NT - 01.05.1985, Page 16

NT - 01.05.1985, Page 16
■ Albert Guðmundsson nú- verandi fjármálaráðherra var nemandi Jónasar í Samvinnu- skólanum. Hér er hann í hlut- verki veislustjóra í sjötugsaf- mæli læriföður síns. ■ GuðrúnogJónasmeðdæt- urnar Gerði og Auði. ■ Jónas á áttræðisafmæli sínu með ungum f ramsókn- armönnum. Miðvikudagur 1. maí 1985 16 ■ Ættingjar og vinir með Jónasi og Guðrúnu í jólaboði í Hamragörðum. Jónas Jónsson frá Hriflu: Geta skólar verið skemmtilegir? Fyrir einni öld átti þjóðin ekki nema eina viðurkennda menntastofnun, það var Lat- ínuskólinn í Reykjavík. Eftir það eignuðust íslendingar prestaskólann. Mörgum árum síðar bættist við læknadeildin. Að fengnu fjármálafrelsi og nokkru sjálfstæði 1874, reisti þjóðin hvern skólann á fætur öðrum. Nú skipta þessar stofn- anir mörgum hundruðum, og fjórði hver íslendingur situr á skólabekk hálft ár eða meira. Árlegur tilkostnaður ríkisins og sveitasjóðanna við skóla- hald er meira en hundrað mill- jónir króna. Skólar landsins eru þannig orðnir mikið fyrir- tæki. Þjóðin leggur fram vegna þeirra mikla orku og hlýtur að gera ráð fyrir að uppskeran af menntaakrinum verði mikil í hlutfalli við tilkostnað og erf- iði. Ef dæma skal um skólana þarf að koma til greina ná- kvæm athugun, heilbrigð gagn- rýni, réttmæt viðurkenning þar sem það á við og sanngjarn áfellisdómur, ef gáleysisíega er teflt með mannssálir og framtíð heillar þjóðar. íslend- ingar hafa sýnt mikinn áhuga og fórnfýsi að stofnsetja þessa mörgu myndarlegu skóla víða um land. Til þess hefur þurft mikil átök. Forgöngumennirn- ir hafa treyst því, að fram- kvæmdin yrði til gagns og gleði fyrir ófæddar kynslóðir. Alda- mótafólkið var hér að verki, þúsundir karla og kvenna, sem vildu unna æsku landsins betri aðstöðu til andlegrar iðju held- ur en kostur var á fyrr á tímum, þegar ekki veitti aí allri dagstundinni við fram- leiðslustörfin og kvöldin voru ein eftir til bóklesturs. Ofurlítið atvik úr ævisögu frú BríetarBjarnhéðinsdóttur, bregður birtu yfir námshungur óteljandi unglinga meðan sjálfsnámið var eina mennta- leiðin í landinu. Bríet las á æskuárum við tungsljós utan við bæjardyrnar þegar gott var veður á kvöldin, því að á mörgum heimilum varð að spara Ijósmetið á þeim tíma. Bjarni bróðir hennar var yngri. Fíann fékk að standa bak við sæti systur sinnar og lesa yfir öxl hennar. Hún réði hvenær flett var blaði og þá varð bróðir hennar að sætta sig við, að þráðurinn í lesmálinu slitn- aði án hans tilverknaðar. Við því lík lífskjör fæddist upp sú kona, sem mest hefur unnið að því að bæta réttarstöðu ís- lenskra kvenna. Saga hennar er vel fallin til að skýra, hve miklu íslendingar fengu áork- að með sjálfsmenntun. Land- námsmennirnir fundu og byggðu ísland og stofnsettu hér Alþingi og fullkomið þjóð- skipulag. Þeir voru andlega þroskaðir, lögspakir og bók- menntafróðir. Þeir geymdu og sköpuðu Eddu, formannasög- ur og sögu landsins í huga sér. Með kristindóminum barst rit- listin og bækur til íslands. Þá urðu íslendingar mesta bók- .menntaþjóð í álfunni, án eigin- legrar skólagöngu. Allan kaþólska tímann las og lærði þjóðin fræði sín söguleg og trúarleg, eftir munnlegum og skrifuðum heimildum. Með siðaskiptunum eignaðist þjóð- in prentaðar bækur þrátt fyrir margþætta erlenda kúgun. Bókakostur almennings var að vísu ekki ætíð mjög auðugur að tölunni til, en á öllum heimilum voru til sígild rit, biblían, fornsögur, passíu- sálmarnir og Vídalíns postilla. Það var hægt að verða menntaður maður af lestri því- líkra bóka. Það reyndi mjög á þessa heimalærðu íslendinga í frelsissókn Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar, og í baráttu íslensku landnemanna í Vest- urheimi. Alls staðar reyndist stöðu gætir mikið í þroskun hinna miklu meistara, bæði Sveinbjarnar Egilssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Orð- kyngi þeirra var fyrst og fremst til þeirra komin af vörum sjó- manna og bænda við Faxaflóa og í Eyjafirði. Þegar lífshættir breyttust með tilkomu véla í báta og skip í byrjun 20. aldarinnar óx þéttbýlið við góðhafnir og fiskimið. Heimili í þéttbýlinu Útvarpserindi 1958 þjóðstofninn traustur og dug- mikill. Þegar viðreisnarbarátt- an hófst, var þjóðin undir það búin að opna hug og hjarta fyrir stórskáldum 19. aldarinn- ar. Bændafólkið og Bessa- staðaprestarnir stóðu að öllum jafnaði fastast og best með Jóni Sigurðssyni í frelsisbarátt- unni, og fátækir og luralega búnir sveitamenn, sem námu lönd á sléttunum í Ameríku, reyndust þar úrvalsmenn að dugnaði, siðgæðisþroska og allri menningu. Sennilega hef- ur engin Evrópuþjóð sent til Ameríku tiltölulega jafn mikið af vel menntuðu og ágætu landnámsfólki eins og íslend- ingar. Sömu sögu er að segja af flestum þeim íslendingum, sem bjuggu sig undir lang- skólanám á Bessastöðum og stunduðu það í Kaupmanna- höfn. Hin heimafengna, þjóð- lega menning var það hellu- bjarg, sent skólanám þeirra byggðist á. Þessarar undir- gátu ekki séð um uppeldi barna og ungmenna á sama hátt og fyrr. Skólar hlutu að taka til starfa á þessum stöðum, en sú þróun varð allt of ör og lítt undirbúin. Á þeim tíma skipti mestu að skólarnir yrðu tengd- ir eðlilegum böndum við fortíð þjóðarinnar í uppeldismálum, við hin sjálfstæðu heimili, þar sem greind börn þráðu að lesa bækur og njóta fræðslu. í flýti vélaaldarinnar var þetta vanrækt. Forgöngumenn hins nýja skipulags fóru til Dan- merkur og að síðustu jafnvel í kolaborgirnar á Englandi til að sækja fyrirmyndir, sem þeir mæltu með, að líkt væri eftir, alls staðar á Islandi, þar sem því mátti við koma. Eftir síðara stríðið mátti heita að öll heimafræðsla væri gerð útlæg úr landinu. Á Alþingi 1946, þegar þjóðin hélt að hún sæti varanlega að eilífum auði, var mjög hert á skólagöngu barna og öll ungmenni skólaskyld í þrjú til fjögur ár. Inntöku- prófsréttur var tekinn af kennaraskólanum og mennta- skólanum og allt skólakerfið miðað við, að sem allra flest íslensk ungmenni gætu byrjað að stunda nám í háskóla. Áhuginn fyrir þessu nýja uppeldiskerfi var svo mikill, að æska landsins var gerð skólaskyld þó að bæði vantaði húsakost og kennara til að framfylgja lögunum. For- göngumenn breytingarinnar þekktu ekki vilja foreldra og barna í þessu efni, heldur ekki getu þeirra að taka á herðar sér hið dýra fræðslukerfi. Allra síst höfðu forgöngumennirnir athugað aðstöðu fámennu heimilanna í sveitinni til að missa börn og ungmenni vetrarlangt og kosta þau með miklum fjárframlögum til dval- ar í fjarlægum stöðum. En áður en komið er að því efni, hvernig uppeldiskerfið frá 1946 hentar íslendingum, er fróðlegt að spyrja um reynslu þeirra þjóða, sem lengi hafa búið við svipað fyrirkomulag. Er þá eðlilegast að snúa sér fyrst til Dana, því þeir hafa verið aðal fyrirmynd íslensku fræðslumálaíeiðtoganna við myndun núverandi skólaskipu- lags. Auk þess eru Danir vel menntuð þjóð. Skólahús þeirra einhver hin fullkomn- ustu sem til eru í nokkru landi, en kennarastéttin vel undir búin og þaulæfð í handverk- inu. Danir hafa viljað efna til uppeldisskipulags, sem væri hið besta eða að minsta kosti næst besta í öllum heimi. Nú vill svo vel til að í vor sem leið létu Danir sálfræðinga og upp- eldisfræðinga sannprófa með fullkomnustu aðferðum hvern- ig ástatt væri með þekkingar- forða efnilegra fermingabarna úr góðum barnaskóla í ágætu héraði. Þeir völdu í þessu skyni bæinn Nýköping á Falstri og prófuðu nálega 500 börn, sem lokið höfðu burtfararprófi. Lögð var sérstök áhersla á að prófa börnin í móðurmáli og reikningi. Niðurstaðan varð allt önnur heldur en við mátti búst. Nemendur áttu að skrifa rétt eftir upplestri 50 venjuleg dönsk orð. 193 nemendur höfðu frá 13 til 50 villur í þessum orðalistum. Allmörg af börnunum rituðu næstum öll orðin rangt. Ekki gekk betur með reikninginn. Börnin fengu 24.343 dæmi til úrlausn- ar en af þeim voru 18.087 röng. Mörg börnin í þessum hópi voru ekki læs. Svipaða sögu er að segja frá ungu piltunum, sem ganga í herinn í Danmörku. Tilraunir með ný- liðana hafa sannað að 10% af þessum ungu dátum eru, að því er snertir skólaþekkingu, á sama stigi og átta og níu ára börn. í dönsku og reikningi stóðu ekki nema 15-30% af nýliðunum á þekkingarstigi þroskaðra barna, miðað við fullnaðarpróf. í Svíþjóð, þar sem barna- og unglingafræðsl- an er mjög rómuð, hefur sann- ast að 20% af nýliðum í hern- um eru illa læsir, en 80% þeirra eru búnir að gleyma meginhlutanum af þeirri þekk- ingu, sem þeir áttu að öðlast með námi í barnaskólanum. Vafalaust verður þetta ærið umhugsunarefni mörgum ís-

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.