NT


NT - 01.05.1985, Síða 15

NT - 01.05.1985, Síða 15
Miðvikudagur 1. maí 1985 15 hvort í sólskini eða svartnætti. Hann var lengi umdeildasti maður á íslandi, annað hvort dýrlingur eða djöfull. Margir hugðu til grimmilegra hefnda, jafnvel svo að honum var stefnt til galdrabrennu og bálköstur- inn hafði verið hlaðinn. Sú saga er kannski ævintýri aldar- innar um það hvernig hann sleit af sér fjöturinn með afli orða sinna eins og fífukveik. En Jónas Jónsson veitti líka oft samferðamönnum sínum og samherjum leiðsögn með valdi og stormi, og honum hætti til að koma við kvikuna þar líka, þótt með öðrum hætti væri. Stormurinn er mesta afl náttúrunnar, hann gefur byrinn, en hann verður aldrei haminn eða beygður, sveigður af leið eða hnepptur í fjötra. Þannig var Jónas Jónsson líka. Honum lét ekki ævinlega að slá af til þess að verða samstiga sundurleitum hópi samferða- manna. Þeir voru margir, sem þurfti að eiga nokkra samleið með er töldu sig varbúna að ganga við hlið hans og óttuðust um samlyndið undir handar- jaðri hamhleypunnar sem þeir kenndu við ráðríki og ofstjórn. Þegar við minnumst Jónasar Jónssonar og málefnabaráttu hans á árunum eftir 1922, kom- umst við varla hjá því að taka eftir fágætum mætti hans til þess að drepa framfaramál úr dróma, sem vafningameistarar þeirra ára höfðu reyrt að þeim. Ég hef hér að framan farið á stiklum um hinn víða og há- vaxna hugsjónaskóg Jónasar frá Hriflu. En það er ekki eins dags verk kvað þá hálfrar stundar að lýsa öllum stórvið- unum þar. En þegar Jónasar er minnst í þessum hópi á aldaraf- mæli hans hæfir varla að gleyma framlagi hans til is- lenskrar samvinnuhreyfingar. Hann var sverð hennar og skjöldur, félagslegur orkugjafi hennar með stofnun og starfi Samvinnuskólans og háði fyrir hana með orðsins brandi Iengstu og tvísýnustu orrust- una, og hafði sigur sem stað- festi réttarstöðu hennar og hlutskipti í hinu nýja þjóðríki. Það hlýtur einnig að teljast þakkar vert í þessum hópi og á þessari stundu, þegar ný aðför virðist kalla á annan Jónas. En hvað var hann og er Framsóknarflokknum. Hann var og er faðir hans, segjum við með réttu. Hann safnaði saman og bjó honum í hendur málefni hans og hugsjónir í öndverðu. Hann fylkti liði fé- landshyggjufólksins í landinu í samvirkar sveitir og hann og Tryggvi lyftu flokknum með sameiginlegu átaki á efsta hjalla sem hann hefur náð í vitund þjóðarinnar, og skilaði honum fram til nýrra og mikil- hæfra forystumanna. Þótt í sundur bæri með honum og flokknum var hann ætíð nálæg- ur og er enn í verkunum sem við blasa og hugsjónamálum sem eru sííellt að kalla til okkar með orðum hans. Það hefur orðið mér undrunarefni, sem í Ijós hefur komið nú við hundrað ára minningu hans, hve hann lifir enn þá sterku lífi í því fólki sem man hann og hefur lesið hann. Og sagan mun seint slá þagnarmúr um Jónas Jónsson. En við getum aldrei tíundað það að fullu sem hann var og er Framsóknarflokknum og þjóðmálabaráttu hans, allra síst á þessari ögurstundu. svo að mál er að linni mínum orðum. En ef til vill má líka segja þetta í einu orði. Hann var lífsandi Framsókn- arflokksins. Hann var það á mótunarár- unum, og er það að nokkru leyti enn. Andrés Kristjánsson Erlendur Einarsson: Sjá síðu 18. Erindi flutt í Hamragörðum 6. mars 1985 Jónas og sam- vinnuhreyfingin Fyrstu kynni mín af Jónasi Jónssyni voru bækurnar hans „íslandsaga handa börnum", tvö bindi, gefin út 1915 og 1916 og svo Dýrafræði, 3 bindi, gefin út á árunum 1922-1927. Bækur þessar las ég spjald- anna á milli á unglingsárunum í Vík. Sumir telja íslandssögu Jón- asar eina áhrifaríkustu skóla- bók sem íslendingar hafa eign- ast. Á einum stað í bókinni hermir Jónas eftirfarandi um- mæli Haralds konungs harð- ráða um Gissur ísleifsson síðar Skálholtsbiskup: „Af Gissuri má gera þrjá menn: Hann má vera víkingahöfðingi og er til þess vel fallinn. Pá má hann og vera konungur af sínu skaplyndi og í þriðja lagi biskup og er hann til þess ■best fallinn. Pað mun hann hljóta og þykja ágætismaður. “ Þessi ummæli Haralds kon- ungs leiða ósjálfrátt hugann að því aðlíkt hefði mátt að otði kveða um Jónas sjálfan. Hann var óvanalega fjölbreyttum gáfum gæddur og áhugasamur um marga hluti. Af honum hefði a.m.k. mátt gera þrjá menn: Uppeldisfrömuð og var hann til þess vel fallinn, stjórn- málaleiðtoga vegna skaplyndis og baráttuvilja og í þriðja lagi félagsmálaleiðtoga samvinnu- manna, vegna þeirra sterku samvinnuhugsjóna sem hann bar í brjósti og vegna baráttu- viljans fyrir framgangi sam- vinnustefnunnar. í þeim samanburði sem hér er gerður er þó sa-munurinn að þar sem Gissur varð að velja eina af þeim þrem brautum, sem kon- ungur vísaði honum á, þá auðnaðist Jónasi að verða allt það þrennt, sem ég nefndi. lengstur var þó ferill hans sem samvinnumanns við störf hjá Sambandinu að útgáfu- og fræðslumálum og þó öðru fremur sem skólastjóri Sam- vinnuskólans, allt frá stofnun hans uns Jónas lét af því starfi sjötugur, 37 árum síðar. Ég var tíu ára gamall er ég fyrst sá Jónas Jónsson, sem þá var gestkomandi á heimili for- eldra minna í Vík í Mýrdal. Það var stjórnmálamaðurinn Jónas sem var á ferð um landið að halda þingmálafundi. Mér er enn í minni þegar Jónas stakk peningaseðli í lófa minn þegar hann kvaddi.Jónas gisti nokkrum sinnum á heimili for- eldra rninna, þegar hann var á ferð um Vestur-Skaftafells- sýslu. Þannig sköpuðust nokk- ur kynni milli hans og foreldra minna sem mátu Jónas mjög mikils. Samvinnuhugsjónin var mjög í hávegum höfð á æskuheimili mínu. Boðskapur Jónasar um framfarir í féiags- anda og samvinnu, féll þar í góðan jarðveg og hugtakið samvinnumaður hafði þar á bak við sig ákveðið lífsviðhorf. Samvinnustefnan fól í sér nýja draumsýn um betri heim. Með samstarfi og samvinnu skyldu menn skapa betri lífskjör, ekki síst rétta hlut þeirra sem lakar voru settir í lífsbaráttunni. Sá fátæki hafði sama rétt og hinn ríki á fundum samvinnufélaga og í viðskiptum sínum við þau. Að vera sam vinnumaður var því ekki fyrst og fremst að vera samvinnustarfsmaður, heldur að vera virkur félagsmaður í samvinnufélagi, vera áhuga- samur um samvinnustarf, fylgja samvinnustefnunni. • ■ í ræðustól á Snorrahátíð í Reykholti 1947. Jónas Jónsson ólst upp á félagssvæði Kaupfélags Þing- eyinga, elsta kaupfélags landsins. Hann sleit barns- skónum, þegar samvinnu- frumherjarnir í héraðinu voru önnum kafnir við að festa kaupfélagið í sessi, í harðri andspyrnu við erlent kaup- mannavald. Býli foreldra Jón- asar tilheyrði Kinnardeild kaupfélagsins, deild Sigurðar í Ystafelli. Hann var sá í forystusveit samvinnumanna sem einna róttækastar vonir batt við samvinnustefnuna. Sam- vinnustarfið var í hans augum afl jafnaðar og bjargráða hinna verr settu í þjóðfélaginu. Ekki dreg ég í efa að frá unga aldri hafi Jónas haft áhuga á sam- vinnumálum, verið einlægur samvinnumaður. Eftir að hafa lokið gagn- færðanámi á Akureyri heldur Jónas til útlanda og stundar nám f Askov, Kaupmanna- höfn, Berlín, Oxford, París og London og kemur heim til íslands árið 1909 og gerist skólamaður í Reykjavík. Mun hann þá hafa ætlað sér ævistarf á sviði skólamála. Þátttöku í samvinnustarfi á höfuðborgar- svæðinu var þá ekki til að dreifa. Það var ekki fyrr en mögrum árum seinna, að reyk- vískir neytendur stofnuðu samvinnufélög. Á meðan Jónas dvaldi ytra höfðu hins vegar gerst mikil tíðindi í íslensku samvinnu- starfi. Hallgrímur Kristinsson hafði endurmótað Kaupfélag Eyfirðinga og gert það að fyrir- mynd annarrra félaga. Starf- semi Sambandsins, sem fram að þessu hafði mest verið á sviði félags- og fræðslumála beindist nú meira inn á við- skiptasviðið. Kaupfélögunum fór fjölgandi og menn sáu við sjóndeildarhringinn móta fyrir nýjum umsvifum á verslunar- sviðinu. Fór nú saman eins og svo oft, að blómlegu viðskipta- lífi fylgdu átök á vettvangi félagsmála, einkum útgáfa Tímaritsins, fyrirrennara Sam- vinnunnar, sem Sigurður í Ystafelli ritstýrði. Hóf nú Jón- as að leggja þar orð í belg með því að skrifa hvatningargreinar um framtíðarverkefni sam- vinnuhreyfingarinnar. Má þar nefna greinar um samvinnu- menntun, heildsölu samvinnu- félaga, framtíð félaganna, svo nefndar séu nokkrar hinar helstu. Það var vegna þessara skrifa Jónasar í Tímaritið sem kynni tókust með honum og Hall- grími Kristinssyni. Kynni þessi urðu brátt að bandalagi, nærri því fóstbræðralagi um þau mörgu og brennandi áhuga- mál, sem þeir fundu sig eiga sameiginlega, ekki síst varð- andi samvinnuhreyfinguna. Á þessum árum var Hallgrímur að taka við forystu Sambands- ins og byggja það upp í nýrri mynd kringum vaxandi versl- unarstarfsemi. Næstu stórtíðindi af Jónasi varða meira stjórnmálamann- inn en samvinnumanninn, því nú tók hann þátt í stofnun tveggja stjórnmálaflokka sama árið, Alýðuflokks og Fram- sóknarflokksins. Þó varð þess nú skammt að bíða að hann tengdist samvinnuhreyfing- unni nánar. Annar hinna nýstofnuðu flokka, Framsóknarflokkurinn, fékk aðild að ríkisstjórn 1917, og valdi sem ráðherra engan annan en Sigurð i Ystafclli. Þar með varð tímarit sam- vinnufélaganna forsjárlaust. Fékk Hallgrímur Kristinsson því ráðið að Jónasi var falin ritstjórn þess. Um þetta leyti var dagblaðið Tíminn stofnað. Aðalforgöngumenn um stofn- un blaðsins voru þeir Jónas og Hallgrímur, en segja má að Jónas hafi starfað við Tímann sem eins konar ólaunaður að- stoðarritstjóri um aldarfjórð- ungsskeið. Tíminn leit á sig frá upphafi sem málsvara sam- vinnustefnu og samvinnu- hreyfingar, ekki síður en Framsóknarflokksins og ráð- herra hans. Sama mátti segja um Dag á Akureyri, sem Jónas átti einnig þátt í að koma á fót. Því var það, að samvinnublöð- in nutu allmörg fyrstu árin nokkurs fjárstyrks frá Sam- bandinu. Ekki leið á löngu þar til Jónasi var falið annað verkefni fyrirSambandið. Starfsmanna- fræðsla hafði verið á dagskrá hjá Sambandinu í nokkur ár og framkvæmdin hafist með stuttu námskeiði sem Hall- grímur Kristinsson og Sigurður á Ystafelli önnuðust. Jónas hafði frá upphafi sýnt máli þessu öflugan áhuga og ritað um það sína fyrstu hugvekju í Tímaritinu 1914. Það lá því beint við að fela Jónasi for- Fáir hafa orðið rómaðari kennarar en Jónas Jónsson frá Hriflu. Hér sést hann í kennslustund með áhugasömum nemendum.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.