NT - 01.05.1985, Page 12
Miðvikudagur 1. maí 1985 12
-■ . m
Ávarp 1. maínefndar
Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasambands íslands
■ Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins fylkjum við liði, lítum yfir
farinn veg, hugum að verkefnum næstu framtíðar, minnum á
hugsjónina um frelsi, jafnrétti og bræðralag og búum okkur til átaka
um aukin réttindi og betri lífskjör.
íslenskt launafólk hefur á undanfömum tveimur árunr mátt sæta
harkalegri árásum á kjör sín og mannréttindi af hálfu ríkisvaldsins en
þekkst hefur um árabil.
Samningsrétturinn var afnuminn á vordögum 1983 og lögfest bann
við vísitölubindingu launa.
Þó okkur hafi tekist að knýja stjómvöld til þess að afnema bann
við gerð kjarasamninga er enn bann við hverskonar vísitölubindingu
launa. Allt bendir þó til þess að þau lög verði ekki framlengd. Þá fyrst
höfum við endurheimt að fullu samningsrétt okkar.
Þýðingarmesta viðfangsefni okkar nú er því að móta markvissa
áætlun urn endurheimt og tryggingu þess kaupmáttar, sem var fyrir
afnám samninga 1983. Til þess að hrinda þeirri áætlun í framkvæmd
þarf einhuga og samhenta verkalýðshreyfingu, þar sem allir félags-
menn eru virkir þátttakendur.
Markmið okkar eru því skýr og ótvíræð.
- Við stefnum að endurheimt kaupmáttarins
- Við stefnum að tryggingu kaupmáttar.
- Við stefnum að sérstakri hækkun lægstu launa.
Verkalýðsfélögin líta einnig fram á veginn og aldrei má gleymast sú
skyida sem á þeim hvílir, að gæta hagsmuna þeirra sem minnst mega
sín, að berjast fyrir auknu frelsi og meiri jöfnuöi, að berjast fyrir
þjóðfélagsbreytingum sem leiða til þess að af vinnandi fólki verði aflétt
vinnuþrældómi annars vegar og öryggisleysi óstöðugrar atvinnu hins
vegar.
Við viljum því mannsæmandi cftirlaun fyrir launafólk.
Við viljum atvinnuöryggi fyrir fiskverkunarfólk.
Við viljum mannsæmandi starfsumhverfi og vinnuaðstæður fyrir allt
vinnandi fólk.
Við viljum dagvistarrými fyrir böm þeirra foreldra sem þess óska.
Við okkur blasir misskipting auðsins, sóun og rangar fjárfestingar.
Við krefjumst nýrrar atvinnustefnu sem tryggi skynsamlega ráðstöfun
fjármuna í atvinnulífinu, atvinnuöryggi og rétt vinnandi fólks til að
hafa áhrif á fjárfestingar og vinnuumhverfi.
Við vitum að launafólk er að sligast undir nær óbærilegum
húsnæðiskostnaði. Hundmð fjölskyldna um land allt standa nú frammi
fyrir því að geta ekki staðið í skilum með afborgamir af lánum. Við
blasir eignauppþtaka og húsnæðismissir, verði ekki að gert. Ungt fólk
getur ekki eignast íbúðir, leiguhúsnæði er dýrt og af skomum skammti.
Þess vegna krefjumst við tekjujafnandi skattakerfis og mótmælum
hugmyndum um virðisaukaskatt.
Við kretjumst öryggis til handa leigjendum og byggingu leiguíbúða
á félagslegum grundvelli.
Við krefjumst aukins fjár til verkamannabústaða.
Við krefjumst varanlegra lausna í húsnæðismálum, nteðal annars
með lækkun vaxta og lengingu lána.
Við ítrekum enn að þá því aðeins getum við sætt okkur við
verðtryggingu fjárskuldbindinga að kaupmáttur launanna sé einnig
tryggður.
Nú sem fyrr búa milljónir manna víða um heim við ófrelsi, ófrið,
hungur og vanþekkingu. Bilið milli rfkra þjóða og snauðra hefur
breikkað, mannréttindi eru fótum troðin og heilum þjóðum haldið í
helgreipum hervalds. í Suður-Afríku er fjölskyldum tvístrað, fólk
aðskilið eftir litarhætti, hinir hvítu og ríku drottna yfir hinum
fjölmenna svarta og fátæka meirihluta, í skjóli ógnar og ofbeldis.
Vopnabúrin stækka, helsprengjum fjölgar, hverskonar stríðsrekstur
og hernaðarbrölt er stóraukið. Árlega verja herveldin meiri
fjármunum en þarf til að brauðfæða hina nungruðu og margfalt hærri
upphæðum en nauðsynlegar eru til að útrýma sjúkdómum, ólæsi og
örbirgð.
Þess vegna lýsum við fordæmingu okkar á framleiðslu gereyðingar-
vopna.
Við lýsum samstöðu okkar með þeim sem berjast fyrir friði og
afvopnun.
Við viljurn að Alþingi lýsi því yfir að kjamorkuvopn verði aldrei
leyfð á íslandi.
Við viljum að Norðurlönd og hafsvæði norðursins verði lýst
kjarnorkuvopnalaust svæði.
Við mótmælum áformum um uppsetningu ratsjárstöðva og önnur
aukin hernaðammsvif á landi okkar.
Við lýsum yfir þeim viljaokkar að ísland verði herstöðvarlaust land,
utan allra hernaðarbandalaga.
Á ári æskunnar blasir við okkur sú staðreynd að kynslóðir
framtíðarinnar munu alast upp í skugga gereyðingarvopna, sem
geta eytt allri heimsbyggðinni margfaldlega. Hvenær sem ergetur
tortímingin orðið jafnvel fyrir slysni eina saman.
Á ári æskunnar er það hlutskipti milljóna vel menntaðra
ungmenna í iðnríkjum vesturlanda að fá enga vinnu. Sköpunar-
gleði og athafnaþrá fá ekki útrás, með þeim afleiðingum meðal
annars, að margvísleg vímuefni eyðileggja líf og framtíð þeirra
sem verst verða úti, en á sama tíma eiga milljónir ungmenna
engan kost á menntun.
Aldrei fyrr hefur mannkynið átt jafn rnikinn auð, aldrei áður
hefur tækniþekkingin staðið á hærra stigi, aldrei fyrr hafa
menntunarmöguleikar verið jafn miklir. Aldrei áður hefur
mannkynið átt betri möguleika á að búa æskufólki sínu bjarta
framtíð.
Með hugsjónina um frelsi, jafnrétti og bræðralag mun verka-
lýðshreyfingin berjast fyrir þjóðfélagi framtíðarinnar, þjóðfélagi
þar sem auður og þekking sem verkafólk skapar með vinnu sinni
er tekið í þjónustu þess, þjóðfélagi þar sem jöfnuður ríkir.
F.h. Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík
Halldór Jónasson Sigfinnur Sigurðsson
Bjórk Jónsdóttir Guðmundur Hallvarðsson
Hreinn S. Hjartarson Sigurður Pálsson
Hjálmar Bjarnason Matthildur Einarsdóttir
F.h. Bandalags starfsmanna ríkis og bæja
Sigurveig Sigurðardóttir Guðrún Árnadóttir
F.h. Iðnemasambands íslands
Kristinn H. Einarsson.
Ávarp Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga
■ 1. maí er helgaður samstöðu verkafólks og
réttlæti. Það er við hæfi á hátíðisdegi verkalýðs-
ins í ár að beina augum okkar til þeldökkra
verkamanna í Suður-Afríku. Þeir heyja um
þessar mundir harða baráttu fyrir mannréttind-
um og réttlæti. Hvergi er önnur ein$ þörf á
alþjóðlegu átaki til að losa heiminn við yfirvof-
andi stríðsógnun og afmá af jörðunni kerfi, þar
sent mannréttindi og réttvísi er fótum troðin.
Baráttan í Suður-Afríku sýnir einnig svo ekki
verður um villst, hve áhrifamikil sterk og óháð
verkalýðshreyfing er í vörn fyrir mannréttindum
og réttindamálum verkafólks.
Ástandið í Suður-Afríku nálgast nú suðu-
punkt. Tuttugu og fimm árum eftir að fjölda-
morðin í Sharpeville áttu sér stað eru enn við
líði takmarkanir á ferðafrelsi og löggjöf Apart-
Iteid sem viðheldur misrétti og stjórn hvíta
minnihlutans í landinu stendur óhögguð. 21.
mars í ár endurtóku atburðirnir í Sharpeville sig,
þegar lögregla Suður-Afríku hóf skothríð á
saklaust fólk og drap 19 manns að sögn yfir-
valda. Sjónarvottar halda því fram, að fjörutíu
manns hafi verið drepnir. Alls hefur lögregla
drepið um 240 svertingja á síðustu tíu mánuð-
um. Þúsundir hafa særst í átökum við lögregluna
og um ellefu hundruð manns hafa verið hand-
teknir.
Eitt helsta bitbein kúgunarstjórnar S-Afríku
er þarlend verkalýðshreyfing þeldökkra. Á s.l.
ári hóf Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfé-
laga herferð um allan heim til að fá leysta úr
haldi nokkra forystumenn verkafólks í S-Afríku
þ.á m. Pirochaw Camy, framkvæmdastjóra
Verkalýðsráðs S-Afríku og Chris Dlamini, for-
seta Sambands Verkalýðsfélaga S-Afríku. Þetta
eru tvö öflugustu sambönd frjálsrar verkalýðs-
hreyfingar í landinu. Um þesar mundir er
tuttugu og einn félagi verkalýðsfélaga í haldi.
Andstaðan gegn kynþáttamisrétti fer dagvax-
andi í S-Afríku. Á alþjóðavettvangi fær þessi
andstaða aukinn byr.Viðbrögð stjórnvalda eru í
fyrsta lagi að leggja til umbætur sem dæmdar eru
til að mistakast, þar sem ekki er hreyft við
undirrót misréttis. í öðru lagi beita þau
morðum, ofbeldi, handtökum og ofsóknum.
Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga hef-
ur farið þess á leit við Öryggisráð S.Þ. að það
beiti S-Afríkustjórn refsiaðgerðum. Sett verði
olíusölubann á landið auk banns sölu á vörum
til kjarnorkuframleiðslu. Þá er lagt til að bannað
verði að selja S-Afríkustjórn hátæknivörur, sem
nota má í hernaðarlegum tilgangi.
Brýnt er að aðildarfélög Alþjóðasambands
frjálsra verkalýðsfélaga beiti stjórnvöld í lönd-
um sínum auknum þrýstingi, sérstaklega hvað
varðar viðskipti og fjárfestingu í Suður-Afríku.
Auka þarf refsiaðgerðir þar sem þær koma að
mestu gagni í baráttunni að Apartheid stefnu
stjórnvalda. Einnig ber að styðja enn frekar
eigin áætlun Alþjóðasambands frjálsra verka-
lýðsfélaga til hjálpar sjálfstæðri verkalýðshreyf-
ingu svertingja í Suður-Afríku.
í 1. maí ávarpi Alþjóðasambands frjálsra
verkalýðsfélaga á síðasta ári var minnt á verka-
fólk, sem býr við harðstjórn alræðisþjóðfélaga.
Jafnframt var áhersla lögð á hugsjónir frelsis og
réttinda verkalýðsfélaga. Sambandið lítur svo á,
að óháð verkalýðshreyfing hafi verið mestur
aflvaki og burðarás mannréttinda í heiminum.
Lýsandi dæmi um þetta er sjálfstæð verkalýðs-
hreyfing þeldökkra í S-Afríku. Félagar eru nú
um hálf miiljón. Með fádæma hugrekki, fórnum
og tryggð við hugsjónir frjálsrar verkalýðshreyf-
ingar hafa samtök þeldökks verkafólks orðið
áhrifamikið baráttutæki gegn kúgun svarta
meirihlutans í landinu. Þau hafa barist fyrir
frelsi, réttlæti og afnámi Apartheid, og þannig
reynt að koma í veg fyrir blóðbað, sem óumflýj-
anlegt er, ef staðið verður til lengdar gegn
grundvallarréttindum meirihlutans.
Á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks senda
aðildarsambönd Alþjóðasambands frjálsra
verkalýðsfélaga um allan heim - alls 141 sam-
band í 98 löndum með 82 milljónir verkamanna
að baki - þeldökkum verkamönnum í Suður-
Afríku baráttmog samstöðukveðjur. Þeir heyja
harða baráttu fyrir þeim markmiðum, sem eru
einkunnarorð Álþjóðasambands frjálsra verka-
lýðsfélaga: Brauð, friður og frelsi.
1. maí ávarp Samtaka kvenna á vinnumarkaðinum:
Gegn launastefnu ríkisstjórnarinnar
■ Sú ríkisstjórn, sem nú situr við völd, hefur
gert grimmari atlögu að íslensku launafólki en
þekkst hefur um áratugaskeið. í valdatíð hennar
hafa launin lækkað um 30%. Það samsvarar því
að launþegi á lágmarkslaunum (14.075 kr.)
afhendi stjórnvöldum og atvinnurekendum 7
þús, kr. á mánuði eða hátt í 100 þús. kr. á ári.
Þeir, sem hafa hærri laun, greiða á sama hátt
meira með sér. Kjararánið hefur bitnað harðast
á láglaunastéttunum og þar eru konur fjöl-
mennastar.
Nú er þannig ástatt á heimilum láglaunafólks
að ekki dugar að bæði karlar og konur vinni
fullan vinnudag, heldur verður einnig að koma
til aukavinna nótt sem nýtan dag. Þó ná endar
ekki saman. Láglaunakonur, sem vinna einar
fyrir heimilinu, verða að taka hverju sem býðst
og þrátt fyrir tvöfaldan vinnudag og þrælkun í
erfiðustu störfunum geta þær aldrei um frjálst
höfuð strokið.
Á þennan hátt hefur ríkisstjórnin og gæðingar
hennar lagt klafa þrældóms á almúga þessa
lands. Sú frelsissvipting sem vinnuþrælkunin
felur í sér sýnir best lítilsvirðingu og skilnings-
leysi stjórnvalda á kjörum launafólks.
Niðurlæging launafólks er algjör. Að nýju er
fólk hneppt í fjötra fátæktar - þeirrar fátæktar
sem kemur fram í ógreiddum reikningum,
kreditkortum og matarúttektinni hjá Bogesen,
ogskuldabagginn stækkar um hver mánaðamót.
Sagan segir okkur að fátækt og vinnuþræl-
dómur fæðir oft af sér félagsleg og persónuleg
vandamál, sérstaklega vegna þess að fólk reynir
í lengstu lög að fela örðugleika sína.
Aðgerðir stjórnvalda vegna þessa mannlega
þáttar hafa falist í niðurskurði á allri opinberri
þjónustu sem nú á að sinna í anda frjálshyggj-
unnar. Ef ríkisstjórnin fær óáreitt að framfylgja
stefnu sinni verður uppbyggingarstarf síðustu
kynslóða brotið niður. Þá fá þeir einir að ganga
menntaveginn sem fj ármagnið hafa og umönnun
ungra og aldraðra verður háð markaðslögmál-
unum. Þessu verður launafólk að neita og
krefjast samneyslu í stað einkaneyslu.
Stéttaskiptingin í landinu verður skýrari.
Þessi ríkisstjórn hefur að markmiði að efla
eignasöfnun, einkaneyslu og valdastöðu fárra
útvalinna á kostnað almenns launafólks.
Við verðum að snúa vörn í sókn.
BSRB-verkfallið í haust var dæmi um sam-
takamátt og baráttuhug launafólks. Þar sást að
fólk hafði bæði vilja og afl til að knýja á um bætt
kjör.
Þar sást einnig að barátta og samstaða er eina
raunhæfa leiðin fyrir verkalýðshreyfinguna -
verkfallsrétturinn er það vopn sem bítur. Kjara-
dómur eða samningamakk fárra skilar litlum
árangri.
Samtök kvenna á vinriumarkaði vara við
lokuðum samningum og samráði verkalýðsfor-
ystunnar við vinnuveitendur og ríkisvald. Lýð-
ræðisleg forsenda fjöldavirkni er sú að félags-
menn eigi að móta þá kröfugerð sem forystan
síðan fer fram með.
Launaliðir samninga verða lausir 1. septem-
ber ef forystan semur ekki af sér. Því verður nú
þegar að hefja undirbúning að aðgerðum í haust
- annað er ekki hægt.
Að mati Samtaka kvenna á vinnumarkaðinum
eru eftirfarandi kröfur mikilvægastar:
Gegn launastefnu ríkisstjórnarinnar.
Gegn samningamakki og samráði VSÍ, ASÍ
og ríkisstjórnarinnar- uppsögn samninga.
Fullar vísitölubætur.
Gegn tvöfalda kerfinu.
Undirbúningur aðgerða í haust.
Launafólk; göngum sameinuð til baráttu -
krefjumst réttlætis.