NT - 01.05.1985, Blaðsíða 5
'»♦ ifM f
* -•» u »
Miðvikudagur 1. maí 1985
BORGARNESDAGAR
í LAUGARDALSHÖLL 2.-5. MAÍ
VORUSÝNING
MYNDLISTARSÝNING
.TÍSKUSÝNINGAR
TOLVUKNATTSPYRNA
GOLFVÖLLUR OG LEIKIR
SONGUR OG TÓNLIST
SKEMMTUN OG FRÓÐLEIKUR
FYRIR ALLA
OPIÐ FIMMTUDAG KL. 19*22
FÖSTUDAG LAUGARDAG
OG SUNNUDAG KL. 13-22
■ Einar Bragi leitar á
bernskuslódir, austur á Eski-
fjörð...
I Guðmundur J. verður í
„alþýðulýðveldinu“ Nes-
kaupstað...
■ Birna Þórðar fer á Húsa-
vík...
■ Og Bubbi Morthens verður
þar líka...
■ Ögmundur á ísafirði og
■ Ásmundur í Hólminum.
■ l. maí, alþjóðlegur bar-
áttudagur vinnandi fólks er
haldinn hátíðlega víðs vegar
urn landið, með kröfugöngum,
lúðrablæstri, ræðuhöldum og
söng. Barnasamkomur og
kaffidrykkja er víða í ofanálag
og Eyfirðingar gera svo vel að
hafa sérstaka 1. maí messu, -
sjálfsagt má finna slíkar víðar
þó NT hafi ekki spurnir af
þeim.
Þær helstu baráttu og hátíðar-
samkomur sem NT hafði upp
á eru sem hér segir:
Reykjavík: 13:30 verður safn-
ast saman á Hlenimtorgi og
gengið þaðan kl. 14:00 niður
að Lækjartorgi. Þar í miðbæn-
um verða svo tveir baráttu-
fundir, annar á vegum Fulltrúa-
ráðs verkalýðsfélaganna í
Reykjavík, BSRB og INSl og
er á sjálfu torginu en hinn á
Hallærisplaninu á vegum Sam-
taka kvenna á vinnumarkaðin-
um. Hefjast báðir um klukkan
hálf þrjú.
A þeim fyrrnefnda eru aðal-
ræðumenn. Guðmundur Þ.
Jónsson formaður Landssam-
bands iönverkafólks og Einar
Ólafsson formaður starfs-
mannafélags ríkisstofnana. Þá
flytur Kristinn Einarsson, for-
maður INSÍ ávarp. Björk Jóns-
dóttir verður fundarstjóri og á
fundinunt mun „Hálft í hvoru" -
flytja nokkur lög.
A hinum fundinum eru svo .
þrír ræðumenn, þær Ásdís
Steingrímsdóttir starfsmaður á
Keldum, Hjördís Hjartardótt-
ir félagsráðgjafi og Dagbjört
Sigurðardóttir formaður
verkalýðsfélagsins Bjarma á
Stokkseyri. Guðlaug Teits-
dóttir mun stýra fundinum og
Stella Hauksdóttir mun syngja
og spila fyrir fundargesti.
Hafnarfjörður: Hálf tvö safnast
gaflarar að húsi BÚH og verð-
ur þar stuttur fundur með ræðu
og söng en síðan gengið fylktu
Það er kaupmátt-
urinn sem gildir
- rætt við Helga Pálmarsson hjá Kassagerðinni
■ „Það þýðir ekkert fyrir okkur að fá 100 krónum
hærri laun og svo um leið 500 eða 600 krónum meira í
útgjöld. Það er kaupmátturinn sem gildir. Deildu 14.925
krónum í 56 þúsund og þá færðu hvað iðnverkafólk á 7
ára taxta er lengi að vinna fyrir þingmannalaunum,“
sagði Helgi Pálmarsson verkamaður í Kassagerð
Reykjavíkur þegar NT innti hann eftir baráttumálum
verkalýðsins fyrir 1. maí í ár.
„Bein kauphækkun segir um 37%,“ sagði Helgi. Að-
ekki neitt þegar hún er tekin spurður hvort hann teldi kjör
jafnharðan aftur og þannig var
blekið ekki þornað á síðustu
sámningum þegargengisfelling
var ákveðin. Þessir menn sem
hafa margföld laun okkarsegja
að það verði gengisfelling ef
okkar laun hækka um 5% en
það varð engin gengisfelling
þegar kjaradómur ákvað að
laun þingmanna skyldu hækka
verkafólks verri undir einni
ríkisstjórn frekar en annarri
taldi hann það fjarri.
„Veistu hver það var sem
heilaþvoði núverandi stjórn-
völd með það að engvir pen-
ingar væru til fyrir lægstlaun-
aða fólkið. Það var Ragnar
Arnalds. Þegar hann var ráð-
herra þá var ekkert til í ríkis-
kassanum til að bæta kjörin
en um leið og hann var kominn
úr stjqrn þá var allt í einu til
nóg af peningum." Helgi bætti
því við að hann teldi verkalýðs-
baráttuna í dag skripaleik,
búið væri að færa völdin í
hendur eins eða fárra hvít-
flibba úti í bæ og ekki til nein
raunveruleg forysta. „Verka-
lýðsbaráttan hér áður var hug-
sjónarbarátta og þá var líka
hægt að vinna eitthvað á, en
núna, þá er bara kippt í spotta
svo við förum ekki nema að
ákveðnu marki. Áðurvarþetta
hugsjón cn núna- er þetta
skrípaleikur."
Aðspurður hvort hann færi í
1. maí göngu sagði Helgi að
frekar kysi hann að sitja heirna
og lesa Sturlungu en taka þátt
í slíkum skrípaleik.
Birna Þórðardóttir frá Sam-
tökum kvenna á vinnumárkaði
en annar gestur að sunnan er
Bubbi Morthenssemskemmtir
með söng.
Ákureyri: Þar er hátíðarmessa
kl. 11:00 í Akureyrarkirkju og
hálf tvö eftir hádegi verður
safnast saman til kröfugöngu
við Strandgötu 7. Útifundur
verður svo, við hið nýja hús
Verkalýðsfélagsins í Skipa-
götu, þar sem aðalræðumaður
verður Jón Karlsson formaður
Verkalýðsfélagsins Fram á
Sauðárkróki Kaffi verður svo
í Hótel Varðborg og klukkan
16 er barnaskemmtun.
Siglufjörður: Þarhefst hátíðar-
fundur klukkan 2 í Nýja Bíó
þar sem flutt verða stutt ávörp
og Guðmundur Ólafsson leik-
ari skemmtir.
ísafjöröur: Þar hefst fundur
klukkan 2 í Alþýðuhúsinu og
verður aðalræðumaöur Ög-
mundur Jónasson fréttamað-
ur.
Stykkishólmur: Þar heldur
Verkalýðsfélag Stykkishólms
upp á 70 ára afmæli með fundi
klukkan 3 í félagsheintili stað-
arins. Aðalræðumaður verður
Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ.
Grundarfjörður: Þar heldur
Verkalýðsfélagið Stjarnan
dansleik að kvöldi 30. apríl og
hefst kl. II. 1. maí er svo
hátíðarsamkoma klukkan 2 í
samkomuhúsinu og flytur
Tryggvi Þór Aðalsteinsson
framkv.stj. MFA aðalræðu
dagsins, en Kjartan "Ragnars-
son og fleiri skemmta gestum.
Borgarnes: þar hefst fundur
hálf tvö á Hótel Borganes og
flytur Karl Steinar Guðnason
aðalræðu dagsins, skemmtiatr-
iði verða stutt ávörp verða.
Akranes: Þar verður safnast
saman til kröfugöngu klukkan
tvö við hús Verkalýðsfélag-
anna og gengið að Bíóhöllinni
þar sem fundað er. Aðalræðu
flytur Magnús Geirssoa-
liði að LæCjarskóla þar sem
Guðmundur Hallvarðsson
verður meðal ræðumanna á
útifundi. Bergþóra Árnadótt-
ir, Grahant Smith og fleiri
munu skemmta.
Keflavík: Þar verður kröfu-
ganga frá húsi Vcrkalýðsfé-
lagsins sern hefst hálf tvö og
síðan fundur í Félagsbíói þar
sem Jón Baldvin Hannibalsson
flytur aðalræðu.
Selfoss: Þar er reiknað með að
samkoma verði í Selfossbíói
uppúr hádegi en ekki tókst að
afla nánari upplýsinga.
Eskifjörður: Þar heldur
Verkalýðsfélagið Árvakur há-
tíðlegt 70 ára afmæli með sam-
kontu sem hefst klukkan tvö.
Einar Bragi rithöfundur les
þar úr óútgefnum endur-
minningum sínum, „Af mönn-
um ertu kominn", auk annarra
dagskrárliða.
Neskaupstaður: Þar hefst há-
tíðardagskrá í Egilsbúð klukk-
an tvö og verður aðalræðu-
maður Guðmundur J. Guð-
mundsson. Þá verður söngur,
sanilestur og fleira í dag-
skránni.
Húsavík: Fundur í félagsheint-
ili Húsavíkur hefst klukkan
tvö og verðui aðalræðumaður
■ Hækki okkar laun um 5% verður gcngisfelling en engin þegar
þingmannalaun eru hækkuð um 37% Helgi Pálmarsson í
Kassagerðinni
NT-mynd: Sverrir
Dagskrá 1. maí víðsvegar um landið