NT - 01.05.1985, Side 1
Ágreiningur um viðgerðarkostnað á togaranum Sjóla:
Slippstöðin vildi setja
lögbann á brottför hans
Togarinn sigldi til Hafnarfjarðar í gær
■ Ágreiningur er milli Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri og eig-
enda togarans Sjóla frá Hafnar-
firði um greiðslur fyrir viðgcrðir
á togaranum.
Krafðist Slippstöðin þess í
gærmorgun að lögbann yrði sett
á brottför togarans frá Akureyri
þar til veð hefði verið sett fyrir
skuldum og var Sjóli kyrrsettur
fram að hádegi en ekki var talið
hægt að kveða upp lögtaks-*
úrskurð, þannig að togarinn
sigldi áleiðis til Hafnarfjarðar
um hádegi í gær.
Ágreiningur er um þá vinnu
sem fram hefur farið á togaran-
um Sjóla hjá Slippstöðinni, en
hann var m.a. lengdur um 9 1/2
m settur í hann nýr gír og skrúfa
og lestir einangraðar. Segja
Sjólamenn að þeir hafi greitt
þann hluta verksins sem ekki
hafi verið ágreiningur um en
ýmsum hlutum umsamins verks
hafi ekki verið lokið og því hafi
þeir ákveðið að fara með togar-
ann til Hafnarfjarðar og láta
ljúka verkinu þar.
Lionshreyfingin:
Tíundi hluti gler-
augnanna á haugana
- 6000 gler og spangir fóru fyrir lítið
Útf lutningsverðmæti sjávaraf urða:
Dollaraverðið lækkaði
um 4% á síðasta ári!
■ Eitthvaö af gleraugum
þeim sem landsmenn gáfu í
söfnun Lionshreyfmgarinn-
ar lenti á ruslahaugunum í
Reykjavík. Við eftirgrennslan
NT kom í Ijós að einungis sá
hluti gleraugnanna sem tal-
inn var ónýtur lenti á haug-
unum. Ónýt töldust þau gler-
augu sem voru með rispuð
gler, og eins ef spangir voru
brotnar.
„Það var líklega einn tíundi
hluti af gleraugunum sem
lenti á haugunum, en það er
ekki rétt að þau hafi farið
þangað öll,“ sagði Svavar
Gestsson einn af forsvars-
mönnum Lionshreyfingar-
innar þegar hann varspurður
hvort öll gleraugun hefðu
lent á haugunum.
Svavar sagði ennfremur að
ekki væri óeðlilegt að ein-
hver hluti gleraugnanna
hefði verið í slæmu ásig-
komulagi, þar sem fólk var
að gefa gleraugu sem komin
voru tii ára sinna og mörg
hver löngu komin úr notkun.
„Alls söfnuðust 60 þúsund
gleraugu og tveir klúbbar
fóru í að taka frá þau sem
ekki vo.ru nothæf, og þeim
var hent,“ sagði Svavar að
lokum.
urða lækkaði talsvert á síðasta
ári, allt fram á síðasta ársfjórð-
ung, en þá var það orðið 7-8%
lægra í dollurum mælt en að
meðaltali 1983, að því er fram
kemur í nýrri spá Þjóðhags-
stofnunar. IVlestu skipti umtals-
verð lækkun á verði frystra
afurða, en mjöl og lýsi lækkaði
einnig mikið. Að meðaltali er
verðlækkun sjávarvara talin hafa
numið um 4% í dollurum á milli
1983 og 1984. Á mælikvarða
meðalgengis var hins vegar 1-
2% hækkun.
í krónum talið er hækkun
útflutningsverðs talin um 23% á
árinu 1984, en innflutningsverðs
um 22%, sem þýði um 1% bata
í viðskitpakjörum í heild. Horf-
ur um viðskiptakjör árið 1985
eru aftur á móti sagðar mjög
óvissar. Gera megi ráð fyrir að
sérstakar aðstæður á útflutn-
ingsmörkuðum íslendinga
reynist afdrifaríkari fyrir ís-
lensk viðskipti en verðþróun í
utanríkisviðskiptum almennt. Er
reiknað með að viðskiptakjörin
verði að meðaltali svipuð 1985
og 1984 og að verðlækkun í
erlendri mynt verði svipuð á
báðar hliðar viðskiptanna, eða
4% miðað við meðalgengi.
Töluverð gegnislækkun dollara
að undanförnu er hins vegar
sögð skapa verulega óvissu um
framvinduna næstu mánuði.
* ' . ' - ^
Maríúanaekrurnar
voru eitraðar!
- sjá bls. 29
1. maí; dagskrá
og viðtöl
- sjá bls. 4-5
Frjálsari gjaldeyrisviðskipti:
Útflytjendur mega eiga inn
lenda gjaldeyrisreikninga
■ Viðskiptaráðuneytið hefur
heimilað frjálsari notkun á
gjaldeyrisreikningum en verið
hefur fram til þessa. Frá 1. ágúst
næstkomandi verður útflytjend-
um, sem eiga eða eignast erlend-
m gjaldevri, heimilt að_ leggja
hann á gjaldeyrisreikning í ís-
lenskum banka.
Matthías Á. Mathiesen við-
skitparáðherra skýrði frá þessu
á ársfundi Seðlabankans í gær.
í reglugerð, sem ráðherra undir-
ritaði í gær, segir, að eigendur
gjaldeyrisreikninganna geti ráð-
stafað þeiin til viðurkenndra
greiðslna vegna viðskipta í er-
lendri mynt.
Ráðstöfun þessi er í samræmi
við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar og samstarfsyfirlýsingu,
sem formenn stjórnarflokkanna
beittu sér fyrir í september síð-
astliðnum.
■ Harður árekstur varð á
mótum Höfðabakka og
Dverghöfða um hádegisbil-
ið í gær. Fólksbifreiðin sem
sést á myndinni er gjörónýt.
Tildrög slyssins voru þau að
sögn lögreglu að bifreið
truflaði akstur ökumanns
fólksbifreiðarinnar og varð
það til þess að hann fór yfir
á rangan vegarhelming og
Ienti á vörubifreiðinni.
Ökumaður fólksbflsins var
einn í bflnum og var hann
fluttur á slysadeild.
NT-mynd Sverrir.