði í gær. Sólfari komst fyrir eigin vélar- afli í var við Hornvík eftir óhappið og fylgdu honum fjórir bátar. Þegar dælt hafði verið úr lestinni, var haldið til ísafjarðar og komið þangað um hádegis- bilið í gær. Engar skemmdir urðu á bátnum. ■ Bjóðendur og umboðsmenn þeirra fylgdust spenntir með, þegar ■ Fulltrúar Landsvirkjunar ganga úr skugga um, að tilboðin séu tilboðin í Blönduvirkjun voru opnuð í gær. eftir settum reglum, áður en þeir lesa þau upp. ■ Það var engu líkara en það væri bögglauppboð í Súlnasalnum, þegar tilboðin í Blönduvirkjun voru opnuð í gær. NT-myndir Róbert Tilboð í Blönduvirkjun opnuð: Júgóslavar með lægstu tilboðin Bjóða I allt verkið fyrir 68,3% af áætluðum kostnaði ■ Það ríkti rafmögnuð spenna í Súlnasal Hótel Sögu í gær, þegar forráðamenn Landsvirkj- unar opnuðu rúmlega 80 tilboð í 6 verkþætti Blönduvirkjunar, að viðstöddum umboðs- mönnum bjóðenda. Júgóslavneska fyrirtækið Ingra Group átti lægst tilboðið í verkið í heild, rúmlega 464 milljónir króna, sem er 68.3% af áætluðum kostnaði verk- fræðinga. Samsteypa fyrirtækja frá Austurríki, Vestur-Þýska- landi og Sovétríkjunum bauð einnig í heildarverkið og hljóð- aði tilboð hennar upp á 697 milljónir króna. Aætlaður kostnaður verkfræðinga fyrir verkheildina er 680 milljónir króna. Júgóslavneska fyrirtækið átti lægsta tilboð í 3 einstaka verk- þætti; í vatnshverfla, vélarloka, rafala og fylgibúnað; í lokubún- að; og í þrýstipípur. í aðra þætti komu lægstu tilboðin frá tveim- ur frönskum fyrirtækjum og loks öðru júgóslavnesku. Nokkur íslensk fyrirtæki buðu í einstaka verkþætti, ýmist sér eða í samvinnu við önnur fyrirtæki, íslensk og erlend. Þannig var Vélsmiðja Orms og Víglundar með 3. lægsta tilboð- ið í lokubúnað; og íslensk fyrir- tæki og svissneskt 4. lægsta. Framleiðslusamvinnufélag iðn- aðarmanna átti 3. lægsta tilboð- ið í þrýstipípur og í sama þátt áttu Stálvík, Slippstöðin, Þor- geir og Ellert og svissneska fyrirtækið Vevey Engineering Works, 4. lægsta tilboðið; og Slippstöðin átti 7. lægst tilboðið í lyftikrana. Landsvirkjun á nú eftir að bera saman öll tilboðin og kanna hvort farið hafi verið eftir útboðslýsingum og hvort búnaður uppfylli þær kröfur, sem gerðar eru til hans. Það verður því ekki ljóst fyrr en eftir 2-3 mánuði hvaða tilboðum verður tekið.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.