NT - 01.05.1985, Page 7

NT - 01.05.1985, Page 7
lega stíl sem leikstjóri hefur markað sýningunni, en gaman verður að sjá hvernig hún skil- ar verkum þar sem hún getur gefið sér lausari taum. Tinna hefur þá reisn og þokka til að bera sem Snæfríður krefst. Nokkuð einhliða er túlkun Helga Skúlasonar á Jóni Hreggviðssyni. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja alltaf demón í leik Arnars og hann naut sín vel hér. Jónana í Höfn, Grindvicensis og Jón Marteinsson, léku Sigurður Sigurjónsson og Hjalti Rögn- valdsson. Sigurður náði ekki sannfærandi tökum á Jóni Grindvicensis þótt hann sé góður skopleikari. Skopið veg- ur ekki salt við sorgina í lífi þessa manns. Bestur er hann það ekki lítið framlag. Guðrún er sífellt vaxandi leikkona og hefur að undanförnu skilað hverju athyglisverðu hlutverki af öðru. Róbert Arnfinnsson er gam- an að sjá aftur á sviði eftir furðulanga fjarveru. Hann leikur Eydalín lögmann af góð- um smekk og skilningi eins og hans er vísa. Eydalín er ekki sýningunni að maður tekur varla eftir henni! Ég get mér þess til að ís- landsklukkan eigi góðar undir- tektir vísar nú sem fyrr. Það er ugglaust rétt hjá Þjóðleikhús- stjóra að þetta verk muni fylgja leikhúsinu héðan í frá og sjálf- sagt að sýna það hverri nýrri kynslóð. Kannski eiga menn . eftir að leggja meira kapp á að ■ Jónamir þrír að sumbli. Jón Hreggviðsson, Jón Grindvicensis og Jon Marteinsson. að Jón karlinn hefur orðið nokkuð fyrir barðinu á hinum táknlega þjóðernissinnaða les- hætti: Hann er hin ódrepandi íslenska alþýða. Engu að síður á Jón ýmislegt til í fari sínu. Og að sýna hann eingöngu sem hörkutól er ófullnægjandi. Helgi er að ýmsu leyti heppi- lega valinn í hlutverkið og skilaði því skörulega, en í túlkun hans skorti ríkari blæ- brigði, hann var einhvern veg- inn of hryssingslegur. Það yrði langur uppi ef telja skyldi alla leikendur og verður enda ekki gert. Hina helstu verður að nefna: Arnar Jóns- son dró upp sannferðuga mynd af séra Sigurði, þrautseigju hans og tærandi ástríðu: það er þegar hann tilkynnir Arneusi hvarf Skáldu. Hjalti Rögnvaldsson brá upp minnisstæðri mynd af Jóni Marteinssyni og varð það eitt snjallasta verk sýningarinnar. Hinn ísmeygilega kaldrifjaða, skilningsríka mann, kaldhæð- inn eins og hann er, og verður þó til að bjarga Skáldu undan eldinum: þessa margslungnu manngerð gerði Hjalti ljóslif- andi. Metta kona Arneusar hefur alltaf verið leikin sem skrípi, afskræmi sem í rauninni þjónar þeim einum tilgangi að leyfa Jóni að flytja yfir henni ræðuna frægu um hið ljósa man. Guð- rún Stephensen gerði þessa konu að manneskju, og var einfaldur frekar en aðrar per- sónur verksins, Róbert sýnir einkum vel sært stolt hans í lokasamtalinu við Snæfríði. Harald G. Haralds átti gott með að túlka drykkjuæði júng- kærans í Bræðratungu, en ógæfu hans skynjaði áhorfand- inn tæpast, sársaukann og af- brýðina sem rekur hann til aðgerða gegn Arneusi. Hér læti ég staðar numið í upptalningum. Mestu skiptir að sú heildarmynd sem leik- stjóri hefur dregið upp er samfelld, innan þess ramma starfa allir sem að sýningunni standa. Að því leyti er hún stílhrein og samfelld. Og tón- list Jóns Nordal lætur lítið yfir sér, fellur eiginlega svo vel að dramatísera söguna, fara þannig aðra leið en Sveinn Einarsson gerir. Það myndi leiða til styttinga, þess gætir jafnan að mönnum er sárt um að sleppa nokkru úr texta Halldórs. Sveinn Einarsson bætir hér raunar við samtali Snæfríðar og Gullinló sem ég hygg að aldrei hafi verið leikið fyrr. Leggja mætti meira upp úr hinum pólitíska þætti sem skírskotar beint til ritunartím- ans, og raunar þráðbeint til okkar samtíma. Allt eru þetta atriði sem gaman er að velta fyrir sér. Hvað um það: ís- landsklukkan ymur enn í Þjóð- leikhúsinu, og þökk fyrir það. Gunnar Stefánsson. 7 Málsvari frjalslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútiminn h.f. Rilslj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Sfeingrimur.Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjörnssoo Skrifslofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, rilstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideiid 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: BlaSaprent h.t. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Askrift 330 kr. Jónas frá Hriflu ■ Málgagn frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju minn- ist í dag 100 ára ártíðar mesta hugsjónamanns íslenskrar stjórnmálasögu. Þess er öðrum fremur ruddi brautina til hins íslenska þjóðríkis sem við byggjum í dag, aðalfrum- herja flokkaskipunar í landinu, frumkvöðulsins að stofnun Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, stofnanda Tímans og Dags, mannsins sem hreif unga menn og konur um gjörvallt land með eldheitum skrifum í tímarit ungmenna- félaganna Skinfaxa, mannsins sem í ráðherratíð sinni 1927-1931 kom fleiru til vegar en nokkur annar íslenskur ráðherra, mannsins sem kom við sögu í hverju stórmáli íslenskrar þjóðar um fjögrra áratuga skeið, Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Andrés Kristjánsson minnist Jónasar í NT í dag og segir m.a. um skrif hans í Skinfaxa: „Fyrstu greinar hans þar og víðar um þjóðmálin og áhugaefni frjálslynds félagshyggjufólks fóru senn eldi um landið. Þær vöktu ýmist hrifningu eða reiði en öllum sem lásu hitnaði í hamsi. Hann ritaði um áhugann og bjartsýnina sem eru vitar æskunnar. Hann lýsti réttleysi fátæktarinnar, yfirgangi fégróðaafla, spillingu og sekt þeirra sem mergsugu aðra. Hann lét þjóðina standa frammi fyrir sjálfri sér naktri í þessum greinum, reiddi svipuna og græddi sár jöfnum höndum. Hann sagði dæmisögur um manndómleg viðbrögð og niðurlægingu svikahrappanna í samfélaginu. Hann lýsti þeim verkum sem þjóðin yrði að snúast að til þess að komast á braut sannfrjálsrar þjóðar við hlið nágranna sinna. Þannig lagði hann málefnin fyrir þjóðina og stefndi henni til sjálfsmats og frjálsrar og siðgæðislegrar en óhjákvæmi- legrar afstöðu fyrir eigin dómi.“ Það eitt hæfir minningu Jónasar Jónssonar að við sjálf lítum fram á veginn með því hugrekki sem minningu hans sæmir. Hann flutti fjöll með baráttu sinni, var öðrum fremur frumkvöðull að því velferðarsamfélagi sem við byggjum. En verkefnin blasa alls staðar við. Enn er brött og löng leið að því samfélagi sem við helst kjósum. Þá leið lýsir minningin um Jónas frá Hriflu. að því menntakerfi sem við enn búum við og að félagsleg- um framförum hverskonar. Má með sanni segja að virkari og betri stjórn höfum við íslend- ingar ekki haft en þessi fáu ár í lok þriðja áratugarins. Tryggvi heillaði menn með framgöngu sinni, ræðu- mennsku og forystuhæfileikum og Jónas lét verkin tala með einstæðum hætti og penna- stöngin var aldrei langt undan hjá Samvinnuskólakennaran- um sem ofan á allt annað reit gjarnan tvær til þrjár greinar á dag, auk fjölda sendibréfa. I nafni samvinnustefnu og félagshyggju Það fer vel á því að minnast 100 ára ártíðar Jónasar á þeim degi sem kenndur er við verka- lýð. Hann gerði sér grein fyrir því að stjórnmálin væru fyrst og fremst átök ólíkra hags- muna og mótaði það flokka- kerfi að verkalýður við sjávar- síðuna væri í sérstökum flokki en bændur og annað vinnandi fólk til sveita í öðrum flokki, Framsóknarflokki. 1 hans aug- um voru flokkarnir félagsmála- hreyfingar með það markmið að umskapa íslenskt þjóðfélag í nafni samvinnu og félags- hyggju. Því sómir það prýði- lega í minningu Jónasar að líta fram á veginn og efla með sér baráttukraft og eldmóð í nafni samvinnustefnu og félags- hyggju. Baldur Kristjánsson ■ Jónas við kennarapúltið í Samvinnuskólanum. t Baráttudagur verkalýðsins ■ í dag, 1. maí, á baráttudegi verkalýðsins horfum við fram á veginn og leggjum niður fyrir okkur í hvers konar samfélagi við viljum lifa. Launamenn á íslandi eru nú í sóknarstöðu. Vegna samdráttar í þjóðarframleiðslu hafa laun lækkað undanfar- in ár, en nú hillir undir vöxt þjóðartekna og eining þjóðar liggur við að sá vöxtur skili sér til alþýðu þessa lands. Sóknin má þó ekki verða of hröð. Það gæti leitt til nýrrar kollsteypu til ágóða fyrir þá eina sem með einhverjum hætti hafa komist yfir fjármagn. En markmiðin eru skýr. Við viljum þjóðfélag jöfnunar, frelsis og bræðralags. Við höfnum sjöföldum launamun. Við höfnum því samfélagi þar sem menn geta orðið milljónerar á þjóðhagslega óhagkvæmum innflutningi. Við viljum endurreisa drauminn um það að fjölskylda geti •lifað á afrakstri átta stunda vinnudags. Við viljum. endurreisa drauminn um það að allir geti, án þess að leggja líf sit í rúst, fengið íbúð til þess að búa í. Við viljum endurreisa drauminn um jafna aðstöðu allra til náms. Við viljum endurreisa drauminn um ókeypis læknisþjónustu öllum til handa. Þess vegna höfnum við frjálshyggjusamfélaginu, þjóðfé- lagi fégróðaaflanna. Við viljum efla það velferðarsamfélag sem við höfum byggt upp á undanförnum áratugum. Við tökum manngildi framyfir auðgildi.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.