NT

Ulloq

NT - 31.08.1984, Qupperneq 8

NT - 31.08.1984, Qupperneq 8
Föstudagur 31. ágúst 1984 8 Frjálsar kartöflur og þeir sem þorðu eftir Agnar Guðnason, blaðafulltrúa ■ Miklar og fjörugar um- ræður hafa átt sér stað í fjöl- miðlum í nokkurn tíma um kartöflur. Við eigum örugglega heims- met ef lagðir væru saman allir dálk cm. í Morgunblaðinu og DV undanfarnar vikur, sem þessi tvö blöð hafa helgað kartöflunni. Meira að segja hefur þessum tveim blöðum í sameiningu tekist að frelsa kartöflurnar. Ekki er vitað til þess, að þær hafi kunnað að notfæra sér frelsið því flestar af þessum nýju frjálsu kartöflum hafa þegar verið étnar. Þessar um- ræður á síðum blaðanna hafa verið nokkuð einhliða. Þar hefur fyrst og fremst verið leitast við, að sýna fram á, að það sölukerfi, sem við höfum búið við í mörg ár varðandi versiun með kartöflur, hafi verið framleiðendum, neyt- endum og að sjálfsögðu kaup- mönnum óhagstætt. Þetta kerfi hafi leitt til þess, að neytendur hér á landi. hafi nánast aldrei átt völ á ætum kartöflum. í öðru lagi þá hefur þeim mönnum, sem svikið hafa stéttarbræður sína verið hamp- að sem frelsishetjum eða eitthvað ennþá stórkostlegra. Sagan endurtekur sig. íhalds- öflin, hvar sem er, reyna að grafa undan frjálsum félags- skap launþega eða framleið- enda, þ.e.a.s. ef þessir aðilar ráða ekki sjálfir yfir framleiðsl- unni. Það er þó vonandi ekki í mörgum löndum sem neyt- endasamtök flokkast með þessum framangreindu öflum. Meðan hagsmunahópar eru að brjóta niður samstöðu laun- þega eðat.d. kartöfluframleið- enda eins og nú á sér stað hér á landi, þá er þeim einstak- lingum haldið óspart fram sem ,;þora“ að selja framhjá eða spilla fyrir stéttarsamstöðu. Þetta dálæti á þeim sem „þora“ endist skamman tíma. Því þegar samstaðan er rofin, þá verður eftirleikurinn oft og tíðum auðveldur og er þá ekki lengur þörf fyrir þá sem „þorðu“. Reglan sannar að þeim verður fyrst fórnað, því það eru einstaklingar, sem enginn treystir. V." Grænmetisverslun landbúnaðarins, bændur og neytendur Sú gagnrýni sem hefur kom- ið fram frá neytendum og framleiðendum á Grænmet- isverslun landbúnaðarins er í sumum tilvikum réttmæt. Það sannar þó ekki, að sölukerfi sem hér hefur verið við lýði í verslun með kartöflur og græn- meti hafi verið óhæft til að þjóna hagsmunum þessa tveggja hópa. Þvert á móti var skipulag á sölu og innflutningi kartaflna og grænmetis með því besta sem þekkist. Það ■ Agnar Guðnason, blaða- fulltrúi bændasamtakanna. sem brugðist hefur er ekki skipulaginu að kenna. Eitt sterkt fyrirtæki, sem annast dreifingu á jafn við- kvæmri vöru og kartöflum og grænmeti, getur auðveldlega þjónað markaðnum svo full- komlega, að það geti ekki gerst betur. Það er ekkert, sem mælir með því, að ef margir aðilar annast innflutninginn eða heildsöludreifingu innan- lands að þá verði varan betri og jafnframt ódýrari. Það á að vera auðvelt að stjórna innflutningi í þágu neytenda ef hann er ekki á hendi margra. Sama er að segja um innlenda framleiðslu. Það er hægt að hafa hana ennþá fjölbreyttari bæði hvað varðar tegundir, afbrigði og flokkun en ef um marga dreif- ingaraðila er að ræða. Megin markmið hefur verið hjá forráðamönnum Græn- metisverslunarinnar að flytja ■ „Því þegar samstaðan er rofin þá verður eftirleikurinn oft og tíðum auðveldur og er þá ekki lengur þörf fyrir þá sem „þorðu“. Regian sannar að þeim verður fyrst fórnað, því það eru einstaklingar, sem enginn treystir.“ Agústa Þorkelsdóttir, Refstað í Vopnafirði: inn kartöflur og grænmeti á sem hagstæðustu verði, þegar þörf hefur verið á innflutningi. Þess vegna hefur aukin fjöl- breytni í vali tegunda verið látið víkja og einnig hefur stundum verið of seint farið af stað með innflutning á nýjum kartöflum. Það er sjálfsögð krafa neyt- enda að geta keypt nýjar kart- öflur þegar kemur fram á sumarið. Það er jafn sjálfsagt að gefa neytendum kost á að kaupa nýjar íslenskar kartöflur sriemma sumars ef einhver framleiðandi vill hafa fyrir því að rækta kartöflur undir plasti. Þeir sem hneyksluðust yfir háu verði á fyrstu íslensku kartöflunum sem komu á mark- aðinn í sumar, hafa ekkert vit á þessari verslun. Jónas DV ritstjóri er jafn fákunnandi á þessu sviði sem öðrum, er snerta atvinnumál. Það má upplýsa hann um að nýjar danskar kartöflur sem fyrst koma á markað í Danmörku, geta verið seldar á 10 földu verði miðað við nýjar ítalskar kartöflur sem eru boðnar á sama tíma. j Hvernig er þessari verslun háttað annars staðar? Á hinum Norðurlöndunum er verslun með kartöflur og 1 grænmeti í nokkuð föstum farvegi. Að brjóta niður eða byggja Svar við grein Guðmundar Einarsson, alþingismanns í NT 20.8. ■ Máltækið segir „Svo má brýna deigt járn að bíti“ og vona ég að það rætist á mínum hversdagslegapenna. Brýning- um hefur ekki linnt á liðnum mánuðum og ætti því að vera komið bit í stálið. Tízkan er harð- ur húsbóndi og hefúr núna undan- farið rekið þá menn sem vilja hugsa fyrir íslenzka þjóð (ath. ekki um) til þess að skrifa rætnar greinar um landbúnað, sjávarútveg og samvinnumál og G.E. skipar sér í þann flokk. Vissulega má gagnrýna ýmislegt í landbúnaði, sjávar- útvegi og hjá SÍS og jákvæðrar gagnrýni er þörf, ekki bara í þessum þrem málum heldur alls staðar. Gagnrýni sem bor- in er fram í anda breytinga til hins betra en ekki niðurrifs. Það er ástæða til að halda vic fleiri verkum genginna kyn- slóða en Fjalakettinum einum. En snúum okkur að grein G.E. 1. liður röksemdafærslu hans til að sanna aó SÍS sé auðhringur illur er: 1. liður. SÍS er stór samsteypa. Þá spyr ég: Hver stofnaði SÍS? Svan Kaupfélögin. Hver eru þau? Ég og rúmlega 45 þúsund aðrir íslendingar. Hver óskaði eftir að SÍS yrði aðaleigandi og hluthafi í fjölda fyrirtækja? Svar við því kemur fram í umfjöllun um 2.-3. og 9. lið. 2. liður. SÍS á hlut að fjöj- breytilegum atvinnurekstri. Við starfandi félagsmenn í samvinnuhreyfingunni teljum langt frá því að SIS og kaupfél- ögin standi sig nógu vel á þeim sviðum. Á félagsfundum okkar um allt land kom ætíð fram kröfur um meiri og öflugri starfsemi. 3. liður. SÍS hefur yfirráð yfir öllum framleiðslustigum sömu atvinnugreina þ.e. þeirra erG.E. taldi undir2. lið. Hvað er það sem dreifbýlið er að berjast við núna og telur ráða úrslitum um líf eða dauða? Skyldi það nú ekki einmitt vera að ná yfirráðum yfir öllum framleiðslustigum sem flestra atvinnugreina. G.E. og hans skoðanabræður benda okkur sjálfsagt á að bíða eftir fæðingu Bogesens nóbelsskáldsins okkar, en við hin sem trúum á félagshyggju og jafnaðar- mennsku, krefjumst þess að kaupfélögin leggi sig fram og beiti öllum sínum kröftum til að verða við óskum okkar. 4. liður. SÍS veitir yfir- mönnum veraldleg gæði og dýrkar þá, Já satt var orðið G.E. og svei því. En ef þessi hegðun gerir fyrirtæki og stofn- anir að auðhringum, ættum við hér á landinu fleiri auð- hringi en bændabýli og þykir sumum fjöldi hins síðarnefnda ærinn. 5. liður. SÍS greiðir verka- fólki lág laun. Og þar erum við aftur sammála, Launastefna vinnumálasambands sam- vinnufélaga hefur lengi verið til skammar og nú verður vart lengra gengið. Ef ekki verða umtalsverðar breytmgar í komandi samningum, ber okk- ur samvinnumönnum að rísa upp og mótmæla. Því þeir menn sem þar skipa málum eru aðeins launaðir starfsmenn okkar. 6. liður. SÍS nýtur einokunar í ákveðnum greinum eða landssvæðum. Og áfram held- ur G.E. SÍS hefur einokun á öllum viðskiptum í landbúnaði og á allt nema bændurna, sem það mergsýgur (tilvitnun lýkur). Þessi orð voru dropinn sem fyllti minn mæli. Ég er bóndi þó mig skorti karl- mennskutáknin. Og rauðvíns- pressan og G.E. geta sótt til mín og annarra bænda fræðslu um okkar kjör en ekki öfugt. Og hver vill mæla muninn á mergmagni bænda vestan, norðan og austanlands og þeirra starfsbræðra okkar sunnanlands sem leggja slátrin sín inn hjá S.S. Og færum við að leggja inn hjá Hagkaupum og Vörumarkaðinum, gæti svo farið að mergsugunum fjölgaði og þeir Jón Bergs, Pálmi og Ebeneser yrðu steyptir í brons og seldir í heimilisstærð á útimarkaði í Davíðsborg. Um þennan lið gæti ég skrifað heila framhaldssögu, en þar sem það var ekki meiningin læt ég lokið. 7. liður. SÍS hefur stjórn- málamenn á launaskrá. Telst bað ekki til mannréttinda að ■ „Oft hefur þessi stuðningur SIS við Framsóknarflokkinn verið bjarnargreiði og gefið okkur andstæðingum Framsókn- arflokksins auðveldan höggstað og vissu- lega virkar þetta líka á hinn veginn og hefur gert okkur samvinnumönnum lífið íeitt í baráttunni við kaupmannsvaldið.“ Sums staðar hafa framleið- endur leyfi til torgsölu. Þá geta framleiðendur ráðið því hvort þeir skipta við sín eigin sam- vinnufélög eða heildsala, en mega ekki seija beint til smá- sala. Hlutfallið mun víðast hvar vera þannig að 70-80% af framleiðslunni er selt á vegum samvinnufélaganna. Sú skylda hvílir á samvinnu- félögum bænda, að þau ábyrg- ist jafnan rétt félagsmanna til sölu á framleiðslunni. þeir sem almenningur hefur kosið til sveitarstjórna eða al- þingis séu kjörgengir til trún- aðarstarfa í félögum er þeir starfa í? Gerist það hvergi nema inn- an samvinnuhreyfingarinnar, að stjórnmálamenn þiggi stjórnar- eða nefndarstarfs- laun? Spyr sá sem ekki veit. 8. liður. SÍS styður starfsemi stjórnmálaflokka. Veit ég Sveinki og hef lúmskt gaman af. Þetta er gamall arfur frá Jónasi á Hriflu. En Jónasar- saga er orðin skyldulesning ungra framagosa í öllum flokk- um nú til dags. Oft hefur þessi stuðningur SÍS við Framsókn- arflokkinn verið bjarnargreiði og gefið okkur andstæðingum Framsóknarflokksins auðveld- an höggstað og vissulega virkar þetta líka á hinn veginn og hefur gert okkur samvinnu- mönnum lífið leitt í baráttunni við kaupmannsvaldið (Guð- jonsena samtímans). 9. liður. SÍS á hluti í skugga- starfsemi og braski. Ef G.E. og hans skoðanabræður vildu og nenntu að fylgjast með starfi samvinnuhreyfingarinn-

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.