NT - 01.05.1985, Page 10

NT - 01.05.1985, Page 10
Miðvikudagur 1. maí 1985 10 Fjölvi gefur út umdeilda bók ■ Kari Storækre lýsir út- skúfun fjölskyldunnar. Góða ferð til Parísar kall- ast bók Kari Storækre, eigin- konu Arne Treholt, sem nú er komin út á íslensku hjá Fjöiva-útgáfunni. Pessi bók „njósnafrúarinnar“ hefur verið mjög umdeild í heima- landi hennar. Sumir fordæma hana sem gróðabrall, aðrir eru viðkvæmir fyrir því að hún stingur á kýlum, sem ætti að þaga yfir. Margir telja frásögn Kari hinsvegar tíma- bæra, heillandi og einstaklega hreinskilna lýsingu á því, hvernig fjölskyldu þeirra manna líður, sem af einhverj- um ástæðum lenda í því að verða úthrópaðir af almenn- ingsálitinu. Á næstunni verður kveðinn upp dómur yfir Arne Treholt, eftir að hann hefur setið í einangrunarfangelsi í 15 mán- uði. Hver sem dómurinn verður og hvaða brot sem hann framdi, liggur Ijóst fyrir að eiginkona hans, Kari, átti engan þátt í þeim. Hún var saklaus. Samt mátti hún jafn- vel líða meiri þjáningar en maðurhennaríþessa 15mán- uði. Handtaka eiginmansins kom mjög þungt niður á henni og 5 ára syni þeirra, Torsteini, sem var kominn á þann viðkvæma aldur, þegar ummæli félaga á barnaheimili eða leikvelli gátu haft skaövænleg áhrif á hann. Bókin er umfrani allt sker- andi lýsing á þessari þjóðfé- lagslegu aðstöðu, fjölskyldu liins ofsótta og fyrirlitna, líð- an hinna útskúfuöu (Les Mis- erables), sem eiga sér enga viðreisn gagnvart hinni ríkj- andi múgskoðun fjölmiðl- anna. En auk þess olli það Kari sérstökum hugarkvöl- um, að hún fékk ekkert að vita, vegna allrar þeirra leynd- ar, sem lá yfir lögreglurann- sókninni. „Ég vissi ekkert, hvað eiginmaður minn hafði brotið af sér, hvort hann var sekur eða saklaus." En kveðst Kari ekki sjálf geta dæmt um, hvað sé rétt í málinu, það skýrist ckki fyrr en með dóminum, en hún varpar þegar Ijósi á margar óvæntar og miskunnarlausar aðferðir lögregluyfirvalda, l.d. að greinilega var beitt ■ 3. tbl. Æskunnar 1985 er komið út. í blaðinu kennir ýmissa grasa. Opnuviðtalið er við Jón Pál Sigmarsson „sterk- asta mann heims“ og fylgir veggmynd af honum. Valgerð- ur 11 ára og Sólveig 15 ára Franklínsdætur ræða við ömmu sína, Halldóru Kristínu Eyjólfsdóttur, um það sem á daga hennar hefur drifið. Séra Ólafur Jóhannsson talar við börnin um bænirnar þeirra og sálrænum aðferðum til að brjóta sakborning niður and- lega og ennfremur er nokkuð Ijóst, að norska öryggislög- reglan hleraði og setti inn á segulband allt einkalíf þeirra hjóna, jafnvel allt sem fram fór í svefnherbergi þeirra. Þrátt fyrir njósnagrun, var þar gengið furðu langt í virð- ingarleysi fyrir einkalífi fólks. „Eg var höfð fyrir einskonar allragagn," segir Kari. í íslensku útgáfunni er bók- in 175 bls. og skiptist í 14 kafla: Fréttatilkynningarnar, Á Skansinum í Stokkhólmi sjö mánuðum síðar, Saga okkar, Reiðarslagið, Fyrsta heimsóknin í fangelsið, Árne uppruni og ævi, Mín eigin sök?, Hvað stóð í bréfunum?, Undir eftirliti, Glennon- bendir þeim á bænarefni. Þrjár 14 ára stelpur í Garða- skóla, Garðabæ, skrifa um Simon Le Bon söngvara hljóm- sveitarinnar Duran Duran. Jens Guðmundsson rekur sögu dúettsins Wham. Spjallað er við Margréti Þórhallsdóttur 10 ára í Garði um hana sjálfa og félagslífið á staðnum. Margar sögur eru í blaðinu eftir börn og unglinga. Ritstjórar Æskunnar eru hjónin, Tékkneska barnið, Eins og verslunarvara, Sam- heldni fjölskyldunnar, Tor- stein. Þetta er nýjasta bókin í langri röð Fjölvabóka til upp- lýsinga á samtíðar-vandamál- um. Áðurhafam.a. komið út bækur um írsku mótspyrnu- hetjuna Bernadette Devlin. Alexander Dubcek, John Lennon, Lech Walesa og um stríðið í Afganistan. í undir- búningi eru fleiri bækur um ástandið í Suður-Afríku og Nicaragua og um eiturlyfja- sölu í Kaupmannahöfn. þeir Eðvarð Ingólfsson og Karl Helgason. Útgefandi er Stór- stúka íslands. Jón Páll og Wham í Æskunni Samvinnufélögin árna vinnandi fólki til lands og sjávar allra heilla á baráttu- og hátíðisdegi alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA 1. maí kaff i í Mjölnisholti 14 ■ Fyrir skömmu fluttu Sam- tök herstöðvaandstæðinga, E1 Salvadornefndin og Vináttufé- lag íslands og Kúbu í sameigin- legt húsnæði að Mjölnisholti 14, 3ju hæð. 1. maí geta með- limir og stuðningsmepn þess- ara samtaka slegið tvær flugur í einu höggi; skoðað nýja hús- næðið og fengið sér kaffi, fyrir eða eftir göngu. Herstöðvaandstæðingar ætla að hella upp á könnuna klukkan 10.30 f.h. Þá geta menn rætt málin og safnað kröftum fyrir gönguna. El Sal- vadornefndin og VÍK ætla svo að sjá um síðdegiskaffi strax að loknum útifundum. Ein- stætt tækifæri til að fræðast um starfsemi þessara samtaka, hitta baráttuglatt fólk og halda upp á daginn í góðum félags- skap! Húsið er á horni Mjölnis- holts og Brautarholts, gengið inn frá Brautarholti. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sendir meölimum sínum og öörum launþegum árnaðaróskir í tilefni 1. maí og hvetur til þátttöku í kröfugöngunni Verkalýðsfélagið Skjöldur Flateyri sendir félagsmönnum sínum svo og öðru launafólki kveðjur og hamingju- óskir í tilefni 1. maí. 1. maí merki 1. maí merkjum er dreift til sölufólks á Hlemmi frá kl. 11.00 í dag. Góö sölulaun 1. maí nefndin l.maíkaffi Opið hús Að lokinni 1. maí göngunni verður opið hús hjá V.R. í Húsi Verzlunarinnar 9. hæð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Kaffiveitingar, félagsmenn eru hvattir til að líta inn. Verið velkomin. Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur Reykvísk alþýða Sýnum samstöðu og tökum þátt í aðgerðum dagsins. Við söfnumst saman á Hlemmi kl. 13.30 og leggjum af stað kl. 14.00 og göngum niður á Lækjartorg þar sem haldinn verður baráttufundur sem hefst kl. 14.30. Ræðumenn verða: Guðmundur Þ. Jónsson formaður landssambands iðnverkafólks, Einar Ólafsson formaður starfsmannafélags ríkisstofnana, ávarp flytur Kristinn Einarsson formaður IMSI, fundarstjóri verður Björk Jónsdóttir Verkakvennafélaginu Framsókn. Á fundinum mun hópurinn Hálft í hvoru flytja nokkurlög. 1. maí nefndin

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.