NT - 31.08.1984, Síða 4

NT - 31.08.1984, Síða 4
Föstudagur 31. ágúst 1984 Stórþjófnað' ur á silfri -152 stykkjum af silfurborðbúnaði stoiið ■ í fyrrakvöld uppdagaðist mikill þjófnaður á silfurbún- aði í íbúðarhúsi við Hóla- vallagötu. Stolið hafði verið 152 stykkjum af ýmsum borðbúnaði með svokölluðu „kúlumynstri" og einum 24 stykkjum af borðbúnaði með Reykjavíkurmynstri. Silfrið var sextíu ára gamalt borð- silfur, keypt hjá Georg Jensen, árið 1924. Sam- kvæmt heimildum NT, þá er hér um mikið eignatjón að ræða sem erfitt getur reynst að meta til fjár. Ekki er vitað hvernig þjóf- urinn komst inn í húsið án þess að íbúar yrðu hans varir. Sennilegt er talið að stuldur- inn hafi átt sér stað á tímabil- inu frá föstudegi til miðviku- dagskvölds en þá varð eig- andinn tjónsins var. RLR beinir þeim tilmælum til fólks að hafa augun hjá sér og hafa samband við rannsóknarlög- regluna hafi það einhverjar upplýsingar um málið. Flugleiðir bíða enn eftir undanþágu í Ameríku: Öllum afgreiddum um- sóknum verið hafnað ■ Flugleiðir bíða enn eftir af- greiðslu umsókna sinna um undanþágur frá nýjum hávaða- reglum, sem ganga eiga í gildi í Bandaríkjunum í haust, og úti- loka flug DC-8 flugvéla félags- ins til bandarískra flugvalla. Samtals bárust bandarískum flugmálayfirvöldum 86 beiðnir um undanþágur, en þau 'hafa nú afgreitt á milli 20 og 30, og hafnað þeim öllum. Sæmundur Guðvinsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við NT í gær, að þrátt fyrir þessar fyrstu hafnanir flug- málayfirvalda, þá gerðu Flug- leiðir sér enn góðar vonir um að fá undanþágur. Lögfræðingar félagsins vestan hafs teldu ekki loku fyrir það skotið. En vegna þess að yfirvöld afgreiddu hverja undanþágubeiðni fyrir sig, þá ættu Flugleiðir ekki von á svari við sinni umsókn fyrr en um miðjan september. Flugleiðir eiga enn í við- ræðum við bandaríska flugfé- lagið Pan American um kaup á einni DC-10 vélum félagsins, sem gæti tekið við Ameríkuflugi Flugleiða verði átturnar útilok- aðar frá því. Kattamatur - namm, namm - en tíkinni Tátu iíkaði ekki hundamaturinn: ■ Tíkin Táta leit ekki við hundamatnum sem borinn var fyrir hana á Hótel Loftleiðum í gær en þegar henni var boðið upp á kattamat í staðinn, borðaði hún hann af bestu lyst. Þetta gerðist á blaðamannafundi sem ísmat h.f. hafði boðað til að kynna þessar fæðutegundir og fundarboðendum þótti smekkur tíkarinnar að vonum dálítið undarlegur. Tátu varð þó ekki haggað. Hundamatinn vildi hún ekki sjá en kattamaturinn fannst henni greinilega hreinasta hnossgæti. Nánar verður sagt frá matarprófun Tátu á ncytendasíðu NT síðar. NT-mynd: Árni Kjarna í andliti við hreinsun rafgeyma ■ Maður brenndist illa í and- liti er hann var að hreinsa raf- geymi í frystihúsi Hvals h.f. í Hafnarfirði. Af einhverjum or- sökum varð sprenging í raf- geyminum með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn var flutt- ur á slysadeild, en ekki var vitað um líðan hans, síðast þegar fréttist. Mistök ■ Þau mistök urðu við birtingu greinar Jónas- ar Guðmundssonar í gær um skiptingu kostnaðar af kredit- kortaviðskiptum, að stuttur kafli greinar- innar féll niður. Varð af þeim sökum illskiljan- leg birting myndar með greininni af Ron- ald Reagan. En kaflinn fjallaði um deilur um greiðslukortakostnað- inn í Bandaríkjunum og var þannig: Fylgjendurnir, ekki síst korta- fyrirtækin sjálf, lögðu enn- fremur áherslu á að frelsi til sérstakrar álagningar myndi leiða til hvimleiðrar mismunun- ar kaupmanna á milli korthafa; óvissan og ójafnréttið sem af þessu leiddi myndi skapa við- skiptaóvild á markaðnum; kred- itkortaviðskipti myndu dragast saman og heildarviðskiptin á markaðnum sömuleiðis; að endingu myndu afleiðingarnar verða samdráttur í þjóðarfram- leiðslu, en fyrr óhagkvæmni í rekstri verslana og hærra vöru- verð. Stífir markaðshyggjumenn samþykktu ekki að frelsið á markaðnum myndi hafa þessar afleiðingar. Þvert á móti sögðu þeir að algjört frelsi til álagingar og afsláttastuðluðú að bestum samskiptum seljenda og kaup- enda, og greiddu fyrir hvers konar viðskiptum. Ríkisstjórn Ronalds Reagans studdi þetta sjónarmið, og þar méð afnám álagningarbannsins. Athyglisvert við þessar deilur var hvernig þær riöluðu öllum hefðbundnum flokka og fylk- ingalínum. Þannigurðueinstak- ir íhaldsmenn og frjálslyndir skyndilega bandamenn í fyrsta skipti, en um leið í andstöðu við aðra sem þeir eiga að jafnaði samleið með. Ráðstefna um skóla: Framhaldsskólarnir úreltir - ófrjálsir og lokaðir ■ „Það hefði eins getað orðið tómur saiur hérna,“ sagði einn forsvarsmanna ráðstefnunnar í samtali við NT en enginn var sérstaklega boðaður en ráðstefnan öllum opin og 150 mættu. NT-myndir: Ámi Bjama. ■ Aukið frjálsræði skóla und- an miðstýringu ráðuneytis, auk- in rækt tilfínningalífs nemenda og meiri aðlögun að mismun- andi þörfum unglinga voru með- al hugmynda sem fram komu á ráðstefnunni „Er framhalds- skólinn úreltur?“ sem haldin var í Reykjavík í gær. Til ráð- stefnunnar var boðað af Skóla- meistarafélagi ísiands, í sam- vinnu við kennarafélögin tvö. Um 150 manns mættu á ráð- stefnuna sem var öllum opin og stóð frá klukkan níu í gærmorg- un til klukkan fímm. Framsögur fluttu Ólafur Ás- geirsson frá Fjölbrautaskólan- um á Akranesi, Heimir Pálsson frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Ingvar Ásmunds- son frá Iðnskólanum í Reykja- vík og Gerður G. Óskarsdóttir frá Háskólanum. í framsögu sinni fjallaði Gerður meðal ann- ars um þann þátt skólastarfsins að rækja tilfinningalíf nemenda og koma til móts við þarfir þeirra á því umbrotatímabili sem unglingsárin eru. Hug- myndir hennar voru meðal ann- ars þær til þess að bæta úr ■ Að skólarnir rækti betur tilfinningalíf nemenda og sinni jöfnum höndum atvinnulífi og hæfileikum til að verja tóm- stundum, var meðal útgangs- punkta Ingvars Ásmundssonar skólastjóra Iðnskólans í fram- söguerindi á ráðstefnunni. ástandinu í dag að í skólum sjái umsjónarkennarar, sérmenntað- ir í samtalstækni og fleiru, um hverskyns leiðsögn, aðstoð og lausn persónulegra vandamála nemenda. Til þessa verður svo komið á sérstökum tímum um- sjónarkennara með sínum hóp auk sér viðtalstíma nemenda við umsjónarkennara sinn. Afbrígðilegir Kópavogs- búar Heimir Pálsson flutti erindi um staðsetningu skóla og verka- skiptingu og varpaði þar meðal annars fram þeirri spurningu hvort Kópavogsbúar væru ef til vill betur hentir fyrir stúdents- próf í bóklegum greinum heldur en til dæmis Breiðhyltingar. En í Kópavogsbæ er aðeins menntaskóli meðan til dæmis í Breiðholti er boðið upp á mjög vítt nám í fjölbrautaskóla. Ólaf- ur Ásgeirsson talaði í erindi sínu um yfirstjórn framhalds- skóla og deildi þar á þá miklu miðstýringu sem er í framhalds- skólunum frá ráðuneyti. I erindi um inntak náms á framhalds- skólastigi mælti Ingvar Ás- mundsson fyrir því að skólarnir legðu meiri áherslu á tilfinninga- líf nemenda. Ennfremur að námið miðaðist jöfnum höndum við atvinnulífið og hæfileika til þess að geta öðlast betra líf þegar tómstundum fjölgar og starfstími styttist. í hópaumræðunt og fyrir- spurnum var almennt gerður góður rómur að máli fram- sögumanna, ekki hvað síst Gerðar og voru umræður ráð- stefnunnar mjög á sama veg. Auk umræðna um skólana sjálfa var samþykkt ein tillaga um kjaramál kennara sem birt er hér á síðunni. Andrés Magnús- son framkvæmdastjóri ráðstefn- unnar og kennari við Ármúla- skóla kvaðst mjög ánægður með afraksturinn en með þessu sagði hann að menn hefðu vaknað af sumardvala og farið að hugleiða þessi mál. Undir lok ráðstefnunnar voru svokallaðar panelumræður þar sem framsögumenn auk for- manna kennarafélaganna og tveggja starfsmanna mennta- málaráðuneytis sátu fyrir svörum. Kennara- launverði bætt taf- arlaust ■ Á fundi um framhaldsskóla sem haldinn var í Rúgbrauðs- gerðinni við Borgartún í gær og sagt er frá annarsstaðar á síð- unni var samþykkt ein ályktun og fjallar hún um kjaramál kennara og tengsl launa við skólastarfið: „Meginatriði í öllu skólastarfi hvað snertir magn og gæði menntunar byggist á því að til staðar séu vel menntaðir og hæfir kennarar. Slíkir menn fást ekki í bráð né til langs tíma nema í boði séu virðing og laun í samræmi við gildi og ábyrgð starfsins. Launakjör kennara hafa af ýmsum ástæðum úrelst mjög á undanförnum misserum og eru nú í engu samræmi við flest það annað sem tíðkast í þjóðlífinu og er greinilegt að til stórvandræða horfir í skólum landsins af þeim sökum. Ráð- stefnan telur það mjög áríðandi lykilatriði að laun kennara verði leiðrétt og bætt tafarlaust."

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.