NT - 01.05.1985, Blaðsíða 2
Ný spá Þjóðhagsstofnunar:
Viðskiptahallinn nærri
19.000 kr. á mann í ár
- eða 4.500 milljónir króna - allur vegna vaxta af erlendum lánum
■ „ Viöskiptahalli, erlend
skuldasöfnun og veröbólga eru
helstu vandamálin á sviöi efna-
hagsmála á árinu 1985,“ segir
m.a. í helsu niöurstööum
nýjustu spár Þjóðhagsstofnun-
ar.
Viðskiptahalli á síðasta ári
var um 4.130 milljónir króna (um
6% af þjóðarframl.) sem fyrst
og fremst er sagður stafa af
mikilli vaxtabyrði af erlendum
lánum og mikilli aukningu al-
rnenns vöruinnflutnings. 1 ár er
enn spáð 4.500 milljóna króna
viðskiptahalla, sem alfarið er
skrifaður á reikning mikilla
vaxtagreiðslna til útlanda. Upp-
hæð þessi svarar til nær 19 þús.
króna á hvern Islending, og er
um þrisvar sinnum hærri en
áætlaðir tekjuskattar einstakl-
inga nú í ár - nettó.
Erlendar skuldir í árslok 1984
eru taldar hafa verið um 42.600
milljónir króna reiknað á með-
algengi s.l. árs. Talið er að þær
hafi hækkað utn 3.200 milljónir
króna á síðasta ári (um 4% á
föstu verðlagi) og komi til með
að hækka enn um 3.200 milljón-
ir króna á þessu ári. „í þessu
'
NT ævintýrinu lokið?
Ritstjóri og hluti
starfsfólks hætta
■ ( gær sagði ritstjóri NT,
Magnús Ólafsson, upp starfi
sínu. Á fundi með ritstjórn
blaðsins sagði hann ástæðu
uppsagnar sinnar vera sam-
starfsörðugleika við stjórn
blaðsins.
f>á sögðu upp nokkrir
blaðamenn og annar frétta-
stjóri blaðsins, en stjórn
blaðsins sagði sjálf upp sex
blaðamönnum. í uppsagn-
arbréfum stjórnarinnar segir
að uppsagnirnar séu vegna
breytinga á rekstri blaðsins.
Stjórn Nútímans h.f. hefur
einnig sagt upp nokkrum
starfsmönnum á skrifstofu
blaðsins.
felst að skuldabyrðin þyngdist
miðað við þjóðarframlciðslu
1984, en vaxandi greiðslubyrði
vaxta og afborgana af erlendum
lánum rýrir ráðstöfunarfé þjóð-
arinnar. Skuldasöfnun erlendis
umfram vöxt framleiðslu og út-
flutningstekna á undanförnum
árum er áhyggjuefni," segir í
„í>jóðarbúskap“ Þjóðhagsstofn-
unar.
■ Þessar ungu dömur, sem heita Thelma Guðmundsdóttir og
Sigurbjörg Jónsdóttir, afhentu nýlega Krabbameinsfélaginu 600
krónur sem þær söfnuðu á tombólu. Tombólan var nokkuð
nýstárleg, því þær stöllur gengu í hús í Hágerðinu og seldu miða.
NT-mynd Sverrir •
r
Þróunarfélagið
norður og niður!
■ Það vakti athygli á Al-
þingi í fyrradag í umræðunni
um frumvarp ríkisstjórnar-
innar um Þróunarfélag að
Svavar Gestsson lýsti því yfir
að þetta frumvarp væri ein-
tómt blöff af hálfu ríkis-
stjórnarinnar og dæmdi það
„norður og niður“ eins og
sagt er.
Á sama tíma kom fram
breytingartillaga við nefnt
frumvarp frá 5 þingmönnum
Alþýðubandalagsins, þar á
meðal Svavari, þar sem lagt
er til að heimili og varnarþing
hlutafélagsins verði á Akur-
eyri!
Kenningaþrugl hálf-
brjálaðra gyðinga
■ Frjálshyggjupostular og
gróðapungar fá harða og
þarfa yfirhalningu í ríkis-
fjölmiðlaeindálki Ólafs M.
Jóhannessonar í Morgun-
blaðinu á þriðjudaginn og
kveður þar við nokkuð ann-
an tón en hjá flestum þeim
sem skrifa í það mæta blað.
Ólafi þykir Ríkisútvarpið
sýna menningararfi vorum
og tungu ágæta ræktarsemi,
en um leið séu að „koma
fram á sjónarsviðið einstakl-
ingar er hyggjast reisa hér
sjónvarpsstöð er alfarið
byggir dagskrá sína á .. .erl-
endum þáttum og kvikmynd-
um . Er nema von að talað
sé um að tvær þjóðir byggi
land vort, annarri er ætlað að
bera hitann og þungann af
varðveislu menningar vorrar
og jafnframt að bjarga þjóð-
DHOl’iUl
arbúinu undan holsketlum
en hin virðist ætla sér í krafti
kenningarþrugls hálfbrjál-
aðra gyðinga (sic!) að sigla
hér lygnan sjó hins alþjóð-
lega vitundariðnaðar, rétt
eins og íslensk tunga og
menning sé boði sem sveigja
ber framhjá. Það skyldi þó
aldrei vera að langskip vort
eigi eftir að steyta á skeri
þessara manna verði kúrsinn
ekki tekinn á vor eigin mið,
í fleiri en einum skilningi,“
spyr Ólafur að lokum.
Annars er það svolítið
merkilegt hversu tónn Morg-
unblaðsins í garð Ríkisút-
varpsins hefur mildast síðan
sjálfstæðismaðurinn Markús
Örn settist í stól útvarps-
stjóra...
SjálfBteóianokkuriiin:
40 almennir stjórn-
málafundir um land allt
Yelkominn í flakkara félagið kunningi
Miðvikudagur 1. maí 1985 2
Kaupfélag Langaness:
Skuldir hærri
en innistæður
- á síðasta ári
Úlfar Þórðarson fréflaritari NT á Langa-
nesi:
■ Aðalfundur Kaupfélags
Langaness var haldinn síð-
astliðinn laugardag. í skýrslu
Þórólfs Gíslasonar kaup-
félagsstjóra kom m.a. fram
að skuldir félagsmanna
höfðu aukist um 42% milli
ára, á meðan innistæður
höfðu einungis aukist um
25% á sama tíma.
Rekstur félagsins gekk all
vel og var rekið með 62.000
króna hagnaði.
Fundurinn samþykkti til-
lögu sem fram kom á fundin-
um, þar sem mótmæjt var
harðlega fyrirhuguðum virð-
isaukaskatti, og telur hann
auka stórlega álögur almenn-
ings verði hann samþykktur.
Úr stjórn áttu að ganga
Ágúst Guðröðarson og Þór-
arinn Haraldsson, en voru
báðir endurkjörnir. Aðrir
sem sitja í stjórn eru Sig-
tryggur Þorláksson formað-
ur, Jóhann A. Jónsson og
Grímur Guðjónsson.
Aflabrögð hafa verið aU-
góð og því næg atvinna sciri
stendur. Nú vona menn að
vorið l'ari að koma, en þó ef
ekki hægt að kvarta undar '
vetrinum.
Lög frá Alþingi:
Alþjóðasamningarumgáma
■ Efri deild Alþingis vísaði í
gær frumarpi til laga um iðnþró-
unarsjóði landshlutanna til
ríkisstjórnarinnar að fengnu
nefndaráliti iðnaðarnefndar
deildarinnar.
Jafnframt var frumvarp um
ríkisreikninga ársins 1980 af-
greitt til neðri deildar svo og
frumvarp um jöfnun og lækkun
hitunarkostnaðar.
Neðri deild afgreiddi sem lög
frá Alþingi frumvarp um al-
þjóðasamninga um gáma og til
efri deildar voru afgreidd frum-
vörp um mörk Garóabæjar og
Kópavogs, um afréttarmálefni,
almannavarnir, landmælingar
íslands og sölu jarðarinnar
Hamars í Glæsibæjarhreppi.
Stjórnarandstaðan
heldur uppi andstöðu
■ Nokkrar umræður urðu í
neðri deild Alþingis í gær um
frumvörp ríkisstjórnarinnar um
nýsköpun í atvinnumálum,
Byggðastofnun og Fram-
kvæmdasjóð. Svavar Gestsson
og Jón Baldvin Hannibalsson
gagnrýndu frumvörpin.
Þorsteinn Pálsson benti á
þann meginmismun í málflutn-
ingi stjórnarandstöðunnar að
Svavar kvartaði undan því að
það væri verið að auka báknið
og fjölga embættismönnum og
undan handarjaðri Framsóknar
rynni eins konar frávik frá
byggðastefnunni en Jón
Baldvin, sakaði stjómina hins
vegar um að breyta um nafn á
hlutunum en þetta væri allt við
hið sama. Ellert B. Schram
sagði að frumvörpin væru til
bóta, svo langt sem þau næðu
en Byggðastofnun viðhéldi því
kerfi sem væri í gangi. Ólafur Þ.
Þórðarson kom í pontu og
rifjaði upp ríkisafskiptastefnu
Alþýðuflokks í gegnum árin og
að hvergi væri eins óarðbært fé
eins og í fjárfestingum iðnaðar-
ráðuneytisins, en það væri ekki
hægt að gagnrýna Fram-
kvæmdastofnun á sama hátt.
Steingrímur Hermannsson tók
einnig til máls og gerði grein
fyrir ýmsum sjónarmiðum.
Rússar moka upp
„kommúnistanum“
■ Rússneskur togari landar
afla um borð í verksmiðjuskip.
Togarinn við hlið skipsins er
engin smásmíði, þannig að fólk
getur gert sér í hugarlund stærð
verksmiðjuskipsins. Myndin er
tekin rétt fyrir utan 200 mílurnar
á Reykjaneshrygg þar sem Rúss-
inn niokar upp karfanum, eða
„kommúnistanum“ eins og sjó-
menn kalla hann gjarnan.
NT-mynd Tómas.