NT - 01.05.1985, Page 14

NT - 01.05.1985, Page 14
 Miðvikudagur 1. maí 1985 14 Andrés Kristjánsson: Landnámsmaður í þjóð ríki sjálfstæðisins Hver var Jónas Jónsson þeg- ar lindir tóku að streyma til stofnunar Framsóknarflokks- ins? Eitt orð kemur í hugann - landnámsmaður - hann var mikilvægasti landnámsmaður sjálfstæðisþjóðfélagsins í hinu nýja, íslenska þjóðríki - að minnsta kosti frá sjónarmiði félagshyggjufólksins í landinu. En að skrifa eða segja þá landnámu er enginn leikur. Ingólfur Arnarson og aðrir hinir fyrstu landsnámsmenn ís- lands komu að óbyggðu landi, herma sögur, námu það, byggðu og mynduðu þjóðfélag sem dafnaði og lifði á þriðju öld, en lagðist síðan að mestu í eyði undir erlendan kúgunar- hæl. Síðan liðu sex myrkar aldir uns aftur tók að birta á s.l. öld af kyndli Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar, sem sótti óðalsréttinn að nýju í trölla hendur og færði hann þjóð sinni heim. En við verkalok hans og samherja hans var þjóðfélag sjálfstæðisins sem enn óbyggt og ónumið land eins og Island sjálft í önd- verðu, þótt fullveldið væri á þröskuldinum. Pannig var statt er tugur ára var af tuttugustu öldinni. Hin gömlu og lúðu herfylki, sem tekist höfðu á urn þjóðmálin á síðasta skeiði sjálfstæðisbar- áttunnar voru að leysast upp en nýirþjóðmálaflokkarhöfðu ekki dregið gunnfána sína að húni. Á þessari örlagastundu ís- lenskrar þjóðarsögu kom ung- ur maður heim til íslands úr hraðri menntaför um mörg Evrópulönd þar sem hann hafði öðru fremur búið sig undir það að verða fræðari kennaraefna í heimalandinu en jafnframt hugað grannt að félagsmálahreyfingum sam- tímans og menningararfleifð hinna gámalgrónu þjóðríkja. Þetta var Jónas Jónsson frá Hriflu, og við minnumst aldar- afmælis hans á þessu vori. En kall tímans og vor- leysingin kvaddi hann von bráðar út úr skólanum, og hann gerðist mikilvægasti land- námsmaður á þjóðmálalend- um hins nýja og sjálfstæða þjóðríkis sem var í fæðingu. Hann hóf landnámsstarfið með voryrkju og verkaskiptingu ís- lensks bónda sem ætlar hverri árstíð sína önn og penninn var plógur hans, en fyrsta eykið tímarit ungmennafélaganna, Skinfaxi. Fyrstu greinar hans þar og víðar um þjóðmálin og áhuga- efni frjálslynds félagshyggju- fólks fóru senn eldi um landið. Þær vöktu ýmist hrifningu eða reiði en öllum sem lásu hitnaði í hamsi. Hann ritaði um áhug- ann og bjartsýnina sem eru vitar æskunnar. Hann lýsti réttleysi fátæktarinar, yfir- gangi fégróðaafla, spillingu og sekt þeirra sem mergsugu aðra. Hann lét þjóðina standa frammi fyrir sjálfri sér naktri í þessum greinum, reiddi svip- una og græddi sár jöfnum höndum. Hannsagði dæmisög- ur um manndómleg viðbrögð og niðurlægingu svikahrapp- anna í samfélaginu. Hann lýsti þeim verkum sem þjóðin yrði að snúast að til þess að komast á braut sannfrjálsrar þjóðar við hlið nágranna sinna. Þann- ig lagði hann málefnin fyrir þjóðina og stefndi henni til sjálísmats og frjálsrar og sið- gæðislcgrar en óhjákvæmilegr- ar afstöðu fyrir eigin dómi. Þannig liðu nokkur missiri og ár við vorstörfin, en í næstu atrennu þurfti að fylkja þjóð- inni út á akurinn til þess að erja og uppskera, fylkja því liði sem var vaknað til vitundar. Þá gekk hann á fund verka- manna og sjómanna og eggjaði forustulið þeirra til félagslegra dáða og athafna. Hann rétti fram hjálparhönd við það land- nám og átti mikinn hlut að því að koma á fót pólitískum og stéttarlegum samtökum þeirra sem þyngst ok báru og sló þeim hug í brjóst til þess að hann á í þessari fæðingu. En við vitum og og finnum samt að hann er nálægur. Hann hefur tengt þræðina saman að baki þessari athöfn á liðnum missir- um. Það er hann sem hefur slegið vefinn sem var í höföld- um. Hann stofnar blöðin Tímann og Dag en gerist samt ekki ritstjóri Tímans, þótt manni finnist að það hafi verið allt að því einboðið og hann skrifi manna mest í blaðið. En land- námsstörfunum er ekki lokið, og Jónas sjálfur virðist ekki tilbúinn að taka við stýrinu. Þannig starfar Framsóknar- flokkurinn að sumu leyti eins og leiksoppur tilviljunarinnar til að sjá, utan samtaka þing- mannanna á þriðja ár, og held- mótamaður íslenskrar stjórn- málasögu. Jónas var kjörinn á þing 1922 en hann fór í efsta sæti landlista flokks síns með tregðu. Stjórn- arandstaða hans og Tryggva næstu fjögur árin er litríkasta og vígfimasta sókn á hendur íhaldsöflunum, sem háð hefur verið í íslenskri stjórnmálabar- áttu og jafnframt hin árangurs- ríkasta. Árið 1927 fékk þjóðin Jónasi og Tryggva og sam- starfssveit þeirra smíðahamar- inn í hendur, og eftir það glumdu dagsins hamarshögg tíðar og fastar en þjóðin hafði þekkt áður og var íslenskur heimur í smíðum. Hér skulu ekki rakin þau stórvirki van- efnanna sem Jónas stóð öðrum fremur fyrir næstu árin. Á ■ Jónas talar á 100 ára afmæli samvinnuhreyfingarinnar á samkomu í Yaglaskógi. Meginkaflar úr ræðu sem flutt var á nýloknum miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, í aldar- minningu um Jónas Jónsson frá Hriflu. hrista hlekkina. En hann ílent- ist ekki sjálfur í þeim herbúð- um, heldur hélt í nýjan land- námsáfanga, þar sem enn var verk að vinna. Þetta var aðeins annar armur þeirrar fylkingar sem hann vildi að byggði þjóð- félagshúsið. Hinn yar bænda- stéttin, fólk ungmennafélag- anna og samvinnumenn. Þessi öfl áttu að vinna saman að þjóðfélagslandnáminu þar sem maðurinn, samhjálp og sam- ábyrgð, réðu auði ogathöfnum til almennrar farsældar og þjóðmenningar en þokaði úr öndvegi fúanum í lifandi tré samfélagsins, þar sem iðjulaust fjársafn elst á féleysi fátæk- linga. Við höfum lengi kallað Jón- as Jónsson aðalstofnanda Framsóknarflokksins, og það er án efa rétt skilgreining, þótt það gerðist raunar ekki með sama hætti og þegar herforingi blæs liði sínu til fylkingar og framsóknar. Hann hafði ekki þann hátt á að kveðja til þings, stofna flokk og gerast foringi hans. Hann beitti landnámsað- ferðinni. Hann skrifaði um hugsjónir, ræddi við menn um þær og vann hugina, og þegar til fyrstu atlagna var stefnt virtist hann lítt sýnilegur sjálfur, að minnsta kosti ekki í fremstu víglínu. En hann var samt alltaf nálægur, hvort sem var við framboð óháðra bænda, samtök vinnusfétta eða mál sem efst voru á baugi, þá var liann þar með einhverjum hætti eða hafði komið þar við. Það má líka segja með réttu, að Gestur á Hæli eigi nokkurn hlut að fyrsta vísinum, því að fyrstu aðdrættir Framsóknar- flokksins eru frá hinum gamla bændaflokki hans, síðan kem- ur framboð óháðra bænda, þar sem Jónas leggur á ráðin og ræður efsta frambjóðanda. En þegar áttmenningarnir ganga saman í flokk á þingi rétt fyrir jólin 1916 og Sigurður í Ysta- felli tekur af skarið um flokks- nafnið nokkru síðar, sést Jónas ekki á sviðinu, og það verður ekki heldur rakið með skýrum heimildum, hvern beinan þátt ur ekki fyrsta þing sitt fyrr en 1919, þar sem liann setur sig á laggirnar, en Jónas víkur sér enn undan því að verða for- maður hans. Hann er enn sjálf- boðaliði og landnámsmaður. Það virðist undarleg þver- stæða að segja það nú, að það hafi verið eitthvert mesta happ sem hinn unga flokk henti, að Jónas skyldi ekki gerast rit- stjóri Tímans við stofnun hans eins og sjálfgefið mátti heita og hann var í raun til kjörinn að öllu atgervi. Ef hann hefði orðið það, hefði flokkurinn líklega ekki fengið Tryggva Þórhallsson, en samganga þeirra í stjómmálunum er gullnasta augnablik þessa þjóðmálavors samfélaghyggj- 'unnar í landinu. Samvinna þeirra og árangur hennar er eitt af stórbrotnustu ævintýr- um íslenskrar stjórnmálasögu. Þegar sú flokkaskipun, sem Jónas stefndi að og hafði beitt sér fyrir með svo áhrifaríkum hætti, komst endanlega á 1922-23 var íslenska lýðríkið loks í stakk búið til þess að takast á við úrlausn þjóðmála. Þessi stjórnmálastakkur var að langmestu leyti verk Jónasar. Þó var hann sjálfur enginn valdamaður orðinn enn. Hann var ekki þingmaður, ekki for- maður flokksins sem hann hafði stofnað, ekki ritstjóri flokksblaðsins. Hann hafði hvorki þau vopn né valdaað- stöðu sem venjulegir forystu- menn þurfa til þess að koma á breytingum og hafa úrslita- áhrif. Hanni hafði náð þessu marki með greinum sínum, hugaraflinu sem hann beitti með pennanum. Þetta er undr- ið urn Jónas Jónsson, svo að hann er fáum eða engum öðr- um manni líkur í íslenskri stjórnmálasögu. Valdastaða var aldrei sterkasta vogarstöng hans heldur penninn. Það er rétt sem Þórarinn Þórarinsson hefur sagt, að þótt hann hefði fallið frá 1922 - áður en hann komst í nokkra valda- eða áhrifastöðu - hefði hann án vafa hlotið þann sögudóm að vera einhver áhrifamesti tíma- stjórnarandstöðuárunum eftir 1922 hafði hann borið hvert umbótamálið af öðru fram á þing, en þau brotnuðu flest á íhaldsmúrnum. Nú tók hann að rótfesta skóga hugmynda sinna. Sú saga er ekki gleymd enda minna verkin á sig hvern dag enn og munu gera það öldum saman. Hér skal ekki fullyrt að allt hafi verið gott sem þeir Jónas og Tryggvi gerðu. Hitt er víst að þá braust þjóðin eftir nýjum leiðum af vonleysisklifum til vinnandi vegar og lagði marga þá horn- steina sem síðan hefur verið byggt á. Enn mikilvægara var þó, að í þessum verkum fékk hún á borði svo óræka sönnun um mátt og getu sjálfrar sín, að það staðfesti með henni til frambúðar nýtt raungildi sjálf- stæðisins. Þessi sjálfsprófun var íslendingum meira virði en nokkuð annað á þeirri sögu- stundu. Þannig hafði Jónas Jónsson stjórnað bæði hug- sókn og verksókn þjóðar sinnar. Sagan frá 1927 og viðburða- rásin síðan allt til þessa dags sýnir okkur glöggt þau marg- reyndu sannindi, að stórbrotin framfarasókn er hvorki tengd né bundin auðlegðarárum eða stórlánatímum samfélagsins heldur á sér aðrar forsendur. Dúnsæng og velsæld fjármuna er engin herhvöt til stórræða, og þótt peningar séu stundum kallaðir afl þeirra hluta sem gera skal, er annað afl sterkara í þeirri orrustu - sá kjarkur sem ekki þolir andspyrnu og styrkist við hverja raun, leggur á brattann hvort sem góð leiðarlok eru vís eða ekki og berst til úrslita án ótta um sjálfan sig. Það dauða hag- stjórnarkerfi sem leggur snið- götur í brattann eftir útreikn- ingi til hægrar göngu, vinnur ekki stórvirki í sókn þjóðar upp á líf og dauða, heldur hugrekki og áræði kjarnafólks í ögrun og brýningu frjálsrar fátæktar. Það hugarafl eitt klíf- ur þrítugan hamarinn. Sú sókn er sjaldan áfallalaus og hún getur orðið mannskæð, en hún færir þjóðinni sigur. Á hamhleyputímanum frá ' 1927 til 1932 var rutt og byggt en samfélagsmynstrið sat enn að nokkru á haka, það beið næsta áfanga, þá var félags- hyggjuþjóðfélagið gróðursett. Meinleg atvik og dularfull átök ollu því, að Tryggvi og Jónas stýrðu ekki verksókninni þegar sjálft þjóðfélagshúsið var reist á árunum eftir 1934. Ný kyn- slóð forystumanna tók við og hinir eldri þokuðust fjær. Framsóknarflokkurinn var sterkasta aflið í þessum úr- slitaáfanga og Hermann og Eysteinn voru og leiðtogar við þjóðfélagsgerðina á grunni Jónasar þar sem félagshyggja og samábyrgð voru sterkustu þættir, en í hana vantaði ýmsa helstu stuðla hinna gamal- grónu auðhyggjuríkja. Þar var til að mynda engum færi gefið til að lifa á peningunum sínum einum án vinnu, þar var hluta- félagið ekki lausnarorð - fél- agsform efnahagslegrar stiga- mennsku, einsogJónas kallaði það - heldur samvinna og sam- félagsábyrgð. En Jónas var samt enn nálægur í þrjátíu ár,. nálægur í hverju stórmáli þjóð- arinnar. námssjóðs sem var bæði tákn- ræn og áhrifamikil samhjáip. Eða Menningarsjóðs sem enn er í fullu gildi eftir hálfa öld. Við getum enn nefnt Þjóð- leikhúsið og Hallgrímskirkju til marks um stórhugann og áræðið. En þótt þjóðfélagsverk og menningaráfangar muni lengi tala máli Jónasar, hljótum við þó að staðnæmast fremur við orð hans og listatök á íslensku máli sem gerðu greinar hans að bitrasta sverði sem brugðið var á ritvelli stjórnmálabarátt- unnar og lét menn aldrei hlut- lausa, ollu oftast annað hvort hrifningu eða hatri. í raun og veru var skilningur Jónasar ævinlega sögulegur og túlkunin skáldleg. Hið sterka og hreina bændamál þúsund ára fágunar lagðist honum ungum sjálf- krafa á tungu af vörum fólks og lestri bókmennta. Enginn maður kunni betur að nota söguna sem sjónauka á mann- lífið og májefni samtíðar. Minni hans og sterk rökhugsun gerði honum ætíð tiltækar svo hugfleygar og snjallar líkingar, að hann gat birt mönnum í andrá og örfáum orðum kjarna flókins máls, og stundum jaðr- aði þessi vígfimi við sjónhverf- ingar. Myndræn fegurð og hljómur málsins féll í löð við skapheitt og súgmikið hugar- flug. Enginn íslenskur stjórn- málamaður hefur haldið á máttugri penna. Síðan hófst stríðið, hersetan og kalda stríðið. Þjóðin hætti að lifa eðlilegu lífi, horfði star- blind á gullkálf hremsigróðans og samábyrgðarþjóðfélagið hlaut þung áföll. Á þessari stundu er ekkert ráðrúm til þess að tíunda stór- virki Jónasar og einstök bar- áttumál, en ýmsir þeir stuðlar standa enn lítt haggaðir. Hér- aðsskólarnir á heitum stöðum eru líklega þær stofnanir sem mestum aldahvörfum ullu í mannlífi landsbyggðarinnar. Þeir gerbreyttu lífi unga fólksins, lyftu nýrri kynslóð upp á sigurbakka með ný úr- ræði og nýja lífsfyllingu. Ég held að samvinnuhreyfingin og héraðsskólarnir séu mestu lyftistengur mannlífsins á landsbyggðinni allt frá land- námstíð. Við skulum líka minnast Byggingar- og land- En þessi listatök voru ekki aðeins á stjórnmálaskrifunum heldur líka greinum um menningarmál og hvers konar önnur mannfélagsmálefni, og ef til vill bar þau hæst er hann skrifaði um merkismenn sög- unnar og samferðafólk. Áhugi hans á mannlífi og fólki stóð djúpum rótum, og þegar hann sagði frá lífsdæmi sem hreif hann var sem penninn tæki flugið. Hver gleymir til að mynda lokaorðum minningar- greinar hans um Gest á Hæli sem eitt sinn hefur lesið hana. „Mjúka og stælta stálfjöðrin er brostin í miðju. Eldingar Gests á Hæli leiftra ekki lengur. í hinum fámenna flokki íslenskra afburðagáfu- manna hefur fækkað um einn. “ Jónas Jónsson brá blikandi sverði sínu oft ærið nærri and- stæðingum sínum, jafnvel svo að þeir urðu sárir. Orð hans og gerðir létu fáa ósnortna eða hlutlausa. Menn dáðu hann eóa hötuðu, sáu hann annað ti'ii. .íwí k nikVifi táv> i'é • á> ».»«,:»•» *»*%*•*:*'«,.*■* **■*•»:*-»-»*'** í.ck.íí j. *-***-*.*-•! .* _ 1

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.