NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 01.05.1985, Qupperneq 29

NT - 01.05.1985, Qupperneq 29
 Miðvikudagur 1. maí 1985 29 Utlönd Bandaríkin: Viðskiptabann á Nicaragua? Washington-Reuter ■ George Schultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ætlar að mæla með því við Reagan forseta að sett verði viðskipta- bann á Nicaragua og flugsam- göngum þangað hætt, að sögn Lloyd Bentsen öldungardeildar- þingmanns. Bentsen, sem er demókrati frá Texas, sagði að utanríkis- ráðuneytið hefði veitt sér þessar upplýsingar, en hann lagði sjálf- ur til við öldungadeildina í síð- ustu viku að Nicaragua yrði beitt efnahagslegum þvingunum og hitti Schultz til þess að ítreka hugmyndir sínar við hann. Bentsen sagðist ekki vita ná- kvæmlega í hverju þvinganirnar yrðu fólgnar en gladdist ákaf- lega í yfirlýsingu sinni yfir því hve skjótt var brugðið við tillög- um hans. í síðustu viku hóf Reagan upprifjun á stjórnarstefnu Bandaríkjanna í Nicaragua eftir að Bandaríkjaþing hafnaði kröfu hans um 14 milljón doll- ara aðstoð við skæruliðana sem berjast gegn stjórn sandinista. En þó að þingið hafi hafnað kröfu Reagans mun einhver stuðningur vera við það að beita Nicaragua einhvers konar þvingunum. Á síðasta ári fluttu Banda- ríkjamenn vörur fyrir 110 millj- ónir dollara til Nicaragua og keyptu í staðinn vörur að and- virði 58 milljóna dollara, aðal- lega nautakjöt og banana. Viðskiptabann gæti haft al- varlegar afleiðingar fyrir Nicar- agua þar sem efnahagsástandið er fremur bágborið eftir sex ára borgarastríð. En Bandaríkjastjórn, sem hingað til hefur forðast saman- burð á afskiptum Bandaríkj- ■ Hér gefur að líta skæruliða í Nicaragua á leið heim úr herferð - í bandarískri þyrlu. Bandaríkjaþing hefur nú hafnað kröfu Reagans um fjárstuðning við skæruliðana en þeir sem aðhyllast íhlutun Bandaríkjanna í innanríkismál Nicaragua róa nú að því öllum árum að viðskiptabann verði sett á sandinistastjórnina. ;anna í Víetnam og Suður-Am- eríku hefur nú’ viðurkennt að um hliðstæðu sé að ræða - og ekki nóg með það heldur segir hún líka að stefnan sé rétt, á báðum stöðum. Sameinuðu þjóðirnar: Starfsfólkið í „hungur“ verkfalli Samcinuðu þjóðirnar-Reuter ■ Nú i byrjun þessarar viku stakk starfsfólk Sameinuðu þjóðanna öllum niðurdrepandi fátæktar-, hungurs- og stríðs- málum heimsins undir stól og sameinaðist í mótmælum gegn vondum mat og minni drykkjum sem boðið er upp á í hinni háglerjuðu aðalbyggingu stofn- unarinnar. Starfsfólkið, þ.á.m. hæst launuðu skrifstofumenn í heimi, stilltu sér upp í röð til að komast í ókeypis kaffið og snúðana hjá starfsmannafélaginu fyrsta dag- inn í morgunverðarhungurverk- fallinu sem beint er gegn kaflí- teríunni í aðalbyggingunni. Skipuleggjendurnir útbýttu flugritum þar sem kvartað var yfir hinum vonda mat, vondri þjónustu, tilbreytingarlausum matseðli, „óætum pylsum, vatnssósa grænmeti, kekkjóttri súpu og trénuðum ávöxtum." Hin vaxandi óánægja með aðbúnaðinn náði hámarki í byrjun aprílmánaðar þegar eftirlit með skammtastærðum var hert og farið að krefjast greiðslu fyrir vörutegundir sem áður voru ókeypis. Starfsfólkið kvartaði einnig Kolombía: Eitruðu marí- júanaekrurnar Bogota-Reuter ■ Lögreglan í Kolombíu hefur eyðilagt 90% maríjúanauppskerunnar í tveggja vikna herferð, með illgresiseyði að vopni. Lögreglan sagði að sprautuherferðin og skyndiárásir lögreglunnar hefðu að mestu unnið bug á vandanum. En einnig var skýrt frá því að óþekkt magn af maríjúana væri líklega falið í fjöllunum, tilbúið til útflutnings. Bandaríska utanríkisráðuneytið telur að 8.000 hektarar landsins hafi verið lagðir undir maríjúanaræktina í Kol- ombíu á þessu ári, en Kolombía er stærsti framleiðandinn sem sér Banda- ríkiamönnum fyrir þessari jurt. I síðustu aðgerðum lögreglunnar fann hún 292 tonn, eyðilagði 13 flugbrautir sem útflytjendur notuðu og handtóku 34 menn. Á síðasta ári kom lögreglan höndum yfir 4.300 tonn af mariíjúana. Yfirvöld í Kolombíu tóku upp harðari baráttu gegn eiturlyfjaiðnaðinum eftir að eiturlyfjasalar myrtu dómsmálaráð- Irerra landsins fyrir rcttu ári. þegar hætt var að leyfa því að hella sér sjálfu í glösin og þess í stað tekinn í notkun skammtari með þeim afleiðingunum að það sem fólk fær í glösin sín á barnum þykir í minnsta lagi. Fyrirtækið sem selur Samein- uðu þjóðunum þessa vondu þjónustu og er dótturfyritæki tlugfélaga- og hótelkeðjunnar Transworld Corporation fékk samninginn nýlega endurnýjað- an um eitt ár, en áður hafði ráðgjafafyrirtæki bent stofnun- inni á að hún gæti fengið mun ódýrari þjónustu hjá öðrum fyrirtækjum í þessari grein, að sögn talsmanns starfsmannafé- lagsins. Palestínuhjálpin 35 ára: Fjárvana hjálparstofnun Vínarborg-Reuter. ■ í dag eru 35 ár liðin frá því að sú stofnun sem létta átti palestínskum flótta- mönnum lífíð UNRWA tók til starfa en því var lýst yfír í gær að hún væri nú á barmi fjárhagslegs hruns. Talsmaður UNRWA skýrði frá því í yfirlýsingu frá aðalstöðvunum í Vín að starfsfólkið héldi áfram hjálparstarfi í Jórdaníu, Lí- banon og Sýrlandi og á her- teknu svæðunum á vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu þrátt fyrir fjárhagserfiðleik- ana, óróa meðal flóttamann- anna og bardaga í Líbanon. Talsmaðurinn sagði að UNRWA treysti á frjáls framlög, aðallega frá ríkis- stjórnum, en ekki væri búist við að tekjur í reiðufé yrðu meiri en 138 dollarar á þessu ári og þyrfti stofnunin a.m.k. 27 milljónir dollara til viðbót- ar til að ekki þyrfti að skera starfsemina niður. Meðal þess sem UNRWA hefur komið til leiðar er að minnka ungbarnadauða meðal palestínskra flótta- manna um helming og einnig hefur tekist að koma í veg fyrir alvarlegar farsóttir með- al flóttafólksins. Um 700.000 ungmenni hafa hlotið almenna menntun í skólum stofnunarinnar, 43.000 ungir flóttamenn hafa útskrifast úr æðri mennta- stofnunum hennar þ.á.m. kennarar og 2.900 stúdentar hafa lokið háskólanámi fyrir styrki hennar. Lestunar- áætlun Hull/Goole: Dísarfell .......... 6/5 Dísarfell ..........20/5 Dísarfell .......... 3/6 Dísarfell ..........17/6 Rotterdam: Dísarfell .......... 7/5 Dísarfell ..........21/5 Dísarfell .......... 4/6 Dísarfell ..........18/6 Antwerpen: Dísarfell .......... 8/5 Dísarfell ..........22/5 Dísarfell .......... 5/6 Dísarfell ..........19/6 Hamborg: Dísarfell ......... 10/5 Dísarfell ..........24/5 Dísarfell .......... 7/6 Dísarfell ..........21/6 Helsinki: Hvassafell..........21/5 Falkenberg: Arnarfell .......... 2/5 Larvik: Jan ................13/5 Jan ................28/5 Jan................ 10/6 Gautaborg: Jan................ 14/5 Jan.................29/5 Jan ................11/6 Kaupmannahöfn: Jan................ 15/5 Jan.................30/5 Jan................ 12/6 Svendborg: Jan ... *........... 2/5 Jan ............... 16/5 Jan................. 1/6 Jan ............... 13/6 Aarhus: Jan................. 2/5 Jan ............... 16/5 Jan................. 1/6 Jan................ 13/6 Gloucester, Mass.: Jökulfell...........10/5 New York: Jökulfell.......... 15/5 Portsmouth: Jökulfell...........17/5 Halifax, Canada: Jökulfell...........20/5 lCk SKIRADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth 180 121 Reyk|avik Simi 28200 Telex 2101

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.