NT - 01.05.1985, Page 20
Miðvikudagur 1. maí 1985 20
Það er satt sem merkur mað-
ur hefur sagt að Jónas Jónsson
frá Hriflu lcysti íslenska æsku
af fjötri menntunarleysisins, -
frelsaði hana rneð því að opna
henni leiðir til náms og frarna.
Með þessu er- ekki hallað á
neina samtíðar- og samferða-
ntenn Jónasar en um frum-
kvæði og forystu hans sjálfs
hafa þeir reyndar flestir verið
á einu máli.
Þetta frumkvæði og þessi
forysta Jónasar Jónssonar er
ómetanlegur skerfur hans til
þjóðarsögunnar. Með aðstæð-
ur í nútímaþjóðfélagi í huga er
óhætt að fullyrða að með þessu
var grundvöllur lagður að al-
hliða framförum lands og lýðs,
- fyrstu skrefin tekin til sam-
félags velmegunar, velferðar,
tæknibyltingar og þess mennt-
unarástands þjóðarinnar sem
staðist getur upplýsinga- og
tómstundaþjóðfélag framtíð-
arinnar.
Þessi skerfur Jónasar Jóns-
sonar frá Hriflu er svo mikils-
verður, - ræður slíkum úrslit-
ar er minnst, að afskipti hans
af skólamálum ollu deilum á
sínum tíma og stormar léku
um tillögur hans. Við íslend-
ingar erurn flestir nijög ánægð-
ir með okkur sjálfa eins og við
erum; við erum „hamingju-
samir" af okkur sjálfum eins
og nýleg könnun hefur sýnt, og
af sjálfu leiðir að við teljum
okkur sjálfum lítillar umbótar
þörf. Það var þessi sama inn-
gróna íslenska afturhalds-
hneigð, „tómlætið" íslenska,
sem Jónas varð að fást við og
eru þá ýmsar stjórnmálaástæö-
ur margra andstæðinga hans
ekki nefndar.
Hlutur Jónasar Jónssonar í
sögu íslendinga er svo mikill
orðinn og maðurinn allur svo
mikill fyrir sér að hann á það
skilið að Ijósinu verði beint
þannig að honum að andlits-
drættirnir sjáist: Hann var
hvorki albjartur svo að hvergi
bæri skugga á né var hann meö
öllu myrkur ásýndum. En hann
var svo umsvifamikill og um-
deildur að enn eimir eftir af
þeim hita, og má einnig af því
marka hve miklu hann fékk
Jón Sigurðsson skólastjóri:
stormum sem um ísland léku.
Með því að Jónas var hvata-
maður og vann að því að gefa
öðrurn innblástur var hann
sálnaveiðari, uppalandi og
hjálparhella ungum mönnum,
jafnt í atvinnulífi, á skóla-
göngu sem á braut listanna. En
hann var aldrei hlutlaus að-
stoðarmaður. heldur sann-
færður kennimaður; þess
vegna rak að því að honum
lenti saman við nýja kynslóð.
Jónas hefur rnjög verið lastað-
ur af þessu en að nokkru leyti
ranglega. Ástæður hans voru
þær að hann lagði alla áherslu
á að aðrir störfuðu einnig með
allan almenning í huga, með
gildi listanna fyrir daglegt líf
og innblástur almennings í
huga. Þegar leit ungra lista-
rnanna að fjórri sköpun stefndi
í aðrar áttir varð Jónas viðskila
við þá, og skap hans leyfði
ekkert hlutleysi.
Eiginlega var Jónas Jónsson
ævinlega róttækur maður, -
eða það sem á hans dögum var
nefnt „radical" og miðað við
franskar fyrirmyndir. Sem
róttækur hvatamaður hlaut
■ Jónas og Kjarval taka tal saman á málverkasýningu þess síðarnefnda.
I minningu Jónasar Jónssonar
um, aö minning hans á að vera
í heiðri höfð og nafn hans
blessað meðal Islendinga, -
jafnvel þótt öll önnur störf
hans þættu mjög orka tvímælis
eðaféllu meðöllu í gleymsku.
Nú á dögum þykir stöðug og
langvarandi skólaganga allra
sjálfsagt mál. Þaö er viður-
kennt að menn verða að hljóta
alla þá skólamenntun sem þeir
geta og þola til þess að þjóðin
dragist ekki aftur úr í lífskjör-
um og tækifæri íslendinga til
ánægjulegs lífs skerðist ekki.
En þeim mun fremur er ástæða
til aö minnast þess nú, þegar
aldarafmælis Jónasar Jónsson-
áorkað.
í störfum sínum og afskipt-
um af málefnum þjóðarinnar
var Jónas Jónsson frá Hriflu
um fram allt boðberinn, hvata-
maðurinn, kennimaðurinn.
Hann mun hafa litið á það sem
meginhlutverk sitt - eða var
honum það ómeðvitað? - að
gefa öðrum innblástur, að
vekja öðrum hungur eftir nýrri
vitneskju, nýjum úrræðum, ný-
stárlegum athöfnum. Allt fram
á síöustu ár sín var Jónas
brennandi í andanum og ekki
með öllu sáttur við umhverfi
sitt. Hann settist aldrei í helgan
stein en fann jafnan til í þeim
Jónas lengst af að taka sér
stöðu fremst og yst í þeirri
stjórnmálafylkingu sem hann
sjálfur átti mikinn þátt í að
móta. Framan af var hann fyrir
bragðið minnihlutamaður í
Framsóknarflokknum, og að
loknu ótrúlega stuttu forystu-
skeiði í flokknum var honum
aftur vikið til hliðar; liðu síðan
löng og mörg ár.
Margir hafa sagt að raun
hafi verið að lesa það sem
Jónas skrifaði opinberlega á
stðari árum sínum. Nú er ann-
að uppi. Nú teljamargirábyrg-
ir og djúphugulir skólamenn
þvert á móti að Jónas hafi
verið nokkurs konar hrópandi
í eyðimörkinni. Hann var sí-
fellt að hamra á gildi skólanna
sem orkuveitu innblásturs fyrir
alla þjóðina; þess vegna áttu
skólarnir að tengjast lífi og
starfi almennings fremur en
einum saman lærdómi höfð-
ingsmanna. Enn var Jónas
róttækur eldhugi sem lagði sið-
ferðilegan dóm á störf og
stefnu í skólamálum. I augum
hans snerust skólamál um sið-
ferði, þjóðrækni og lífsstefnu,
og tækniþekking og sérþekk-
ing átti að lúta lífinu, - átti að
vera innblásin lífsstefnu og
ekki hvaða lífsstefnu sem vera
skyldi heldur þjóðlegri og al-
þýðlegri lífsstefnu.
Vantar okkur nokkuð frem-
ur nú á dögum?
Kennslustörf Jónasar Jóns-
sonar voru á sömu lund. Hann
skrifaði bestu og vinsælustu
kennslubækur íslensku þjóð-
arinnar, en í eigin kennslu
sinni notaði hann enga bók.
Hann veitti nemendum sínum
innblástur og mótaði þannig líf
þeirra æ síðan. Undirstaðan í
svo nefndu „valdakerfi" Jónas-
ar Jónssonar voru fyrri nem-
endur hans og persónuleg holl-
usta þeirra margra var ótrúleg.
Hann vildi ekki kenna með því
sem hann sjálfur nefndi „stað-
reyndaítroðslu"; hann vildi
ekki „setja nemendum fyrir";
hann vildi ekki fylgja neinni
„námsskrá"; - hann vildi fylla
nemendur innblæstri, anda
sem á síðan gæti stýrt lífi
þeirra til heilla og hamingju,
og ekki aðeins þeim sjálfum
heldur og öllum þeim sem við
þá skiptu síðar á lífsbrautinni.
Og ótrúlega mörg dæmi sýna
að Jónas náði árangri.
Þrátt fyrir mjög breytta tíma
heldur fordæmi hvatamannsins
og kennimannsins Jónasar
Jónssonar frá Hriflu fullu gildi
sínu.
Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins
lOOáraártíð
Jónasar Jónssonar f rá Hrif lu
\
■ Ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar 1927. F.v. Magnús Kristjánsson, Tryggvi Þórhallsson og
Jónas.
í stjórnmálum, cins og í
listum, eru margir kallaðir, en
fáir útvaldir. Jónas Jónsson frá
Hriflu var einn hinna fáu út-
völdu. Yfirburöir hans urðu
honum sjálfum að lokum að
fótakefli - eins og gerist í
öllum hetjusögum.
1 hverju voru þessir yfir-
burðir fólgnir?
Jónas var endurreisnarmað-
ur - andlega frjór, fjölhæfur,
framsýnn, skapandi. Sá sem
ætlar sér mikinn hlut í stjórn-
málum þarf að vera hvort
tveggja: hugsuður og athafna-
maður. Jónas var hvort
tveggja. Og einhver fremsti
rithöfundur á íslenska tungu á
þessari öld aö auki - ekki
aðeins um stjórnmál. 1 krafti
þessara fágætu eiginleika varð
hann brautryðjandi - tíma-
mótamaður.
Jónas var hugmynda-
fræðingur og uppalandi ung-
mennafélaga og samvinnu-
hreyfingar. Hann plægði
dyggilega akur nýrra stjórn-
mála, að fenginni heimastjórn,
áður en liann lét til skarar
skríða. Hann var hvort tveggja
í senn stofnandi Alþýðusam-
bands og Alþýðuflokks öreig-
anna á mölinpi og sálnahirðir
sveitanna í SÍS og Framsókn-
arflokki.
Hann var hönnuður og yfir-
smiður hins íslenska flokka-
kerfis. Herstjórnarlist hans var
sú, að með bandalagi bænda
og verkalýðs, Framsóknar- og
Alþýðuflokks, gæti hann hald-
ið atvinnurekenda- og em-
bættismannavaldi utangarðs;
byggt upp valdakerfi vinstri -
og miðjuafla, líkt og fjölda-
hreyfingar Sósíaldemókrata
annars staðar á Norðurlönd-
um.
Þetta tókst í rúnian áratug-
með glæsibrag. Á þeim tíma
var Jónas bæði höfundur hand-
rits og leikstjóri íslenskra
stjórnmála - þótt aðrir færu
lengst af með aðalhlutverkin.
En sitt er hvað gæfa og
gjörvuleiki. Eins og í öllum
hetjusögum brást Jónasi að
lokum bogalistin. Hann reyndi
að aftra Alþýðuflokknum frá
að vaxa bændaflokknum yfir
höfuð. með því að ríghalda í
rangláta kjördæmaskipan.
Með því þvingaði hann Al-
þýðuflokkinn til samstarfs við
hin borgaralegu öfl. Uppgang-
ur sovéttrúboðs mennta-
manna, klofningur Alþýðu-
flokksins í tvígang og bandalag
íhaldsmanna og kommúnista í
verkalýðshreyfingunni - allt
þetta, ásamt hinni úreltu og
ranglátu kjördæmaskipun,
lagðist að lokum á eitt um að
brjóta valdakerfi Jónasar á bak
attur.
Þar með var Sjálfstæðis-
flokknum, höfuðandstæðingi
Jónasar í upphafi, tryggt það
forræði í stjórnmálum lýðveld-
isins, sem hann hefur notið
lengst af.
Þrátt fyrir yfirburðahæfni og
vígfimi mistókst Jónasi ætlun-
arverk sitt: Að tryggja fram-
búðargengi þess 3ja flokka
kerfis, sem hann hafði skapað.
Seinustu áratugina var hann
pólitískur einfari - útlagi.
Sjálfur segir Jónas í skarp-
skyggnustu greiningu, sem
skrifuð hefur verið um annan
afburðamann, Einar Bene-
diktsson, skáld:
Yfirburðir hans urðu honum
Þrándur í Götu á annan hátt.
Minni menn fundu til sársauka
í samanburði við þetta undar-
lega skáld, sem hafði til að
bera svo marga af þeim eigin-
leikum, sem skapa hrifning og
aðdáun. - Minnimáttarkennd
samtíðarmanna olli því að Ein-
ar Benediktsson var aldrei lát-
inn njóta verðleika sinna með-
an hann lifði."
Þessi orð Jónasar um Einar
Benediktsson eiga allt eins við
um höfund þeirra. I ljósi þess-
ara ummæla er viðskilnaður
Framsóknarflokksins við and-
legan lífgjafa sinn og leiðtoga
auðskilinn.
Valdatímabil Jónasar var
stutt og hin pólitíska útlegð
hans löng. En verk hans standa
og bera vitni um frjóa hugsun
og haga hönd brautryðjand-
ans.
Hina réttbornu arftaka hug-
sjónarmannsins frá Hriflu er
ekki að finna á forstjórastólum
SÍS. Þeir eru annars staðar -
úti á hinum pólitíska vígvelli,
þar sem þess er enn freistað að
fylkja umbóta- og lýðræðis-
öflunum, vinstra megin við
miðju, til að endurheimta for-
ystuhlutverk sitt í stjórnmálum
lýðveldisins, eins og Jónas
dreymdi ungan.
Jón Baldvin.