NT - 01.05.1985, Síða 32
HRINGDU ÞÁ f SÍMA 68-65-62
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsinc|ar 18300 /
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
Guðmundur
Magnússon:
■ „Að loknu þessu öllu
saman þá er ég nú hvíld-
inni fegnastur" sagði
Guðmundur þjálfari FH.
„Nú, við hittum Víkinga
fyrir í essinu sínu og
Kristján lokaði gersam-
lega markinu og þá var
ekki að sökum að spyrja.
Við lukum okkar sóknum
full fljótt og misstum
móðinn. Vörnin hjá Vík-
ingum var einnig góð og
þeir hanga vel á boltanum
í sókninni. Við reyndum
allt sem við gátum en það
dugði einfaldlega ekki“
bætti Guðmundur við.
Hann sagði að þetta
heíöi verið erfiður vetur
en skemmtilegur. „Við
unnum fjóra titla en ég
hefði viljað fá þennan
líka.“
Jón Erling:
■ „Við kláruðum okkur
alltof fljótt í sókninni og
héldum ekki haus þegar á
reyndi. Þá varði Kristján
úr ótrúlegustu færum og
það segir sitt. Víkingar
héngu vel á boltanum og
kláruðu sínar sóknir,"
sagði þessi snaggaralegi
hornamaður.
Þorbergur Aðalsteinsson rís hér manna hæst og lætur skotið vaða. Viggó fylgist með af ákafa. Þessir tveir kappar hafa haldið merki
Víkinga hátt á undanförnum árum og er sjónarsviptir að þeim,
Bogdan:
■ „Þetta var erfitt
enda þarna á ferðinni
sterkustu liðin í dag.
Leikurinn var ekki sér-
lega góður en við höfðum
allt að vinna og áhuginn
var mikill hjá okkur. Nú,
Kristján spilaði „ntaxi-
mal“ vel og það hafði
ekki svo lítið að segja“.
Hann bætti við að FH-
ingar hefðu ekki spilað
nógu agað og átt þar að
auki við góða vörn og
frábæran markvörð að
etja.
„Eg er auðvitað mjög
ánægður með sigurinn og
að hljóta að minnsta kosti
einn titil á tímabilinu sem
búið er að vera langt og
strangt," sagði Bogdan
ennfremur.
Kristján
Sigmundsson:
■ „Stemmningin í
kringum þennan leik kom
mér í stuð. Það er allt
annað að spila ef einhver
áhugi er fyrir hendi og
svo vorum við með okkar
sterkasta lið að þessu
sinni. Ég er mjög ánægð-
ur,“ ______—"
Úrslitaleikur bikarkeppni HSÍ:
Víkingar í vígahug
■ Það er svo sannarlega hægt
að segja að Víkingar hafi verið
í vígahug er þeir spiluðu við FH
í úrslitaleiknum í Bikarkeppni
HSÍ í gærkveldi. Enda fór svo
að Víkingar sigruðu örugglega
25-21. Þrátt fyrir að Víkings-
liðið í heild hafi átt góðan leik
þá verður að nefna Kristján
Sigmundsson sérstaklega. Hann
átti sannkallaðan stjörnuleik og
’V ’
varði alls 23 skot í leiknum, þar
af þrjú víti. Já, með slíkan
bakhjarl þurftu Víkingar
ekki að kvíða neinu í lciknum.
Þegar FH-ingar náðu skoti þá
var Kristján mættur á staðinn.
Varnarleikur Víkinga var
einnig góður og svo var þeim
einkar lagið að hanga á boltan-
um þar til þurfa þótti. Þetta fór
í pirrurnar á FH og lítið gekk
hjá Hafnfirðingunum. Þeirra
varnarleikur var í molum og
markvarslan brást gersamlega.
■ Helga Halldórsdóttir. ís-
landsmct á viku fresti?
Annað met
hjá Helgu
■ Helga Halldórsdóttir er
aldeilis óstöðvandi um þess-
ar mundir í grindahlaupinu.
Eins og greint var frá í NT
fyrir viku síðan setti Helga
Islandsmet í 400 metra
grindahlaupi á háskólamóti í
Bandaríkjunum um hina
helgina.
Nú setti hún annað met og
í aðalgreininni sinni, 100
metra grindahlaupi, hljóp á
13,96 sekúndum. Helga átti
sjálf gamla metið sem var
yfir 14 sekúndum.
Það er auðséö að Helga er
komin í gott form og að
vænta má mikilla afreka frá
henni í sumar. Tvö Islands-
inet með viku millibiii svona
snemma á keppnistímabilinu
er frábær árangur.
Til að bæta gráu ofan á svart þá
rötuðu skot þeirra í ótrúlegustu
færum beint í fangið á Kristjáni
Sigmundssyni.
Þeir félagar Þorbergur Aðal-
steinsson og Viggó Sigurðsson
eru nú á förum frá Víkingi og
eins og þeir sögðu sjálfir eftir
leikinn. „Það er alltaf gaman
að enda á háu nótunum“.
Fimmti bikarsigur Víggós en
ekki á maður von á því að hann
segi alveg skilið við handknatt-
leik. Þorbergur skrapp til Sví-
þjóðar og skrifaði undir samn-
ing við Saab og „kom endur-
nærður og hress til baka“ að
eigin sögn.
FH-ingar missa þá Kristján
Arason og Svein Bragason frá
félaginu næsta vetur en þurfa
engu að kvíða. Mikill mann-
skapur í Firðinum eins og vana-
lega.
Snúum okkur þá að leiknum.
Hann byrjaði heldur rólega,
liðin þreifuðu fyrir sér en síðan
stungu Víkingar á vörn FH og
gerðu tvö fyrstu mörkin. Vík-
ingar höfðu síðan frumkvæðið
allt til er 10 mínútur voru eftir
af fyrri hálfleik að Kristján Ara-
son jafnaði fyrir FH, 6-6. Krist-
ján kom síðan FH yfir 9-8 og
10-9 en þá missa FH-ingar Hansj
útaf og Víkingar gengu á lagiðí
og skoruðu þrisvar í röð og
höfðu yfir í hléi 12-10.
Strax í upphafi síðari hálfleiks |
var ljóst hvert stefndi. Víkingar
skoruðu þrjú fyrstu mörkin og
vorunúkomnirmeðyfirburða -
stöðu, 15-10. Eftir þetta var
leikurinn í jafnvægi. FH-ingar
reyndu að taka Þorberg og
Viggó úr umferð en það hafði
ekkert að segja. Svo varði
Kristján frábærlega.
Er staðan var 20-16 fyrir Vík-
inga fá FH-ingar tvö víti í röð
en Kristján varði þau bæði og
má þar með segja að leikurinn
hafi verið úti. Eftirþetta rúllaði
leikurinn í heila höfn hjá Vík-
ingum og sigurgleðin var mikil.
Það þarf ekki að taka fram að
Víkingsliðið er vel að sigrinum
komið. Liðið var nú fullskipað
eins og það hefur verið þegar
best hefurgengið í vetur. Bogd-
an er búinn að kenna þessum
piltum að hanga á boltanum.
Halda áfram allan leikinn og þá
ganga hlutirnir. Til hamingju
Víkingar.
Mörkin: Víkingur: Þorbergur
9 (3v), Viggó 4, Karl 4, Steinar,
Hilmar og Guðmundur 2 og
Einar 1. FH: Kristján 9 (4v),
Jón Erling 4, Hans 3, Þorgils 2,
Guðjón A., Guðjón G. og
Sveinn 1 hver.
Dómarar voru Rögnvaldurog
Gunnar og voru þeir daprir.
Tékkarunnu
Sovétmenn
■ Tékkarfögnuðuífyrra'
dag sigri sem þeir meta
meir en nokkurn annan
sigur í íþróttakeppni. Að
fá flest gullverðlaun á
Ólympíuleikum væri
kannski sambærilegt. Það
sem gerðist var að Tékkar
sigruðu Sovétmenn í ís-
hokkí. Sigurinn var í úr-
slitakeppni HM í íshokkí,
fyrstu umferð, fór leikurinn
2-1. Á sama tíma unnu
Kanadamenn Bandaríkja-
menn 3-2 í hinum leiknum í
úrslitunum á mánudags-
kvöldið. Þessi fjögur lið
heyja nú keppni sín á milli
um heimsmeistaratitilinn.
NT greinir frá gangi
þessarar keppni á næstu
dögum.
■ Kristján Sigmundsson var svo sannarlega í essinu sínu í leiknum. Hann varði 23 skot og í
eitt skipti tvö víti í röð. Það var fyrst og fremst honum að þakka að Víkingar unnu bikarinn.
Hér er honum hampaö enda átti hann það skilið. NT-mynd: Ámi Bjanu